Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.07.2002, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 24.07.2002, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 Stakkur skrifar Þú skalt á Suðureyri! Netspurningin Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Spurt var: Ætlar þú á útihátíð um verslunarmanna- helgina? Alls svöruðu 444. Já sögðu 56 eða 12,61% Nei sögðu 346 eða 77,93% Óvíst sögðu 42 eða 9,46% Niðurstöður mælinga og þakkir til hjúkrunarfræðinga Jóhann Kárason, formaður Félags hjartasjúklinga á Vestfjörðum skrifar ,,Góður göngutúr í sumarblíðunni hressir alla og kætir“ Laugardaginn 8. júní s.l. var boðið upp á mælingu á blóð- þrýstingi og blóðfitum (heild- arkólesteróli) ásamt útreikn- ingi á líkamsþyngdarstuðli, á heilsugæslustöð Heilbrigðis- stofnunar Ísafjarðarbæjar. Var mælingin í boði Félags hjarta- sjúklinga á Vestfjörðum í til- efni aðalfundar félagsins, í samvinnu við Landssamtök hjartasjúklinga og SÍBS. Fyrir hönd ofangreindra að- ila vil ég þakka þeim sjö hjúkr- unarfræðingum er stóðu að mælingunum en framkvæmd þeirra og fyrirkomulag tókust með miklum ágætum. Einnig vil ég þakka fyrir þá góðu að- stöðu sem við fengum á heilsugæslustöðinni. Sam- skonar mælingar hafa farið fram víða um landið en er það mál manna að sjaldan hafi jafn vel tekist til og nú. Niðurstöður úr þessum mælingum liggja nú fyrir. Rétt er að geta þess að niðurstöður mælinganna voru á engann hátt persónugreinanlegar. Á þeim fjórum klukkutímum sem mælingarnar stóðu yfir komu alls 103 gestir. 72 konur og 31 karl, á aldrinum 21 til 88 ára. Meðalaldur var 52 ár. Þegar á heildina er litið má segja að mælingarnar á blóð- þrýstingi og kólesteróli hafi komið vel út. Efri mörk blóð- þrýstings voru að meðaltali 126.5 mmHg og neðri mörkin 77 mmHg. Æskilegt er að vera sem næst 120 mmHg í efri mörkum og 80 mmHg í þeim neðri. Gildið á heildar- kólesteróli var að meðaltali 4.93 mmol/L en æskilegt er að vera undir 5 – 5.5 mmol/L. Þegar skoðaður er munur milli kynja kemur í ljós að karlarnir voru að jafnaði með hærri blóðþrýsting en konurnar með hærri gildi á kólesteróli. Af þeim 103 sem voru mældir greindust tæp 13 % með háþrýsting en einungis ein þeirra reyndist vera ný greining. 59 % gestanna reyndust vera með heildarkól- esteról undir 5 mmol/L, 27 % með 5 – 6 mmol/L og 14 % með yfir 6 mmol/L. Hjá sam- tals 10 einstaklingum var um áður óþekkta hækkun á kól- esteróli að ræða. Þessi góða útkoma á gildum blóðþrýst- ings og kólesteróls gæti að einhverju leiti falist í því að rétt tæpur helmingur gestanna notaði að jafnaði blóðþrýst- ings- og / eða blóðfitulækk- andi lyf. Niðurstöður útreikninga á líkamsþyngdarstuðli (BMI) voru ekki eins jákvæðar. Þar reyndust fæstir vera í kjör- þyngd eða samtals 24 %. 43 % gestanna flokkuðust í of- þyngd og 33 % áttu við offitu að stríða. Algengara var að karlar væru í ofþyngd á meðan konurnar reyndust í fleiri til- vikum vera ýmist í kjörþyngd eða með offitu. Ég vil nota hér tækifærið þakka fyrir góða þátttöku í mælingunum og hvetja fólk til þess að nota sumarið til að huga að heilsunni. Góður göngutúr í sumarblíðunni hressir alla og kætir og styrkir hjarta- og æðakerfið. Auk þess vil ég benda á blóðþrýstings- mælingu og ráðgjöf hjúkrun- arfræðings á heilsugæslustöð- inni, fyrsta mánudag hvers mánaðar, milli kl. 17 og 19, öllum að kostnaðarlausu. Vegna verslunarmannahelgar- innar verður næsta mæling 12. ágúst n.k. Að lokum vil ég óska þeim níu hjúkrunarfræðingum er út- skrifuðust frá Háskólanum á Akureyri í Ísafjarðarkirkju þann 17. júní s.l. hjartanlega til hamingju og óska þeim vel- farnaðar í starfi. Það er ánægjulegt til þess að vita að þær hafi allar átt þess kost að starfa hér í byggðarlaginu. Skemmtileg tilviljun að það skildi einmitt vera Ísfirðing- urinn Þórarinn Sigurðsson deildarforseti heilbrigðis- deildar HA, er lengi átti heima hér, sem brautskráði þær við hátíðlega athöfn. Varðveit hjarta þitt því þar er uppspretta lífs þíns ! Fyrir hönd Félags hjarta- sjúklinga á Vestfjörðum, Landssamtaka hjartasjúkl- inga. Jóhann Kárason. Sveitarstjórnir eru sá þáttur stjórnsýslunnar sem gjarnan er talað um í sömu andránni og nauðsyn þess að færa ákvaraðanatöku nær íbúum sveitarfélaganna. Nú er svo komið að sveitarstjórnir bera ábyrgð á rekstri grunnskóla eftir að sá verkþáttur var fluttur frá til þeirra frá ríkinu. Ýmislegt hefur verið rætt um þann tilflutning enda mátti öllum vera ljós sú staðreynd að sveitarfélög á Íslandi eru mjög misjöfn að gerð. Íbúafjöldi þeirra er frá nokkrum tugum til þess að telja á annað hundrað þúsund. Á Vestfjörðum er nú svo komið að heildarfjöldi íbúa nær ekki átta þúsundum. Enn eru sveitarfélögin þar þó 11 talsins. Ísafjarðarbær er hið fjölmennasta og tekur til svæðis sem áður taldi þegar mest lét 11 sveitarfélög. Fyrir sameiningu 1996 voru þau þó aðeins sex. Snæfjallahreppur hafði áður sameinast Ísa- fjarðarkauspstað og Auðkúluhreppur sömuleiðis Þingeyrarhreppi. Enn fyrr hafði Eyrarhreppur sameinast Ísafirði og Grunnavíkurhreppur Snæfjallahreppi og síð- ar var eyðihreppurinn Sléttuhreppur lagður undir Ísafjörð. Hvað hefur þessi þróun að gera með flutning grunnskólanas til sveitarfélaganna? Svarið er einfalt. Til þess að vera fær um taka að sér verkefni þurfa sveitarfélögin að hafa burði og getu til þess að ráða fram úr vandamálum og viðfangsefnum sem upp koma. Krafa íbúa til þjónustu grunnskólans hefur heldur vaxið við flutninginn. Deilur þær sem nú eru uppi sýnast glöggt dæmi um það. Foreldrar barna á Suður- eyri sætta sig ekki við þá ákvörðun skólayfirvalda í Ísafjarðarbæ að grunnskólabörn þar eigi að sækja skólann á Suðureyri og megi því ekki sækja grunnskólann á Ísafirði. Sú ákvörðun að gera grunnskólanemendum á Suðureyri skylt að sækja skólann þar er að mörgu leyti skiljanleg. Meðan grunnskóla er haldið uppi þar er það eðlileg tilætlun sveitarstjórnar að grunnskólanemendur á Suðureyri sæki skólann á staðnum. En af hverju nú? Ef litið er til þess að átta börn þaðan hafa sótt skólann á Ísafirði undanfarin ár verður þessi tilskipan eftitektarverð. Ekki er að sjá að neitt hafi breyst nema ef vera skyldi að aukin ásókn nemenda frá Suðureyri sé í Grunnskólann á Ísafirði. Nú munu vera átján Suðureyrarbörn sem óska grunnskólagöngu á Ísafirði. Tvennt vekur sérstaka athygli. Hið fyrra er að skólastjórinn á Suðureyri virðist koma af fjöllum. Hið síðara er er fullyrðing þeirra foreldra sem nú lýsa óánægju sinni með breytt fyrirkomulag. Þau segja fullum fetum að ekki sé tekið á einelti í grunnskólanum á Suðureyri. Einelti er nú orðið viðurkennt vandamál og enn fremur talið hafa áhrif til framtíðar á þau börn sem fyrir því verða. Sérfræðingar telja að taka þurfi á þessu mikla vandamáli strax og af fullri alvöru. Hvað sem öðru líður er brýnt að skólayfirvöld upplýsi hvað er á ferðinni og skýr svör fáist við því hvort ekki skuli ríkja jafnræði með nemendum grunnskóla í Ísafjarðarbæ óháð búsetu. Fullyrðing stendur gegn fullyrðingu, en með hag grunnskólans og nemenda hans að leiðarljósi verður að upplýsa málið. Ögurballið haldið um helgina Hið árlega Ögurball verður haldið á laugardag. Böll þessi hafa ætíð þótt nokkuð sérstök, ekki síst fyrir þær sakir að ballgestir fá rabbabaragraut með rjóma á miðjum dansleik. Að sögn Leifs Halldórsson- ar, annars tveggja skipuleggj- enda dansleiksins, er það hús- freyjan í Ögri, María Guðröð- ardóttir, sem eldar grautinn. „Það munu allir fá góðan skammt af graut á ballinu“, segir Leifur. Undanfarin ár hefur hefð skapast fyrir því að menn sigli að Ögri og leggi þar bátum sínum. Skipuleggjendur dans- leiksins vona að sem flestir sjá sér fært að sigla, því bátar á legufæri gefa Ögri skemmti- legan blæ. Að þessu sinni munu Þórunn og Halli leika fyrir dansi í samkomuhúsinu í Ögri. Um 200 manns mættu á ballið í fyrra og er búist við svipaðri aðsókn í ár. Boðið upp á rabbabara- graut og rjóma Ögur við Ísafjarðardjúp. Júlíus Geirmundssyni kom til hafnar á Ísafirði á mánudag með um 230 tonn af afurðum eftir 24 daga að veiðum á Hamp- iðjutorginu. Verðmæti aflans, sem samanstendur að mestu af grálúðu, er 60 milljónir króna. Skipstjóri í veiði- ferðinni var Ómar Ellerts- son. Áætlað er að Júlíus haldi aftur til veiða á föstu- dag. Andey kom til hafnar í Súðavík á sunnudag með 33 tonn af rækju og Fram- nesið kom á mánudag með um 38 tonn. Ísafjörður Júlíus með 60 milljón króna afla- verðmæti

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.