Bæjarins besta - 09.01.2002, Page 12
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk
Íslensk verðbréf hf. og Lífeyrissjóður Vestfirðinga í samstarf
Starfsstöð opnuð á
Ísafirði innan skamms
Íslensk verðbréf hf. og Líf-
eyrissjóður Vestfirðinga hafa
gengið frá samkomulagi um
að Íslensk verðbréf hf. annist
stýringu á hluta verðbréfa-
eignar Lífeyrissjóðs Vestfirð-
inga. Í framhaldinu er stefnt á
að auka samstarf þessara aðila
enn frekar. Íslensk verðbréf
hf. munu opna starfsstöð á
Ísafirði innan skamms og
verður aðsetur félagsins í hús-
næði Sparisjóðs Vestfirðinga
á Ísafirði. Íslensk verðbréf hf.
var stofnað árið 1987 og er í
eigu sparisjóða og lífeyris-
sjóða víðsvegar um land,
þ.m.t. Lífeyrissjóðs Vestfirð-
inga. Íslensk verðbréf hf. er
með höfuðstöðvar sínar á Ak-
ureyri og er eina löggilta verð-
bréfafyrirtækið utan höfuð-
borgarsvæðisins.
„Þetta eru góð tíðindi og
ætti samningurinn að vera
báðum aðilum til hagsbóta
auk þess sem vestfirðingar
ættu að hafa nokkurn hag af
honum í formi aukinnar þjón-
ustu á sviði verðbréfavið-
skipta á svæðinu. Nokkur
önnur verkefni eru í burðar-
liðnum fyrir starfsstöðina sem
ættu að renna styrkari stoðum
undir öfluga starfssemi á veg-
um félagsins á Ísafirði. Við
höfum gert samskonar samn-
inga og verið er að gera við
Lífeyrissjóð Vestfirðinga við
Lífeyrissjóð Norðurlands og
einnig hafa verið gerðir nokkr-
ir samningar við aðra lífeyris-
sjóði um sérgreind eignasöfn
á undanförnum mánuðum,“
sagði Sævar Helgason, fram-
kvæmdastjóri Íslenskra verð-
bréfa hf.
„Markmiðið með þessu
samstarfi við Íslensk verðbréf
hf. m.a. að byggja upp öfluga
fjármálaþjónustu á Vestfjörð-
um ásamt því að fela sérfræð-
ingum á verðbréfamarkaði
umsýslu á eignum Lífeyris-
sjóðs Vestfirðinga. Með þess-
um samningi tryggjum við
grundvöll fyrir opnun starfs-
stöðvar á vegum Íslenskra
verðbréfa hf. á Ísafirði og sá
grundvöllur ætti að leiða af
sér betri fjármálaþjónustu fyr-
ir bæði sparifjáreigendur og
fyrirtæki og stofnanir á svæð-
inu,“ sagði Guðrún Guð-
mannsdóttir, framkvæmda-
stjóri Lífeyrissjóðs Vestfirð-
inga.
Vestfirðir
Tvö ár frá því
að bb.is hóf
göngu sína
Á föstudag voru rétt tvö
ár liðin frá því að frétta-
vefur Bæjarins besta hóf
göngu sína. Fyrsta fréttin
var sett inn á vefinn þriðju-
daginn 4. janúar 2000 kl.
18.15.
Markmiðið var í upp-
hafi að setja að jafnaði
fjórar fréttir inn á vefinn
hvern virkan dag eða alls
um tuttugu á viku. Það
markmið hefur náðst og
rúmlega það. Jafnframt
var bb.is ætlað að veita
ýmsa þá þjónustu sem
slíkur vefur getur veitt.
Þeir sem að vefnum
stóðu og standa enn reikn-
uðu aldrei með því að fjár-
hagslegur ábati yrði af
rekstri hans, enda hefur
svo ekki verið. Frekar má
tala um metnað og áhuga
á því að styðja við sjálfs-
mynd þeirra sem enn búa
hér vestra og þá mynd sem
aðrir gera sér af þeim. Í
þessum mánuði, jafnvel
eftir eina til tvær vikur, er
þess að vænta að hér á
vefnum birtist allmikil
frétt sem varðar hann
sjálfan.
Bolungarvík
„Demants-
síld“ landað
Nótaskipið Elliði GK
kom til Bolungarvíkur á
laugardag og landaði eitt-
hvað um þrjátíu tonnum
af bráðfallegri síld en ligg-
ur nú inni í brælu.
Gamlir síldarskipstjór-
ar í Víkinni lifnuðu allir
við, þeirra á meðal Hálf-
dán Einarsson sem sagði
að þetta væri sannkölluð
demantssíld eins og það
var orðað í eina tíð. Hluti
af síldinni var tekinn í
beitu, eða eins og menn
gátu tekið við í geymslu,
en mestur hlutinn fór í
bræðslu.
Mikill handagangur var
á bryggjunni þegar verið
var að landa síldinni enda
er þetta ekki algengur við-
burður í Bolungarvík hin
síðari árin.
Mjög fjölmenn minningar-
og bænastund var haldin í
kirkjunni á Þingeyri síðdegis
á laugardag vegna hins
hörmulega slyss sem varð þar
í bænum aðfaranótt föstudags.
Séra Guðrún Edda Gunnars-
dóttir sóknarprestur gekkst
fyrir þessari samverustund í
félagi við Theodóru Hreins-
dóttur lækni. Tónlistarflutn-
ingur var í höndum Margrétar
Gunnarsdóttur píanóleikara.
Á eftir var opið hús og kaffi
í Slysavarnahúsinu á Þingeyri
og var svo einnig á sunnudag.
Einnig hefur kirkjan verið
höfð opin. Atburður þessi hef-
ur haft djúp áhrif á allan brag
á Þingeyri enda má heita að
allir séu meira og minna
tengdir í litlum bæ.
Séra Guðrún Edda er í
námsleyfi syðra í vetur en kom
vestur til að sinna fólkinu sínu
þegar fréttist af slysinu. Hún
verður áfram á Þingeyri um
sinn og hafa þær Theodóra
læknir verið reiðubúnar til
áfallahjálpar hvenær sem þess
hefur verið óskað.
Ekki var efnt til flugelda-
sýningar og blysför á Þingeyri
á sunnudag í tilefni þrettánd-
ans, eins og venja hefur verið.
Í staðinn var komið saman
framan við íþróttamiðstöðina,
kveikt á kertum og haldin stutt
þagnarstund. Þar var gríðar-
mikið fjölmenni eða líklega
hátt í þrjú hundruð manns við
þessa virðulegu og hátíðlegu
athöfn. Þau sem fórust voru
oft á þessu svæði við íþrótta-
miðstöðina í frítímum sínum
enda börnin snemma farin að
skreppa í sundlaugina og
íþróttasalinn og Hreiðar Snær
heitinn var starfsmaður mið-
stöðvarinnar. Að tillögu séra
Guðrúnar Eddu verða jólaljós-
in á Þingeyri látin lifa viku
lengur en venja er til. Þannig
verður skammdegið lýst upp
á þessum erfiðu tímum í minn-
ingu þeirra sem létust.
Bæjarsorg á Þingeyri eftir slysið hörmulega í eldsvoðanum
Þeirra sem létust minnst
Frá hinni fjölmennu minningar- og bænastund sem haldin var í Þingeyrarkirkju síðdegis á laugardag.
Senn tekur
bb.is miklum!
breytingum