Bæjarins besta - 24.07.2002, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 3
Framkvæmdir við hafskipabryggjuna á Flateyri
Ný þekja bætir að-
stöðuna til muna
„Það eru mestar fram-
kvæmdir hér á Flateyri og mér
sýnist að flestar gröfur á norð-
anverðum Vestfjörðum séu að
vinna hérna. Þetta er aðal stað-
urinn,“ sagði Einar Halldórs-
son, gröfumaður frá Ísafirði,
við fréttaritara flateyri.com
þar sem hann vann að undir-
búningi þess að steypt verði
þekja á hafskipabryggjuna á
Flateyri.
Það er verktakafyrirtækið
Eiríkur & Einar Valur ehf. á
Ísafirði sem annast fram-
kvæmdirnar. „Þetta sem ég er
að grafa núna er fyrir húsi
undir ljósamastur og svo þarf
að grafa fyrir lögnum, raf-
magni og vatni. Þetta er þó
nokkur framkvæmd og á að
klárast í haust,“ segir Einar á
meðan hann föndrar við að
grafa upp gamla olíuleiðslu.
Mikil bót mun verða af því
að fá þekjuna steypta og munu
nú löndunarmenn ekki lengur
þurfa að hossast á lyfturum á
ósléttu yfirborði bryggjunnar.
Þó höfnin sé stór kemur iðu-
lega fyrir að nota verði hana
alla þegar tugir báta landa á
sama tíma. Hafnaraðstaða á
Flateyri verður eftir þetta með
því besta sem þekkist enda er
á staðnum flotbryggja og smá-
bátahöfn auk hinnar stóru haf-
skipabryggju þar sem eru þrír
löndunarkranar fyrir smærri
báta. Vatn og rafmagn er með-
fram öllum bryggjuköntum og
aðstaða því til fyrirmyndar.
Magnús Sigurður Jónsson, skólastjóri Grunnskóla Suðureyrar:
„Harma þá neikvæðu umfjöll-
un sem skólinn hefur fengið“
Ekki eru meiri vandræði við
skólahald í grunnskólanum á
Suðureyri en gengur og gerist
í öðrum skólum að sögn
Magnúsar Sigurðar Jónsson-
ar, skólastjóra. „Ég harma þá
neikvæðu umfjöllun sem ver-
ið hefur um skólann og mót-
mæli því harðlega að hér sitji
fólk aðgerðarlaust ef vanda-
mál koma upp,“ segir Magn-
ús.
Talsverðar deilur hafa stað-
ið um skólahald á Suðureyri
síðustu vikur í kjölfar ákvörð-
unar fræðslunefndar Ísafjarð-
arbæjar þess efnis að flutn-
ingur grunnskólanema milli
skólahverfa verði héðan af
ekki heimill. Þetta mun gert
til þess að framfylgja þeirri
stefnu sveitarfélagsins að
skólar á grunnskólastigi verði
starfandi í öllum byggða-
kjörnum þess, en átta súgfirsk
ungmenni hafa numið við
Grunnskólann á Ísafirði und-
anfarin misseri og umsóknir
um skólavist þar á næsta
skólaári liggja fyrir frá ellefu
nemum til viðbótar. Þótti
fræðslunefndarmönnum slík-
an flótta nemenda frá grunn-
skólanum á Suðureyri líkleg-
an til þess að grafa undan
skólahaldi þar og var því
ákveðið að haga málum á
þennan hátt.
Ekki var tekið fram í bókun
fræðslunefndar hvort þeir átta
súgfirsku nemendur sem þeg-
ar hafa fengið inni við GÍ
fengju að ljúka skólagöngu
sinni á Ísafirði, en í bréfi sem
foreldrum þeirra barst frá GÍ
kom fram að „allir grunn-
skólanemendur til heimilis á
Suðureyri (Súgandafirði) sem
hafa verið skráðir í GÍ eða
hafa sótt um skólavist í GÍ
fyrir næsta skólaár, skuli
sækja skóla á Suðureyri frá
og með næsta skólaári nema
sérstakar ástæður hamli.“
Í grein frá foreldrum barn-
anna er birtist á bb.is telja þeir
fram ástæður þess að þeir óska
þess að börn sín sæki Grunn-
skólann á Ísafirði. Þar segir
m.a: „Ástæða brottflutnings
á sínum tíma var sú að skólinn
hér sinnti ekki þeim skyldum
sem á hann eru lagðar í dag.
Einelti var viðvarandi, kennar-
ar eða starfsmenn skólans
gerðu ekkert í því að koma í
veg fyrir það, sérkennslu
ábótavant. Kennarar töluðu
niður til krakkana og upp-
nefndu þau með orðum eins
og sauður, asni og vitleysing-
ur.“ Bréfið er undirritað af Jóni
Arnari Gestssyni, Burkna
Dómaldssyni, Violettu Mariu
Leskooska og Agneeseke Am-
brozoh.
Magnús S. Jónsson segir
að sér þyki ákvörðun fræðslu-
nefndar um flutning milli
skólahverfa eðlileg, enda hafi
lengi legið fyrir að eitthvað
þessu líkt þyrfti að gera til
þess að skilgreina skólahverf-
in í Ísafjarðarbæ. „Ennfremur
kemur skýrt og greinilega
fram í bréfi GÍ til foreldra
þeirra átta barna er um ræðir,
að flutningur væri heimill
kæmu sérstakar ástæður til.
Eins og fram kemur í bréfi
þeirra Burkna og Jóns á bb.is,
þá voru sérstakar ástæður fyrir
flutningi þeirra barna til Ísa-
fjarðar á sínum tíma. Því átti
áframhaldandi skólavist fyrir
börnin í GÍ að vera auðsótt,
þar sem þau höfðu stundað
nám sitt þar síðustu tvö árin.
En þeir, því miður, kjósa hins-
vegar að nota ákvörðun fræð-
slunefndar sem átyllu til þess
að veitast að skólanum á Suð-
ureyri með þessum hætti. Ég
hélt að þeirra mál hefðu verið
leyst fyrir tveimur og þremur
árum, þegar börn þeirra fengu
skólavist í Grunnskólanum á
Ísafirði.”
Magnús segir ekki sitt að
svara því sem kemur fram í
bréfinu. „Þær alhæfingar og
fullyrðingar sem koma þar
fram eiga hinsvegar ekki við
rök að styðjast og ég harma
þær. Að sjálfsögðu koma upp
ýmis vandamál í skólastarfi,
hér líkt og annars staðar, en
þá er mikilvægt að foreldrar
og skólayfirvöld taki saman
höndum um að leysa þau.Gott
samstarf heimilis og skóla er
forsenda þess að vandamál
verði leyst,“ segir Magnús.
Ástæður þess að svo margir
súgfirskir foreldrar kjósa að
senda börn sín til náms á Ísa-
firði segir Magnús vera marg-
þættar og hann hafi ekki feng-
ið skýringar á þeim öllum,
enda hafi ekki verið gerð krafa
um slíkt til þessa. Hann bendir
einnig á að af þeim ellefu
börnum sem sóttu um skóla-
vist á Ísafirði fyrir komandi
vetur sé einn nemandi sem
mun koma til með að sækja
sérdeild og tveir sem eru að
flytja frá Suðureyri. „Jafn-
framt hefur fram komið
ástæða flutnings hjá foreldr-
um fjögurra barna og hún er
sú að sérkennslu á Suðureyri
er ábótavant, að þeirra mati.
Það gefur einnig auga leið að
í svona litlu samfélagi hefur
það mikil áhrif á fólk þegar
umfjöllun um skólann er með
þeim hætti sem hún hefur
verið, samanber bréf Jóns
Arnars og Burkna. Líklega
hafa þeir ekki legið á þessari
skoðun sinni síðan þeir fluttu
börn sín í GÍ og er slíkur mál-
næsta vetur verða í 10. bekk
og þar gætu auknir valmögu-
leikar ráðið einhverju um. Í
kjölfar breyttra áherslna í
grunnskólanámi byggist
skólavist nemenda í níunda
og tíunda bekk æ meir upp á
valfögum og nema þau nú tíu
tímum á viku. Við erum ekki
jafn vel í stakk búin og stærri
skólar til þess að þjónusta
börnin hvað þetta varðar. Ég
hef ekkert legið á þeirri skoð-
un minni að ég tel að betra
væri að nemendur níunda og
tíunda bekkjar á Suðureyri
sæktu sitt nám til Ísafjarðar.
Þá fengju nemendur fjöl-
breyttara val og ef til vill yrði
það þeim hvatning til þess að
stunda menntaskólanám á Ísa-
firði þegar þau eru kunnug
félagslífinu þar og jafnöldrum
sínum.“
Magnús vill sem minnst
segja varðandi þær ásakanir
er komið hafa fram á netspjalli
bb.is. „Ég tel það ekki réttan
vettvang til að leysa jafn við-
kvæm mál og skólamál eru.
Ég held að kennarar og starfs-
fólk Grunnskólans á Suður-
eyri vinni af samviskusemi
og trúnaði að velferð barn-
anna. Meginmarkmiðið með
skólahaldinu er vitaskuld að
börnin séu höfð í fyrirrúmi og
menntun þeirra.“ segir Magn-
ús S. Jónsson, skólastjóri
Grunnskólans á Suðureyri.
flutningur engum skóla til
framdráttar. Mér þykir þó und-
arlegt, ef skólinn hefur jafn
marga ókosti og þeir segja, að
Jón Arnar ætlar að láta yngsta
barn sitt hefja skólagöngu á
Suðureyri næsta haust.
Margt fleira gæti komið til
og valdið þessari aukningu á
flutningum, til dæmis má
nefna að samgöngur milli Ísa-
fjarðar og Súgandafjarðar hafa
batnað til muna á síðustu ár-
um. Tveir nemendur sem
sækja um skólavist á Ísafirði
Magnús Sigurður Jónsson.
bb.is
vestfirskt
dagblað
á netinu!