Bæjarins besta - 09.01.2002, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 5
25%
smáar
afsláttur af
öllum fatnaði
á fimmtudag,
föstudag og laugardag
Útsalan hefst
á mánudag!
Útköll hjá Slökkviliði Ísa-
fjarðarbæjar voru 28 á síðasta
ári. Þar af voru 12 vegna elds
en ekki var um stórtjón að
ræða í neinu tilfelli. Önnur
útköll voru af margvíslegum
ástæðum og oft um ýmis kon-
ar aðstoð að ræða.
Þannig voru t.d. fjögur út-
köll vegna vatnsflóðs, einu
sinni var snjór hreinsaður af
þaki Sundhallarinnar og í nóv-
ember var slökkviliðið fengið
til að hreinsa seltu af spenni-
virkjum Orkubús Vestfjarða.
Sjúkraflutningar hjá Slökkvi-
liði Ísafjarðarbæjar á liðnu ári
voru 232, þar af almennir
flutningar í 160 tilvikum og
neyðarflutningar í 72 tilvik-
um.
Af öðrum viðfangsefnum
Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar á
síðasta ári má nefna, að skoð-
anir vegna eldavarnaeftirlits
voru framkvæmdar á 45 stöð-
um. Einnig voru haldnir 40
fyrirlestrar fyrir almenning.
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
Tólf útköll vegna elds-
voða á síðasta ári
Tölvuþjónustufyrirtækið
Vestmark ehf. á Ísafirði hefur
stefnt Tölvuþjónustunni
Snerpu á Ísafirði og krafist
um 30 milljóna króna í bætur
vegna riftunar á samningi sem
gerður var á síðasta vori um
sameiningu fyrirtækjanna
tveggja. Í síðustu viku var
greint frá þessu máli í öðrum
fjölmiðli en þar kom fram
nokkur misskilningur eða
mistúlkun á málsatvikum.
„Stefnan var birt lögfræð-
ingi okkar í Reykjavík á síð-
asta birtingardegi fyrir jól. Ég
hef lesið hana og get með
engu móti séð að að hún sé
byggð á neinum vitrænum for-
sendum. Þessi krafa er hrein-
lega alveg út í bláinn. Það
kæmi mér ekki á óvart, að
þegar upp er staðið verði okk-
ur dæmdar einhverjar bætur
en ekki þeim“, segir Björn
Davíðsson, annar af aðaleig-
endum Snerpu ehf.
„Við höfum engar sérstakar
áhyggjur af þessu máli. Þetta
fær einfaldlega að ganga sinn
gang. Upphæðin sem krafist
er sýnir kannski best veru-
leikafirringuna sem þarna
liggur að baki. Ég vil taka
fram, að mér finnst allt benda
til að þetta sé runnið undan
rifjum Magnúsar Böðvars Ey-
þórssonar, stjórnarformanns
Vestmarks, en alls ekki sé við
heimamenn í forsvari hjá fyr-
irtækinu að sakast í þessu efni.
Því var haldið fram í öðrum
fjölmiðli í síðustu viku að við
hefðum verið að taka inn nýja
hluthafa á meðan sameining-
arferli Snerpu og Vestmark
stóð yfir. Þetta er einfaldlega
rangt. Við hefðum ekki verið
að hanga á Vestmarksmönn-
um að skila inn sínu hlutafé í
heila viku eftir að frestur
þeirra til þess rann út ef við
hefðum verið með eins mikið
hlutafé og meira til handan
við hornið. Það segir sig nú
eiginlega sjálft“, segir Björn
Davíðsson.
– segir Björn Davíðsson, annar aðaleigenda Snerpu
„Þessi krafa er hreinlega út í bláinn“
Vestmark stefnir Snerpu og krefst tugmilljóna króna í bætur
Fyrsta barnið á Sjúkra-
húsinu á Ísafirði á þessu ári
fæddist kl. 20.45 á þrett-
ándanum, sunnudaginn 6.
janúar. Það var strákur sem
var sextán merkur og 55
sentimetrar. Foreldarnir eru
Berghildur Árnadóttir og
Helgi Hjartarson, búsett á
Ísafirði. Þetta er annað barn
þeirra en fyrir eiga þau son-
inn Hjört Ísak sem verður
þriggja ára í febrúar. Á
myndinni er Berghildur
með soninn unga.
Áður höfðu þau Bryndís
Ásta Birgisdóttir og Bjarni
Jóhannsson á Suðureyri
eignast stúlku sem tekin var
með keisaraskurði í
Reykjavík að kvöldi 4.
janúar. Hún var átján merk-
ur og 54 sentimetrar og er
fyrsta barn þeirra Bryndísar
og Bjarna.
Fyrstu börnin á nýju ári líta ljósið Fékkstu þér nýtt sófasettfyrir jólin? Vantar þig ekki
að losna við gamla settið?
Okkur vantar smekklegan
hornsófa eða sófasett. Upp-
lýsingar í símum 869 9009
eða 868 0703.
Nokia 3310 GSM tapaðist
á gamlárskvöld á eyrinni á
Ísafirði. Upplýsingar í síma
456 5176.
Til sölu eru barnakojur
með nýjum dýnum. Uppl. í
síma 456 4102 á kvöldin.
Til leigu er bílskúr. Upp-
lýsingar í símum 456 3740
eða 866 7435.
Til leigu er 4ra herb. íbúð
á eyrinni á Ísafirði. Mjög
fallegt útsýni og húsaleiga
aðeins kr. 25 þús. á mán.
Íbúðin er laus. Uppl. gefur
Össur í síma 895 7155.
Óska eftir lítið notuðum,
negldum vetrardekkjum,
14", 185x70. Upplýsingar í
síma 861 7845.
Blár Ericson GSM farsími
tapaðist á eða við gamla
sjúkrahústúnið 6. janúar.
Finnandi hafi samband við
Halldór í símum 456 4560
eða 456 5222.
Óska eftir að kaupa Abslider
magabana. Uppl. gefur Óli
í síma 456 3923.
Til leigu er 3ja herb. íbúð
á neðri hæð að Urðarvegi
49 á Ísafirði. Íbúðin er 94
m². Uppl. í síma 456 3547.
Góð íbúð að Stórholti 7 á
Ísafirði er til sölu eða leigu.
Hagstæð áhvílandi lán.
Laus nú þegar. Uppl. í síma
456 6249 og 897 6293.
Til sölu er nýlegur Tyco
kerruvagn. Selst ódýrt á kr.
15 þús. Upplýsingar í síma
848 6013.
Til sölu er Emmaljunga
kerra á kr. 15 þús. og Simo
keruvagn á kr. 15 þús.
Uppl. í síma 456 3143 eftir
kl. 17 á daginn.
Týndi lyklum af Skoda
Octavia í neðri bænum á
Ísafirði í vikunni fyrir jól.
Lyklarnir eru með fjar-
stýrði læsingu. Finnandi
vinsamlegast hafi samband
í síma 456 3305.
Til leigu er 100m², 4ra
herb. einbýlishús í miðbæ
Reykjavíkur. Lítill garður
með heitum potti. Sér bíla-
stæði. Leiguverð kr. 90 þús.
á mánuði án hita og raf-
magns. Laus strax. Upplýs-
ingar í símum 560 0078
eða 895 8149.
Til sölu eru tvö 35" notuð
nagladekk og felgur og tvö
ný ónegld dekk af sömu
stærð. Upplýsingar í síma
456 7109 á kvöldin.
Óska eftir að kaupa Orbi-
trekk (göngubraut). Uppl.
í síma 456 4244 á kvöldin.
Hefur einhver fundið Can-
on A5 Zoom, stafræna
myndavél ásamt fylgihlut-
um sem tapaðist á Ísafirði
17. nóvember sl. Hafið
samband í síma 894 8630.
Til sölu er Mobira NMT far-
sími með skráðu númeri.
Uppl. gefur Benedikt í síma
456 7000 og 456 7388.
Gerist
áskrif-
endur í
síma
456 4560