Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.07.2002, Síða 9

Bæjarins besta - 24.07.2002, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 9 Þorsteinn Másson, vélstjóri Hundrað hestafla gumpur „Þetta Benz merki fékk ég mér undir áhrifum áfeng- is veturinn 1998, þegar lista- smiðstöð Andrúms var enn við lýði í Hlíðarskjólshús- inu sælla minninga. Þannig var að ég var eitthvað að sniglast í kringum fólk sem var að fá sér húðflúr og lista- konan Gugga, sem hafði málaraaðstöðu í húsinu, vildi endilega fá að prófa tattó- græjurnar. Ég bauð mig fram eins og sannur herramaður og valdi Benz merkið vegna þess að ég hef alltaf verið dyggur aðdáandi bifreiða af þeirri gerð. Þegar ég tók þátt í Djúpu lauginni á Skjá einum nokkru síðar fékk alþjóð síðan að sjá tattóið og ég var í langan tíma eftir þekktur sem „strákurinn með benz merkið á rassinum“ meðal fólks sem vissi ekki hvað ég hét. Ég sé lítið eftir því að hafa fengið mér þetta húðflúr, finnst það reyndar fínt og svo er það líka á þannig stað að ég þarf sjaldan að horfa á það sjálfur. Ég myndi hinsvegar aldrei gera þetta í dag, orðinn eldri og reyndari maður“ Flúraðir Ísfirðingar Undanfarin ár og áratugi hefur sá forni ættbálkasiður að skreyta hörund sitt varanlega með aðstoð nála og bleks farið sigurför um hinn vestræna heim og skarta sífellt fleiri borgarar einhverskonar táknum á furðulegustu stöðum á líkamanum, sér og öðrum til yndisauka. Húðflúr eru ekki lengur aðeins fyrir siglda sjóara, mótor- hjólatöffara og indíána, heldur má finna þau meðal fólks af öllum stéttum og stigum þjóðfélagsins og gildir þá einu hvort rætt er um húsmæður á besta aldri eða bankastjóra. Ísfirðingar eru ekki síður glysgjarnir en aðrir. Með þá staðreynd í huga fór blaðið á stúfana og fékk að skoða nokkur athyglisverð húðflúr sem ýmsir bæjar- búar hafa komið sér upp. Lárus Daníelsson, kraftakappi Öl er aldrei böl „Ég fékk mér þetta húð- flúr fyrir nokkrum árum síð- an og hef ósjaldan kneyft frían mjöð eftir það, enda er þetta fyrirtaks auglýsing fyrir Egils öl og varanleg í þokkabót. Þannig var að umboðs- maður Egils á Ísafirði var á þeim tíma Rúnar nokkur Rafnsson, sem starfaði líka með mér í Sjallanum. Ég spurði hann eitt sinn af rælni hvort að hann gæfi mér ekki kassa af bjór ef ég tattóver- aði Egils lógóið á kálfann á mér og hann tók því furðu vel og sagðist til í tuskið. Ég hafði nú bara verið að grínast við hann, en fyrst hann sór að standa við samninginn vildi ég ekki minni maður vera og ákvað að slá bara til. Kassann fékk ég vita- skuld og síðan þá hefur mér nokkrum sinnum tekist að sníkja fríar Egils vörur út á húðflúrið. Ég sé ekki vitund eftir að hafa látið tattóvera lógóið á legginn á mér, ég hugsa að ég drekki nú bjór þegar ég verð eldri og Egils gerðin er í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Ísak Benjamínsson, kerfisstjóri Hentar vel til ýmissa athafna tattó á þessum stað og ég kvaldist mik- ið meðan húðflúr- arinn lauk sér af. Ég nenni ekkert að velta mér upp úr fortíðinni og sé þess vegna lítið eft- ir þessu. Svo finnst mér líka bara flott að sjá þetta í speglinum þegar ég er búinn í sturtu, flúrið er eiginlega orðið hluti af mér.“ „Þetta húðflúr er þannig tilkomið að ég sat við drykkju ásamt félaga mín- um og horfði á meðan á kvikmyndina „Mars at- tacks“, en í henni ganga ill- skeyttar geimverur um og tuldra „I come in peace“ milli þess sem þær skjóta jarðarbúa með geislabyss- um. Okkur félögunum fannst þetta eitthvað sniðugt og eltum stelpur niðri í bæ síðar um kvöldið með þess- um sömu orðum, án nokk- urs árangurs reyndar. Þetta sat í mér og nokkrum árum síðar fékk ég vin minn til þess að tattóvera þessa setningu rétt neðan við mittið á mér. Tattóið hefur vakið nokkra at- hygli síðan þá og fyrst eftir að ég fékk það voru allir voða forvitnir að vita hvað stæði þarna. Ég hélt því lengi fram að það þyrfti að koma með mér upp í rúm til þess að kom- ast í raun um það, en þar sem ég er ráðsettur maður þessa dagana get ég varla haldið því áfram. Það er sérlega sárt að fá sér Sigurvin Samúelsson, beitningamaður Hentug aðferð til að muna börnin heita „Ég lét tattóvera nöfn barnanna minna á hand- legginn fyrst og fremst til þess að undirstrika hve vænt mér þykir um hvert og eitt þeirra, þó ég segi stundum í gríni að þetta sé til þess að muna hvenær grislingarnir eiga afmæli og hvað þau heita. Það vantar reyndar tvö nöfn þarna á, því ég hef eignast tvær stelpur síðan, en ég á von á því að ég bæti þeim þarna á fyrr en síðar því ekki þykir mér minna vænt um þær. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um húðflúr og er með ein sjö slík dreifð um líkamann. Það fyrsta fékk ég í jólagjöf frá kon- unni minni árið 1995.“ Heiðrún Björnsdóttir, sjúkraliði Gamall draumur rættist „Ég var komin á fimm- tugsaldurinn þegar ég fékk mér mitt fyrsta og eina húð- flúr. Árið 1993 var ég stödd í Newcastle á Englandi ásamt eiginmanni mínum og áhöfn rækjutogarans Skutuls í helgarferð sem var farin fyrir hákarlasjóð skipsins. Einhverjir af sjóur- unum höfðu ákveðið að fá sér húðflúr á stofu sem var í bæn- um og þar sem mig hafði allt- af dreymt um að skarta einu slíku ákvað ég að skreppa bara með þeim. Þegar þangað var komið bað ég um að fá að vera síðust í röðinni, þar sem ég átti eftir að ákveða hvernig mynd ég vildi fá. Þegar komið var að mér að setjast í stólinn rak ég síðan augun í þessa mynd af stjörnumerkinu mínu og mér leist einna best á hana. Þarna gat ég látið gamlan draum rætast og þetta tók stutt af og var ekkert sérstaklega sárt. Því er ég sérstaklega ánægð með vatnsberann minn og er um þessar mundir að spá í því að fá mér jafnvel annað húðflúr. Húðflúrið vekur nokkra athygli vegna þess hve gömul ég var orðin þegar ég fékk mér það, en fólk er ekkert hneykslað. Ég held samt að einhverjir úr fjölskyldunni hafi átt erfitt með að kyngja þessu fyrst um sinn, þó að nú hafi allir sætt sig við þetta og flestum þyki þetta bara nokk- uð flott.“

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.