Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.07.2002, Qupperneq 1

Bæjarins besta - 24.07.2002, Qupperneq 1
Sitja við ritstörf í ver- búð Norðurtangans – sjá viðtal við hjónin Hrafn Jökulsson og Guðrún Eva Mínervudóttir í miðopnu Miðvikudagur 24. júlí 2002 • 30. tbl. • 19. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Veffang: www.bb.is • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk ISSN 1670 - 021X Vestfirðir Sjö sækjast eftir skatt- stjórastólnum Sjö umsóknir bárust um stöðu skattstjóra Vest- fjarðaumdæmis en um- sóknarfrestur um stöðuna rann út þann 14. júlí sl. Umsækjendur eru Álf- heiður D. Gunnarsdóttir, Björn Jóhannesson, Guð- rún Björg Bragadóttir, Ól- afur Páll Gunnarsson, Pét- ur Björnsson, Valdimar Tómasson og Þórir Jó- hannesson. Fjármálaráðherra mun skipa í stöðuna um næstu mánaðarmót til fimm ára frá og með 1. september. Bolungarvík Ólafur ráðinn fram á haust Ráðningarsamningur Ólafs Kristjánssonar bæj- arstjóra Bolungarvíkur hefur verið framlengdur til 31. október . Þetta var sam- þykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar Bolungar- víkur þann 10. júní sl. að tillögu Elíasar Jónatans- sonar, forseta bæjarstjórn- ar. Þar kom fram að Ólafur hefur lýst sig reiðubúinn til að starfa með nýjum bæjarstjóra og setja hann inn í starfið sé þess óskað. Fundurinn var sá síðasti fyrir sumarfrí bæjarstjórn- ar, en á meðan á því stend- ur hefur bæjarráð umboð bæjarstjórnar. Næsti reglu- legi fundur bæjarstjórnar er fyrirhugaður 29. ágúst. Fjárskaði að Hólum í Dýrafirði Tæplega 70 lömb fæddust andvana á bænum Hólum í Dýrafirði í maí. Ástæða fjár- skaðans er rakin til smits frá köttum. Nokkur fjöldi katta hafði verið á bænum fram að þessu en þeir fengu fljótlega að hverfa eftir að smitið kom upp. Friðbert Jón Kristjánsson, bóndi á Hólum, segir að katt- arsmit hafi komið upp víðar og valdið fjárskaða. „Kettirnir hafa verið á bænum í nokkurn tíma en þetta hefur aldrei kom- ið upp áður hjá mér. Mér skilst að smitið sé í öllum köttum og það hafi líka fundist í mannfólki“, segir Friðbert. Skaði Friðberts er mikill þar sem tryggingar ná ekki til fjár- skaða af þessu tagi. Hann hyggst þó athuga með styrk úr Bjargræðasjóði. Tæplega sjötíu lömb fæddust andvana vegna kattarsmits

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.