Bæjarins besta - 27.11.2002, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 15
Móðurfjölskylda Sonju á Þingeyri. Frá vinstri: Svanfríður Ólafsdóttir Wendel, María móðir
Sonju, Harald og faktor Friðrik Wendel. Myndin er tekin skömmu eftir aldamót. (Ljósm. SW).
Ísafirði hafði leigt Stekkeyri
af Hesteyrarbændum nokkr-
um árum fyrr. Nokkuð var um-
rætt í sveitinni hvers vegna
þeir leigðu landið en nú var
skýringin fundin. Eigendur
Ásgeirsverslunar höfðu end-
urleigt landið til norskra hval-
fangara sem hófu uppbygg-
ingu á verksmiðju til að bræða
hvalspik. Framkvæmdin
hleypti miklum og áður
óþekktum krafti í atvinnulífið
í sveitinni. Stjórnendur Ás-
geirsverslunar höfðu eftir allt
saman vitað sínu viti. Þeir
höfðu séð að Stekkeyri var
ákjósanlegur staður, ekki síst
vegna þess hve þar var að-
djúpt.
Þremur árum síðar færðist
enn meira fjör í atvinnulífið
þegar Danir hófu rekstur í
næsta firði. Árið 1897 leigði
Hansína amma Dönum Mel-
eyri, hluta af landi Marðar-
eyrar undir hvalstöð. Leigu-
takinn var Dansk Hvalfangst
og Fiskeriaktieselskab. Það
framtak ekkjunnar á Marðar-
eyri, að leigja útlendingum
land undir hvalstöð, vakti
mikla athygli en hún náði með
þessu að skapa sér og börnum
sínum viðurværi. Pabbi sagði
mér frá þessu framtaki móður
sinnar. Mér þótti amma sýna
með þessu að henni var ekki
fisjað saman og þrátt fyrir að
hún byggi afskekkt sýndi hún
með þessu framsýni og við-
skiptavit. Hún kunni að grípa
tækifærin þegar þau gáfust.
Stöðin á Meleyri var þó frum-
Hansína amma ásamt barnabörnum á Hesteyri sumarið 1929. Sonja þáði góð ráð frá
ömmu sinni sem voru leiðarljós hennar fyrir lífstíð. Í fremstu röð fyrir miðri mynd er
Sonja, upptekin af litlum frænda. (Ljósm. ME).
stæð í samanburði við þá sem
var rekin í næsta firði, á Stekk-
eyri og mun færra fólk starfaði
á Meleyri.
Árið 1903, sex árum eftir
að reksturinn hófst, var ákveð-
ið að leggja hvalstöðina niður.
Þremur árum eftir að hval-
vinnslan hætti á Meleyri brá
amma búi og flutti til Hest-
eyrar. Eflaust hefur henni þótt
vistin á Marðareyri dauf eftir
að verksmiðjunni var lokað.
Marðareyri stendur undir
brattri fjallshlíð og landnytjar
eru sáralitlar. Afkoman hlaut
því að ráðast að mestu af sjó-
sókn en ekki landbúnaði.
Amma sá því þann kost
vænstan að flytja til Hesteyrar
þar sem pabbi og Þorvaldur
bróðir hans reistu henni hús.
Á Hesteyri stóð góðærið
vegna hvalveiðanna lengur
eða í tæpa tvo áratugi. Árið
1927 hófu Norðmenn að
bræða þar síld og seinna tók
Kveldúlfur í Reykjavík, fyrir-
tæki Thors Jensens, við rekstr-
inum. Hann og pabbi voru þá
góðir vinir og viðskiptafélagar
og deildu sameiginlegum
áhuga á Jökulfjörðum. Árið
1940 var slökkt undir kötlun-
um á Stekkeyri í síðasta sinn
og þar með lauk ævintýrinu í
Jökulfjörðum sem hófst með
komu Norðmanna. Hansína
amma slapp við að horfa upp
á þá hnignun sem kom í kjöl-
farið því að hún lést sjö árum
áður en verksmiðjunni var
lokað.
Móðurafinn var
danskur verslunar-
stjóri á Þingeyri
Pabbi bjó í sínum uppvexti
við ólíkt óblíðari kjör en
mamma sem var kaupmanns-
dóttir. Á Marðareyri var lífs-
baráttan hörð og glíman við
náttúruöflin stöðug. Fiskur var
bjargræðið og hrausta menn
þurfti til að sækja sjó þaðan.
Fólk gerði sér grein fyrir hætt-
unum sem fylgdu búsetu
þarna því að oft sneru menn
ekki aftur úr róðri.
Mamma hét Marie Emelie
Wendel frá Þingeyri við Dýra-
fjörð, fædd 18. október árið
1888 og dáin í Bandaríkjunum
23. nóvember árið 1981.
Mamma var dóttir Friðriks
Wendel og Svanfríðar Ólafs-
dóttur Wendel. Friðrik afi var
fæddur í Danmörku, í Slésvík-
Holstein sem síðar varð hluti
af Þýskalandi. Hann var skírð-
ur Fritz en á Íslandi notaði
hann nafnið Friðrik. Afi minn
var verslunarstjóri Grams-
verslunar á Þingeyri sem var
á þeim tíma mikil virðingar-
staða. Mamma þekkti ekki
nema af afspurn þá hörku sem
pabbi ólst upp við því að hún
var alin upp við allsnægtalíf.
Friðrik afi hafði áður verið
kvæntur danskri konu, Inge-
borg A. D. Wendel, en hún
lést á Þingeyri og var grafin
þar. Þau áttu sjö börn sem þá
urðu móðurlaus. Hið yngsta
þeirra, Harriet Emilia, var
aðeins tíu mánaða. Næst-
yngsta barnið, Adolf Her-
mann, var tveggja ára.
En elst barna Friðriks afa
og Ingeborgar var Christian
Adolf. Þessi hálfsystkini
mömmu settust að erlendis
og flest þeirra bjuggu í Noregi
þar sem þau komu sér vel fyrir.
Christian Adolf varð þekktur
verslunarmaður í Ósló og
bróðir hans, Adolf Hermann
Wendel, lagði einnig fyrir sig
viðskipti þar en hann var ekki
síður þekktur sem glaumgosi.
Ég átti eftir að hafa góð
kynni af fjölskyldu Christians
Wendel í Noregi og það fólk
reyndist mér vel. Sérstaklega
varð Ilse, dóttir hans, mér ná-
komin. Hún hafði gifst Þjóð-
verja og sest að í Wiesbaden í
Þýskalandi þar sem þau
bjuggu við góð efni þar til
seinni heimsstyrjöldin skall á
með öllum sínum hörmung-
um.
Faktorinn fór
sínar eigin leiðir
Einhver áform voru um að
koma ekkjumanninum afa
mínum í hjónaband aftur.
Hann fékk ráðskonu úr
Reykjavík og vonuðust vinir
hans til að þau tækju saman.
En það fór á annan veg því að
faktorinn fór sínar eigin leiðir.
Nokkru eftir að Ingeborg fakt-
orsfrú lést tók afi upp ástar-
samband við íslenska vinnu-
konu sem var þrjátíu árum
yngri. Þetta var Svanfríður Ól-
afsdóttir, amma mín. Hún varð
bústýra afa og gekk yngstu
börnum hans í móðurstað.
Faktorinn gerði Svanfríði
vinnukonu sinni barn sem var
vatni ausið og skírt Marie
Emelie. Ekki þótti öllum við
hæfi að sjálfur faktorinn tæki
svo niður fyrir sig að ganga
að eiga óbreytta vinnukonu.
Ég geri ráð fyrir að afi hafi átt
í nokkrum vanda áður en hann
tók endanlega ákvörðun um
að ganga að eiga alþýðu-
stúlku. En hann lét hjartað
ráða för.
Svanfríður vinnukona var
send til Kaupmannahafnar til
að læra heldri manna siði og
þau afi gengu síðan í hjóna-
band. Árið 1880 fæddist þeim
sonurinn Harald, móðurbróðir
minn. Hann var yngstur níu
barna faktorsins.
Þegar mamma var að alast
upp fóru hálfsystkini hennar
eitt af öðru að heiman til náms
og starfa. Á Þingeyri voru
mikil umsvif hjá Gramsversl-
un og það var draumur margra
fátækra drengja á Vestfjörðum
að fá þar vinnu. Pabbi var
heppinn því að hann fékk
vinnu sem búðarstrákur þar
skömmu fyrir aldamótin
1900. Víst má telja að það
hafi létt á búi Hansínu ömmu
þegar hann fór að heiman til
að sjá fyrir sér sjálfur.
Pabbi og mamma
Mamma mín, María Wend-
el, var á barnsaldri þegar pabbi
hóf störf hjá föður hennar,
enda var á þeim níu ára ald-
ursmunur. Ég hugsa að Þor-
valdur, bróðir pabba, sem var
verslunarmaður hjá Grams-
verslun, hafi haft áhrif á að
litli bróðir hans var ráðinn til
starfa þar sem sendill.
Pabbi undi vel hag sínum á
Þingeyri og bjó þar og starfaði
um árabil. Hann hafði gott
viðskiptavit sem varð til þess
að hann var hækkaður í tign
hjá Gramsverslun. Kornungur
var hann kominn til metorða
hjá afa og hafði sannað sig í
starfi. Mikil verslun var á
Þingeyri um aldamótin og er-
lend fiskiskip sóttu þangað
þjónustu. Í þá daga var þar
alþjóðlegt andrúmsloft, meðal
annars stunduðu Ameríkanar
umfangsmiklar lúðuveiðar út
af Vestfjörðum. Sjómennirnir
komu frá Boston á austur-
strönd Bandaríkjanna og þeim
fylgdu menningarstraumar,
ólíkir því sem þorpsbúar
höfðu áður kynnst. Á Fram-
nesi, við norðanverðan Dýra-
fjörð gegnt Þingeyri, var á
sama tíma hvalverksmiðja
sem fylgdu mikil umsvif.
Pabbi var ekki ókunnugur
útlendingum áður en hann
kom til Þingeyrar því að al-
gengt var að franskir skútu-
karlar kæmu að landi á Horn-
ströndum og í Jökulfjörðum
og ættu viðskipti við heima-
menn. Stundum urðu til ást-
arsambönd sem sum hver báru
ávexti og franskt, danskt,
norskt og bandarískt blóð
blandaðist því vestfirska. Í
mörgum tilvikum voru börn
sem þannig komu undir ekki
feðruð en yfirbragðið leyndi
sér ekki. Pabbi hafði gaman
af að segja mér sögur frá þess-
um tímum á Vestfjörðum.
Hann sagði mér að andrúms-
loftið hefði þá á stundum verið
alþjóðlegra þar en í Reykja-
vík.
Pabbi átti um tíma í ástar-
sambandi við stúlku á staðn-
um en þegar mamma komst á
legg sleit hann því. Sagan seg-
ir að Friðrik afa hafi ekki litist
á þróun mála framan af.
Mamma var eftirlætið hans
og eflaust hefur henni verið
ætlaður annar ráðahagur. Hún
gantaðist stundum með að hún
hafi þurft að berjast fyrir því
að pabbi yrði samþykktur.
Pabba tókst með dyggri að-
stoð mömmu að sannfæra afa
minn og ömmu um að hann
væri rétta mannsefnið fyrir
dóttur þeirra. Sem dæmi um
það traust sem afi fékk á pabba
var að hann tók við faktors-
starfinu um hríð eftir að afi
hætti störfum.
Friðrik afi var menntaður í
verslunarfræðum frá Ham-
borg og líklegt er að hann hafi
lagt að verðandi tengdasyni
sínum að feta svipaða slóð.
Auðvitað vildi pabbi umfram
allt mennta sig og fara út í
heim og trúlegt er að afi hafi
ekki þurft að hvetja hann
mikið í þeim efnum.
Ungu hjónin fóru ekki
peningalaus til útlanda því að
afi studdi rausnarlega við bak-
ið á þeim. Þá sagði pabbi mér
að hann hefði lagt nokkuð fyr-
ir af launum sínum í því skyni
að afla sér menntunar. Niður-
staðan varð sú að þau ákváðu
að taka sig upp og flytja til
útlanda. Pabbi yfirgaf því
Þingeyri ásamt verðandi eig-
inkonu sinni og þau sneru
þangað ekki aftur nema sem
gestir.
Mikið var um dýrðir þegar
systkinabrúðkaup var haldið
í Ósló þann 17. september árið
1907 en þá gengu pabbi og
mamma í hjónaband og Adolf
Wendel, hálfbróðir mömmu,
gekk að eiga Esther, ekkju
Christians bróður síns. For-
eldrar mínir hófu síðan sam-
búð í Danmörku. Auk stuðn-
ings frá afa má telja víst að
þau hafi notið stuðnings ætt-
ingja mömmu í Danmörku,
Noregi og Þýskalandi. Pabbi
var þá 29 ára en mamma var
komin fast að tvítugu. Þau
settust að í Kaupmannahöfn
og eignuðust íbúð við Brede-
gade skammt frá konungs-
höllinni.
Pabbi var alla tíð þakklátur
afa fyrir stuðninginn. Hann
hafði dugnaðinn í blóðinu en
ættartengsl mömmu gerðu
honum kleift að læra það sem
hugur hans stóð til.
Reyndar er það dálítið
fyndið og í takt við tíðarand-
ann að enginn reiknaði með
að mamma lærði neitt annað
en að stjórna heimili. Hún
sagði mér að sig hefði alltaf
langað til að læra hjúkrun eða
læknisfræði en það var ekki
til umræðu. Konum var ekki
ætlað annað hlutskipti en að
ala önn fyrir eiginmanni og
börnum og hún fylgdi pabba
hlýðin. Mamma var aldrei sátt
við að hafa ekki fengið tæki-
færi til náms og hún hvatti
mig óspart til þess að láta ekki
hjá liggja að afla mér mennt-
unar.
Náin vinátta Sonju og Johns Loeb stóð í meira en hálfa öld.
Lubbi setti Sonju á fastar mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur og
hún var ein af tuttugu erfingjum hans. Hér eru þau saman
á góðri stund. (Ljósm. SZ).