Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.11.2002, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 27.11.2002, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 3 Byggðasafn Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði Jón Þ. Þór flytur erindi um Ásgeirsverslun – elstu símtæki landsins jafnframt tekin fram til sýningar „Ásgeirsverslun og sjálf- stæðisbaráttan“ er heiti á er- indi sem Jón Þ. Þór sagn- fræðingur flytur í Tjöruhús- inu á Ísafirði á laugardag. Þetta verður þriðji og síðasti viðburðurinn sem Byggða- safn Vesfjarða stendur fyrir til að minnast þess að 150 ár eru liðin frá stofnun Ás- geirsverslunar, hins sögu- fræga og umsvifamikla fyr- irtækis á Ísafirði. Ásgeir kaupmaður Ásgeirsson eldri var stuðningsmaður og vel- gjörðamaður Jóns Sigurðs- sonar og þótti það nokkur kaldhæðni þegar Ásgeirs- verslun var lögð niður 30. nóvember 1918, daginn áður en Ísland varð fullvalda ríki. Jón Þ. Þór er höfundur stór- virkisins Saga Ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna, sem Sögufélag Ísfirðinga gaf út í fjórum bindum á sínum tíma. Í erindi sínu sem hefst kl. 16 á laugardag fjallar hann um tengsl Ásgeirsverslunar við Jón Sigurðsson og sjálfstæðis- baráttuna á 19. öld. Léttar veit- ingar verða á borðum fyrir þá sem þess óska. Við þetta tækifæri verða jafnframt tekin til sýningar hin gömlu talsímatæki Ásgeirs- verslunar. Árið 1889 lét fyrir- tækið leggja fyrstu símalínu á Íslandi og náði hún frá Fakt- orshúsinu í Neðstakaupstað upp í verslunarhúsið að Að- alstræti 15. Verk þetta vann Guðmundur Pálsson beykir á Ísafirði. Hann var einnig að verki þremur árum síðar, þegar sýslunefnd Ísafjarðar- sýslu lét að frumkvæði Skúla Thoroddsens sýslu- manns leggja talsímalínu eða „málþráð“ milli Ísa- fjarðar og Hnífsdals. Mætti Guðmundur með réttu kall- ast fyrsti íslenski símamað- urinn, þótt ekki hafi hann lært þau fræði sérstaklega. Þess má geta, að Ísland mun hafa verið eina landið þar sem talsími kom til sög- unnar á undan ritsíma. Fyrsti íslenski símamaður- inn, Guðmundur Pálsson beykir á Ísafirði. Akstur nemenda á Suðureyri til íþróttakennslu á Ísafirði Peningunum betur varið í lag- færingar á félagsheimilinu „Að mati undirritaðra er fyr- irhugaður akstur nemenda í íþróttahús á Ísafirði til íþrótta- kennslu óásættanlegur kostur, bæði fyrir nemendur og for- eldra. Stundaskrá nemenda raskast allverulega, auk þess sem tónlistarkennsla og ýmis skipulögð félagsstörf þeirra eru í uppnámi. Með lausn þessara mála til lengri tíma óskum við undirrituð eftir að byggingu íþróttahúss á Suð- ureyri verði hraðað“, segir í bréfi sem bæjarráði Ísafjarðar- bæjar barst frá forsvarsmanni Foreldrafélags Grunnskólans á Suðureyri og tveimur fulltrú- um í foreldraráði skólans. „Allverulegur kostnaður hlýst af fyrirhugðum akstri. Teljum við að fjármunum þeim væri betur varið til lag- færinga á félagsheimili Súg- firðinga svo hægt sé að kenna íþróttir þar til bráðabirgða, þ.e.þar til nýtt hús rís. Þá fer ýmis önnur starfsemi skólans fram í félagsheimilinu, svo sem diskótek, barnaskemmt- un, leiksýningar, danskennsla, öskudagsskemmtun o.fl. því enginn salur er í skólanum. Þá er rétt að minna á, að fé- lagsheimilið er nýtt fyrir aðra starfsemi ýmissa félaga og hvers konar mannamót og þarf því að vera í boðlegu standi. Félagsheimilið er menningar- hús og samkomustaður í hjarta bæjarins“, segir í bréf- inu. Samkvæmt heimildum blaðsins stóð foreldraráð Grunnskólans á Suðureyri ekki óskipt að þessu bréfi enda munu skiptar skoðanir um áherslur í þessum málum. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vís- aði erindi þessu til fræðslu- nefndar bæjarins en tók ekki afstöðu til þess. Bikarkeppni Sundsambands Íslands Vestri sigraði í 2. deildinni Sundfélagið Vestri sigraði 2. deild Bikarkeppni Sund- sambands Íslands 2002 um helgina eftir hörkukeppni við Óðin á Akureyri og Ung- mennafélag Laugdæla. Þar með vann Vestri sig upp í fyrstu deild á ný eftir langa bið. Keppnin var geysilega spennandi á lokasprettinum og skiptust félögin þrjú á að leiða síðari daginn. Sundfólk- ið úr Vestra náði hins vegar forystunni fyrir boðsundin og lét hana ekki úr hendi eftir það. „Þetta er glæsilegur árangur því að Vestri hefur ekki verið í 1. deild frá því árið 1991. Þetta var mjög hörð sund- keppni alla helgina. Vestri vill koma miklu þakklæti til allra þeirra sem gerðu þennan sigur að veruleika“, segir Ingi Þór Ágústsson, yfirþjálfari hja Sundfélaginu Vestra. Lið frá fimmtán félögum kepptu í annarri deildinni. Sundfélagið Vestri fékk 19.370 stig, Óðinn varð í öðru sæti með 18.793 stig og Laugdælir urðu í því þriðja með 18.590 stig. Í fyrra varð Vestri í 2. sæti í 2. deild en aðeins efsta liðið vinnur sig upp um deild. Húsfyllir var í Menningarmiðstöðinni Edinborg. Bókmenntadagskráin Opin bók Húsfyllir í Menningar- miðstöðinni Edinborg Opin bók, árleg bók- menntavaka Edinborgar á Ísafirði, var haldin á laugar- dag. Fullur salur áhorfenda fylgdist með upplestri séra Arnar Bárðar Jónssonar, dr. Más Jónssonar, Sigurbjarg- ar Þrastardóttur, Andra Snæs Magnasonar, Hörpu Jónsdóttur og Þorsteins Guðmundssonar. Að sögn Margrétar Gunnarsdóttur hjá Menningarmiðstöðinni Edinborg voru gestir jafnt sem fyrirlesarar ánægðir með daginn. „Þetta gekk vel og það var fullur salur af fólki í Edinborgarhúsinu“, segir Margrét. Már Jónsson sagnfræð- ingur flutti erindi og las upp úr bók sinni Til merkis mitt nafn. Sigurbjörg Þrastar- dóttir las úr verðlaunabók sinni Sólar sögu og séra Örn Bárður úr smásagnasafninu Íslensk fjallasala og fleiri sögur. Þá las Andri Snær úr nýrri bók sinni Lovestar, Þorsteinn Guðmundsson las úr Hundabókinni og Harpa Jónsdóttir úr barna- bókinni Ferðin til Samiraka, en fyrir hana hlaut hún Ís- lensku barnabókaverðlaun- in í ár. Nokkrir gestanna á bókmenntakynningunni. Eignarnám húsa vegna snjóflóðavarna í Bolungarvík Eigendum boðnir samningar með fyrirvara um dómsniðurstöður – Ofanflóðasjóður knýr bæinn til að fara með málið fyrir dómstóla Bæjarstjórn Bolungarvíkur býður þeim sem þurfa að sæta eignarnámi íbúðarhúsa sinna vegna fyrirhugaðra snjóflóða- varna í Bolungarvík að ganga til samninga á grundvelli mats Tryggva Guðmundssonar og Gunnars Torfasonar frá því í fyrravor. Eigendum húsanna er gert þetta boð „þar sem ljóst er að enn um sinn mun dragast að full málalok náist í þessu viðkvæma máli“. Áður- nefnt mat er mun lægra en síðara mat sem matsnefnd eignarnámsbóta gerði. Því mati vill Ofanflóðasjóður ekki una nema á það reyni fyrir dómstólum. Í bókun bæjarstjórnar segir jafnframt, að hún sjái sig knúna til að skjóta úrskurði matsnefndarinnar til dóm- stóla. Bæjarstjórnin gerir þann fyrirvara við tilboð sitt um samninga, að lokauppgjör fari eftir dómsniðurstöðum, hverj- ar sem þær verða. Eins og áður hefur komið fram hefur Ofanflóðasjóður stillt bæjaryfirvöldum upp við vegg í þessu máli. Sjóðurinn hefur ákveðið að greiða lög- bundna hlutdeild í lægra mat- inu á móti Bolungarvíkur- kaupstað en neitar að greiða samkvæmt úrskurði mats- nefndar eignarnámsbóta nema málið fari fyrir dómstóla. Hér veltur á nokkrum tugum millj- óna fyrir Bolungarvík.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.