Bæjarins besta - 09.01.2002, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 7
Prófkjör í
Ísafjarðarbæ
Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna
í Ísafjarðarbæ hefur að höfðu samráði við
kjörnefnd ákveðið að framlengja framboðs-
frest vegna fyrirhugaðs prófkjörs til þriðju-
dagsins 15. janúar kl. 20:00.
Framboðum skal skilað til formanns kjör-
nefndar, Unnar Brár Konráðsdóttur, Aðal-
stræti 24, 400 Ísafirði, sem veitir allar nán-
ari upplýsingar í síma 862 4241.
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins
í Ísafjarðarbæ
Stúdentaráð Háskóla Íslands
Stúdentaráð Háskóla Ís-
lands hefur leitað eftir sam-
starfi við Ísafjarðarbæ um
stuðning við nemendur sem
kjósa að vinna að rannsóknum
á landsbyggðinni. Telur stúd-
entaráð að slíkar rannsóknir
geti reynst mjög verðmætar
fyrir byggðarlögin og sé öflug
rannsóknarstarfsemi um allt
land brýn nauðsyn til þess að
blómlegt atvinnulíf fái þrifist
sem víðast á landsbyggðinni.
Í bréfi stúdentaráðs til bæj-
arráðs Ísafjarðarbæjar kemur
fram að innan skamms verður
settur á laggirnar sérstakur
styrktarsjóður fyrir stúdenta
við Háskóla Íslands. Sjóður-
inn heitir „Þekking stúdenta í
þágu þjóðar“ og er markmið
hans að gefa stúdentum við
skólann aukin tækifæri til að
vinna að rannsóknar- og þró-
unarverkefnum á landsbyggð-
inni. Sjóðurinn er tilrauna-
verkefni til eins árs og fjár-
magnaður með framlagi frá
Byggðastofnun, öðrum stofn-
unum, fyrirtækjum og ein-
staklingum. Að ári verður
árangur átaksins metinn og
ákveðið hvort rétt sé að fram-
hald verði á því.
Telur stúdentaráð nauðsyn-
legt að skapa stúdentum aukin
tækifæri til að stunda rann-
sóknir um allt land og sé það
mögulegt með því að tryggja
þeim fjárhagslega styrki, hús-
næði, vinnuaðstöðu og greið-
an aðgang að tækjabúnaði.
Þess vegna hefur stúdentaráð
leitað eftir samstarfi við sveit-
arfélög og stofnanir um ýmiss
konar stuðning við þá stúd-
enta sem vilja vinna verkefni
er tengjast þeirra byggðalög-
um.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
mun hafa tekið vel í óskir stúd-
enta.
Vill samstarf við Ísafjarðar-
bæ um eflingu rannsókna
Heiðar Snær Línason og Ingibjörg Edda Guðmunds-
dóttir fórust í eldsvoðanum á Þingeyri aðfaranótt föstu-
dagsins 4. janúar sl., ásamt syni sínum Leon Erni
Hreiðarssyni sem er í fangi föður síns. Myndin er
tekin 7. júní 2001 á brúðkaupsdegi þeirra.
Ljósmynd: Urður Skúladóttir.
Þau sem fórust
í eldsvoðanum
á Þingeyri
Þau sem létust í eldsvoða að Aðalstræti 49 á
Þingeyri aðfaranótt föstudags hétu Hreiðar Snær
Línason, 22ja ára, Ingibjörg Edda Guðmunds-
dóttir, 20 ára, og Leon Örn Hreiðarsson, tæplega
tveggja ára.
Föðurnum tókst að bjarga syni þeirra á fjórða
ári út úr húsinu og fór síðan aftur inn til að reyna
að bjarga konu sinni og yngra barninu. Hann
átti ekki afturkvæmt út en eldsprenging mun
hafa orðið í íbúðinni eftir að hann fór inn aftur.
Foreldrar Hreiðars og systir bjuggu á efri hæð
hússins og komust þau út heilu og höldnu.
Sameiginlegur fundur atvinnumálanefndar og menningarmálanefndar
Fundað í Faktorshúsinu
Sameiginlegur fundur at-
vinnumálanefndar og
menningarmálanefndar Ísa-
fjarðarbæjar var haldinn í
Faktorshúsinu í Hæsta-
kaupstað í gær. Ákveðið var
að þessar tvær nefndir myndu
halda fyrsta fund ársins saman
og ræða ýmisleg sameiginleg
mál enda ekki ósjaldan sem
starf þessara tveggja nefnda
skarast.
Þótti nefndarmönnum til-
valið að hittast í hinu forn-
fræga Hæstakaupstaðarhúsi
sem nú hefur gert glæsilega
upp af þeim Magnúsi Alfreðs-
syni og Áslaugu J. Jensdóttur.
Húsið hefur fengið nýtt
hlutverk sem kaffihús og
fengu nefndarmenn að
smakka á nýja kaffinu og
að sjálfsögu var einnig ljúf-
fengt meðlæti á borðum.
Spurningakeppni framhaldsskólanna að hefjast
Menntaskólinn með lið
í keppninni Gettu betur
Menntaskólinn á Ísafirði
er meðal þeirra skóla sem
skráðir eru til leiks í Gettu
betur, spurningakeppni
framhaldsskólanna sem
hefst nk. föstudagskvöld.
Þá verða háðar þrjár fyrstu
viðureignirnar í beinni út-
sendingu á Rás 2.
Lið Menntaskólans frá Ísa-
firði keppir þó ekki fyrr en
viku seinna, föstudaginn 18.
janúar, og eru andstæðingarnir
frá Menntaskólanum á Egils-
stöðum. Fyrirkomulag keppn-
innar er þannig að fyrstu tvær
umferðirnar fara fram á Rás 2
en þau lið sem komast áfram
keppa síðan til úrslita í Ríkis-
sjónvarpinu.
Í liði Menntaskólans á Ísa-
firði eru þau Herdís Anna Jón-
asdóttir, Gísli Rúnar Harðar-
son og Benedikt Hreinn Ein-
arsson en Fjölnir Ásbjörns-
son, kennari og guðfræðing-
ur, hefur verið þeim innan
handar við æfingar fyrir
keppnina. Undanfarin ár
hefur liði skólans hefur ekki
gengið sem best og því
spennandi að sjá hvort að
ekki verði einhver breyting
þar á núna í ár.