Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.01.2002, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 09.01.2002, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 Samkvæmt bráðabirgða- tölum frá Fiskistofu þá var landaður heildarafli á Vest- fjörðum 82.138 tonn á tíma- bilinu 1.janúar–30. nóvem- ber 2001. Er það 1.368 tonnum meira en á sama tímabili árið 2000. Stór hluti þessa afla er loðna sem landað var í Bolungarvík, eða 27.433 tonn. Mestur þorskafli kom á land á Ísafirði eða 6.629 tonn, á Patreksfirði 5.687 tonn og í Bolungarvík 5.531 tonn. Þorskafli á Vestfjörðum var í heild 32.181 tonn eða 1.434 tonnum minna en á síðasta ári. Heildarrækjuafli var 5.099 tonn sem er ívið meira en á sama tímabili í fyrra en þá var aflinn 4.910 tonn. Mest var landað af rækju í Súðavík, 2.130 tonnum, og á Ísafirði 1.268 tonnum. Steinbítsafli var mestur á Tálknafirði, 2.307 tonn, sem er talsverð aukning frá því í fyrra en þá var aflinn 1.865 tonn. Á Patr- eksfirði var landað 1.472 tonnum af steinbít en alls komu 7.853 tonn af steinbít á land á Vestfjörðum. Aflatölur Fiskistofu byggj- ast á upplýsingum sem berast frá löndunarhöfnum innan- lands og útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis. Allur afli er umreiknaður til afla upp úr sjó (óslægt). Þetta eru bráðabirgðatölur sem kunna að breytast þegar endurskoðun þeirra er lokið og þær hafa verið bornar saman við aðrar upplýsing- ar, m.a. eftir samanburð við upplýsingar sem Fiskistofa fær í vigtarskýrslum. Smávægileg aflaukning á síðasta ári Bráðabirgðatölur Fiskistofu um heildarafla á Vestfjörðum á tímabilinu 1. janúar til 30 nóvember 2001 Alls var tekið fyrir 581 mál hjá Héraðsdómi Vest- fjarða á síðasta ári á móti 486 málum árið á undan. Einkamál sem biðu af- greiðslu frá fyrra ári voru 22 (19 á árinu á undan), þar af 13 (8) munnlega flutt. Höfðuð voru 259 (231) ný einkamál og fóru 20 (34) í munnlega meðferð. Af- greidd voru 27 (29) einka- mál sem sættu munnlengri meðferð og 236 (199), sem sættu skriflegri meðferð. Í árslok voru 18 (22) óaf- greidd einkamál. Óafgreidd sakamál frá fyrra ári voru 8 (20) í ársbyrjun 2001. Höfðuð voru 258 (187) ný sakamál á árinu, þar af 96 (51) með ákærum, en 162 (136) með kröfu um ákvörðun viðurlaga með áritun á ítrekað sektarboð. Öllum málum af síðarnefndu tagi var lokið á árinu. Dómur gekk í 50 (34) ákærumálum á árinu, sæst var á viðurlög í 18 (11), en 19 (8) fengu aðra afgreiðslu, með því að vera sameinuð öðrum mál- um, afturkölluð eða vísað frá dómi. Í lok ársins biðu 17 (8) mál afgreiðslu hjá dómnum. Til meðferðar hjá dómnum voru 41 (43) krafa um gjald- þrotaskipti, þar af 1 (10) frá fyrra ári. Þar af vörð- uðu 23 (13) einstaklinga, en 18 (30) lögaðila. Tíu einstaklingar (5) og tíu lögaðilar (15) voru teknir til gjaldþrotaskipta á árinu, en fimm mál bíða afgreið- slu. Öðrum málum lauk með því að þeim var ýmist vísað frá eða felld niður. Til afgreiðslu í öðrum málaflokkum komu 24 (35) ný mál. Engin mál í þeim málaflokki biðu af- greiðslu í árslok á móti tveimur málum árið á und- an. Málum fjölgaði um 95 á síðasta ári Héraðsdómur Vestfjarða Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði þar sem Héraðsdómur Vestfjarða er til húsa. Bolfiskfrystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Með mesta aflaverð- mætið á síðasta ári Frystitogari Hraðfrysti- hússins-Gunnvarar hf. í Hnífs- dal, Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er eftir því sem næst verð- ur komist, með hæsta afla- verðmæti bolfiskfrystitogara á síðasta ári. Aflaverðmætið er 1.100 milljónir króna (CIF). Aflinn upp úr sjó var 4.860 tonn, sem er 702 tonnum minna en á síðasta ári, en þá var stór hluti aflans úthafs- karfi, en í ár aðallega þorskur og grálúða. Aflinn fékkst á 10 mánuð- um, því á árinu fóru 6 vikur í verkfall og 2 vikur í slipp. Í áhöfn skipsins eru 25 sjó- menn, en stöðugildi háseta af heildaraflanum nemur um 11,5 milljónum króna. Allir yfirmenn skipsins eru eina veiðiferð á sjó og aðra í landi og sama er að segja um flesta hásetana. Aflahlutur hvers manns um borð er því á bilinu 5,7 milljónir til 11,5 eftir stöð- um þeirra. Skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni er Gunnar Arnórsson. Eftir því sem næst verður komist kom Mánaberg ÓF frá Ólafsfirði næst á eftir Júlíusi með um 1.064 milljóna króna aflaverðmæti. Baldvin Þor- steinsson EA frá Akureyri, sem var með mesta aflaverð- mætið árið 2000, var með um 970 milljóna króna aflaverð- mæti, eins og Arnar HU frá Skagaströnd en alls veiddi skipið um 5.250 tonn á síðasta ári. Vinnsluskipið Vilhelm Þorsteinsson EA frá Akureyri bar hins vegar á land verð- mætasta afla allra íslenskra fiskiskipa á síðasta ári en alls nam verðmæti aflans, um 54.300 tonna, um 1.340 millj- ónum króna. Uppistaða afla skipsins var síld. Júlíus Geirmundsson ÍS 270.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.