Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.11.2002, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 27.11.2002, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 Fasteignaviðskipti Hef til sölu fasteignir víða á Vestfjörðum Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Atvinna Óskum eftir rafmagnstæknifræðingi eða rafvirkja til starfa. Þarf að hafa reynslu í hönnun og forritun á plc-stýringum. Óskum einnig eftir vönum stálsmiðum til starfa. Upplýsingar gefur Jóhann Jónasson í síma 456 5079 eða á staðnum. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 4. desember. Hátíð íslenskrar tungu í Grunnskólanum á Ísafirði Verðlaun veitt fyrir ljóð og sögur nemenda Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Grunn- skólanum á Ísafirði á föstu- daginn fyrir viku enda lítið um skólastarf á hinum eigin- lega hátíðisdegi sem var á laugardaginn. Deginum var m.a. fagnað með því að veita verðlaun fyrir þau verk sem þóttu skara fram úr í Smá- sagna- og ljóðasamkeppni skólans í síðasta mánuði. Keppnin var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári og þótti tak- ast með ágætum og stefnt er að því að hún verði árlegur viðburður í skólastarfinu framvegis. Allir nemendur skólans, að undanskildum fyrsta bekk, geta tekið þátt í keppninni. Þátttakan var mjög góð í öllum árgöngum nema hjá ungling- unum í 8.-10. bekk. Eflaust eru ýmsar skýringar á dræmri þátttöku þeirra, aðrar en skort- ur á hæfileikum. Menn bera við annríki, feimni og ýmsu fleiru sem vonast er til að unn- inn verði bugur á fyrir næstu keppni. Allir sigurvegararnir fengu veglega bók að launum eins og telja má við hæfi. Að sjálf- sögðu var tækifærið notað til að hampa öðrum sigurvegara úr annarri rithöfundakeppni, því að margir verðlaunahaf- arnir fundu í pakkanum sínum bókina Ferðin til Samiraka eftir Hörpu Jónsdóttur sem er kennari við Grunnskólann á Ísafirði og handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna árið 2002. Í smásagna- og ljóðakeppn- inni litu dagsins ljós mörg frambærileg verk, sem að- standendur keppninnar telja vel eiga erindi á prent, og verð- ur úrval þeirra ásamt verð- launaverkunum gefið út í kveri sem innan skamms verður fá- anlegt í Bókhlöðunni á Ísa- firði. Slíkt kver var gefið út á síðasta ári og er enn fáanlegt í skólanum fyrir 300 krónur. Andvirði kversins rennur óskipt í verðlaunasjóð, sem einnig er fjármagnaður með styrkjum frá fyrirtækjum. Að þessu sinni styrktu Sparisjóð- ur Vestfirðinga og Íslands- banki verðlaunasjóðinn. Í Grunnskólanum á Ísafirði er mikið keppnisfólk. Um leið og Smásagna- og ljóðasam- keppninni lauk í dag var Stóra upplestrarkeppnin sett en hún nær til allra nemenda í 7. bekk. Grunnskólinn á Ísafirði tekur nú þátt í henni í fjórða sinn en hún fer fram um allt land. Keppnin hefst ævinlega á Degi íslenskrar tungu og þar með hefst undirbúningur og þjálfun. Í lok janúar fer fram upplestrarkeppni innan hvers skóla og í mars munu Ísfirð- ingar keppa við jafnaldra sína frá Flateyri, Suðureyri, Þing- eyri, Súðavík og Bolungarvík. Þá verða valdir þrír sigurveg- arar sem hljóta peningaverð- laun. Markmiðið með Stóru upp- lestrarkeppninni er að allir sem einn leggi rækt við góðan upplestur og skýra framsögn, efli þannig sjálfsöryggi og búi fólk undir að flytja mál sitt fyrir hópi fólks. Á undanförn- um árum hafa nemendur Grunnskólans á Ísafirði náð ótrúlega góðum árangri í þeirri íþrótt. Afrakstursins var notið á hátíðinni á föstudag, því að nemendur sem sköruðu fram úr í upplestrarkeppninni á síð- asta ári lásu verðlaunaverkin í Smásagna- og ljóðasam- keppninni fyrir skólasystkini sín og gerðu það með miklum sóma. Á myndinni sem hér fylgir eru verðlaunahafarnir Guðrún Arnardóttir, Haukur Ingi- bjartsson, Andrés Hjörvar Sig- urðsson, Anna María Stefáns- dóttir, Linda Kristín Grétars- dóttir, Áslaug Aðalsteinsdótt- ir, Jóhanna María Sigmunds- dóttir, Hjörtur Ólafsson, Arnar Ingi Einarsson og Fjóla Aðal- steinsdóttir. Í hópinn vantar nokkra af verðlaunahöfunum en sumir voru veikir heima en aðrir farnir í íþróttatíma eða annað þegar myndin var tekin. Nöfn allra verðlaunaverka og verðlaunahafa eru hins vegar hér: Ljóðið Sólin eftir Guðrúnu Arnardóttur, 2.I. Sagan Spori eftir Hauk Ingibjartsson, 2.I. Ljóðið Sokkarnir eftir Andrés Hjörvar Sigurðsson, 3.Á. Sagan Konan og álfadrengur- inn eftir Önnu Maríu Stefáns- dóttur, 3.H. Ljóðin Fugla- söngur eftir Agnesi Ósk Marz- ellíusardóttur, 4.M, og Norð- urljós eftir Hermann S. Hreinsson, 4.M. Sagan Kalli á seglbretti eftir Snorra Sig- björn Jónsson, 4.B. Ljóðin Ljóð eftir Lindu Kristínu Grét- arsdóttur, 5.H, og Gulur penni eftir Daníel Örn Kristjánsson. Sagan Skrítni maðurinn eftir Áslaugu Aðalsteinsdóttur. Ljóðið Elding eftir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, 6.HG. Sagan Erfiður fjallgöngudag- ur eftir Hjört Ólafsson, 6.HG. Ljóðið Skaginn eftir Arnar Inga Einarsson, 7.B. Sagan Með ofurkrafta í einn dag eftir Fjólu Aðalsteinsdóttur, 7.S. Ljóðið Að eldast eftir Baldur Þ. Sigurlaugsson, 8.L. Ljóðið Lífið eftir Hildi Dagbjörtu Arnardóttur 10. MM. Sagan Blátt eftir Hildi Dagbjörtu Arnardóttur, 10. MM. Engin verðlaun voru veitt í 9. bekk enda var þátttaka lítil í þeim árgangi. Kátir krakkar í Grunnskólanum á Ísafirði með viðurkenningarnar sínar. Fjárfrekar lagfæringar á Þingeyrarkirkju Sóknarnefnd Þingeyrar- sóknar hefur leitað til bæjar- yfirvalda í Ísafjarðarbæ eftir fjárframlagi til endurbygg- ingar Þingeyrarkirkju. Upp- hæð er ekki tiltekin en „vís- að til hliðstæðu við framlög til Ísafjarðarkirkju undan- farin ár, að teknu tilliti til aðstæðna“. Í greinargerð með málaleitan sinni til bæj- aryfirvalda segir sóknar- nefndin: „Eins og háttvirtri bæjar- stjórn mun vera kunnugt voru á síðasta ári hafnar viðamiklar endurbætur og viðgerðir á sóknarkirkjunni á Þingeyri... Um nokkurt árabil hafa staðið til við- gerðir á kirkjunni, en ekki þótti fært að hefja þær fyrr en nokkurt fé lægi fyrir eða loforð um styrki. Klæðning sem sett var á kirkjuna fyrir rúmum áratug reyndist end- ingarlaus. Þak kirkjunnar, turn og klukknaport reynd- ust þarfnast gagngerðrar viðgerðar. Einnig er knýj- andi að fara að huga að end- urbótum innanhúss. Á árinu 2001 var ráðist í endurbætur utanhúss. Í sam- ráði við Húsafriðunarnefnd var smíðuð ný turnspíra á kirkjuna, ásamt trékrossi eins og var á henni í upphafi. Kostnaðurinn kominn yfir 20 milljónir króna Skipt var um þakjárn á henni, einangrun í þaki endurnýjuð og ný viðarklæðning sett. Í klukknaporti voru nokkrir burðarviðir endurnýjaðir og á það sett ný viðar- og járn- klæðning. Gluggar í því end- urnýjaðir. Hin gallaða klæðn- ing á veggjum kirkjunnar fjar- lægð og kirkjan múruð upp á nýtt í upphaflegri gerð. Að lokum skal þess getið, að í fárviðri sem gekk yfir á síðasta hausti skóf rokið svo grjót úr götunni, að göt komu á nær 30 rúður í gluggum á suðvesturhlið kirkjunnar, þar sem á götuna var ekki þá kom- ið bundið slitlag. Aðeins bráðabirgðaviðgerð hefur far- ið fram á þeim. Það er sam- dóma álit sérfræðinga Húsa- friðunarnefndar ríkisins, sem og sóknarinnar, að vel hafi tekist til og kirkjan nú eins lík sinni upphaflegu gerð og kost- ur er. Kostnaður við þessa endur- byggingu er orðinn veru- legur og mun meiri en áætl- að var í upphafi. Ljóst er að svo fámennur söfnuður sem Þingeyrarsöfnuður verður lengi að greiða hann upp. Þrátt fyrir góða styrki frá Húsafriðunarsjóði og Jöfn- unarsjóði kirkna er söfnuð- urinn með umtalsverða skuld. Framkvæmdum er heldur engan veginn lokið. Ólokið er að ganga frá umhverfi kirkjunnar og skipta um gler í gluggum. Þá stendur fyrir dyrum að huga að viðhaldi innanhúss, sem þó verður ekki farið í fyrr en áður- nefndar skuldir eru upp- greiddar. Á árinu 2001 var viðgerðarkostnaður kr. 20.870.324, auk þess komu nokkrir reikningar á árið 2002, sem ekki er búið að taka saman.“ Undir erindið rita, auk sr. Guðrúnar Eddu Gunnars- dóttur, sóknarprests, þau Sigríður Helgadóttir, Ragn- ar Ólafur Guðmundsson, Sigurða Pálsdóttir, Þorbjörg Gunnarsdóttir og Bergur Torfason. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fjallaði um ofangreint erindi sóknarnefndar á fundi sín- um í síðustu viku. Þingeyrarkirkja.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.