Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.04.2001, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 11.04.2001, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 Ennþá slær ungmennafé- lagshjartað í Bolungarvík Benedikt Sigurðsson beitir og þjálfar, beitir og þjálfar ... Benedikt Sigurðsson hefur stundað þjálfun hjá Sunddeild Ungmennafélags Bolungarvíkur í vetur og sinnt því starfi af miklum dugnaði og áhuga. Fljótlega fjölg- aði verulega þeim krökkum sem æfa sundið í Bolungarvík og þess vegna fékk hann Sólveigu systur sína til liðs við sig til að annast yngstu hópana. Fyrir skömmu fóru fjórar sundstúlkur úr Bol- ungarvík á Innanhússmeistara- mót Íslands í Vestmannaeyjum og var Sunddeild UMFB þar með langyngsta liðið eða á aldrinum 11-14 ára. Illa hefur haldist á sundþjálfur- um í Bolungarvík á liðnum árum og þar með hefur vantað samfellu í sundþjálfunina. „Menn koma og fara og þeir hafa kannski verið eitt eða tvö ár og svo enginn á milli“, segir Benedikt. „Það er mjög slæmt að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt.“ ára, sonur Sigurðar B. Hjartar- sonar (Sigga Hjartar) í Bol- ungarvík sem aftur er sonur Hjartar heitins Stapa á Ísafirði, sem flestir kannast við. Móðir Benedikts er Kristín Karvels- dóttir (Stína Karvels), dóttir Karvels Pálmasonar fyrrum alþingismanns. Á sumrin stundar Benedikt sjómennsku en beitir á veturna. Þess vegna fer hann mjög snemma til vinnu á morgnana, eða yfirleitt milli fimm og sex, en þá er vinnudagurinn yfirleitt búinn um þrjúleytið. Benedikt var um sex ára skeið á rækjunni með föður sínum en fór síðan á hraðfiskibátaveiðar á sumr- in. Á síðasta sumri var hann á Núp frá Blönduósi, flottum spíttara, segir hann. „Ég hef róið á klikkkerfinu eða stresskerfinu svokallaða undanfarin sumur, þ.e. daga- kerfinu. Þetta kerfi gerir mann hálfgeðveikan. Maður þarf að vera úti í sólarhring í einu og þess vegna orðinn heldur slappur þegar komið er heim úr róðri. Þetta er stöðugt stress þegar maður er ekki á sjó, að fylgjast með veðrinu sólar- hring fram í tímann. Það mætti breyta þessu kerfi í klukku- tímakerfi eins og oft hefur ver- ið rætt um.“ Mikið er um aðkomubáta í verstöðinni Bolungarvík en þaðan hafa á undanförnum ár- um róið jafnvel milli sextíu og sjötíu bátar yfir sumarið. Benedikt er bjartsýnn á fram- tíðina í Bolungarvík, svo framarlega sem ýsan og stein- bíturinn verða ekki sett í kvóta. „Ef það verður gert, þá er allt búið hér. Maður getur aldrei vitað hverju þeir sem ráða taka upp á.“ Dagurinn tekinn snemma Þegar við Benedikt spjöll- um saman heima hjá honum við Hafnargötuna er klukkan að ganga sex að morgni. Hann þarf bráðum að fara að beita. Eins og vænta má eru konan hans og sonur þeirra ennþá sofandi. Kona Benedikts heit- ir Fjóla Bjarnadóttir, Bolvík- ingur að uppruna eins og hann, og sonurinn sem er að verða fimm ára heitir Sigurður Bjarni eins og afinn í föður- ættina. Svo er von á frekari fjölgun í lok ágúst í sumar. Auk húsbóndans er aðeins einn annar af „heimilisfólk- inu“ á fótum. Það er tíkin Lukka Dís, kolsvört og vin- gjarnleg af Labradorkyni. Hún er nauðalík Nökkva, leitar- hundinum hans Jóns Bjarna lögregluvarðstjóra í Bolung- arvík. Reyndar munu þau hafa átt fremur náin kynni sem leitt hafa til fjölgunar svartra Labradorhunda. Gott morgunkaffi skiptir miklu fyrir þá sem eru í beitn- ingunni í Bolungarvík. „Það tíðkast ekkert að fara í mat eða kaffi“, segir Benedikt, „menn beita bara þangað til það er búið.“ Konur og útlendingar Við fáum okkur meira kaffi. Benedikt segir að það hafi far- ið mjög í vöxt á síðustu árum að kvenfólk sé í beitningunni. „Núna eru þær kannski þrjátíu til fjörutíu prósent og það lætur nærri að þriðji hver mað- ur í beitningunni hér sé útlend- ingur. Konurnar geta vel beitt. Þær eru handfljótar og oft sneggri en karlarnir. Sérstaklega eru Pólverjarnir og Tælendingar- nir afburðaduglegir. Þetta fólk er bara komið hingað til að vinna og hlífir sér aldrei.“ Vantar 25 m laug Íþróttaaðstaðan í heild í Bolungarvík verður að teljast mjög góð, ekki síst ef miðað er við stærð byggðarlagsins. „Það sem vantar aftur á móti“, segir Benedikt, „hvort sem það er hér eða á Ísafirði eða annars staðar hér á norður- svæðinu, er 25 metra keppnis- laug. En þetta er mjög erfitt þegar sveitarfélögin eru pen- ingalaus. Nú hefur verið ákveðið að halda Landsmót UMFÍ 2004 hér á norðursvæði Vestfjarða. Þá er að sjá hvað gert verður, hvort komið verð- ur upp laug til frambúðar eða bráðabirgðalaug sem svo verður rifin, eins og gert var á Húsavík. Það er líka dýrt að reka svona laug.“ „Bara einhver Vestfjarðamet“ Á sínum tíma var mikill kraftur í Sunddeild Bolungar- víkur. Bolvíkingar voru löng- um með eitt besta lið eða allra besta lið á landinu í yngri ald- urshópum. Þegar Benedikt er Þetta ásamt brottflutningi fólks úr Bolungarvík hefur valdið því, að ungum iðk- endum sundsins hefur fækkað og margt af ungu og efnilegu sundfólki hefur hætt æfingum. Í vetur hefur sundkrökkunum sem stunda reglulegar æfingar hjá Sund- deild UMFB hins vegar fjölg- að mjög. „Þegar ég tók við voru liðlega 20 í deildinni en núna erum við Sólveig með 37, þar af 21 í yngri hóp, níu ára og yngri, og 16 í eldri hóp, 10 ára og eldri.“ Reyndar er allur sundhópurinn mjög ung- ur miðað við það sem almennt gerist hjá sundfélögum. Þrotlausar æfingar Yngri hópurinn æfir þrisvar í viku en eldri hópurinn sex sinnum í viku. Æfingarnar hjá eldri krökkunum eru frá kl. hálf sex til sjö á kvöldin, sex daga vikunnar. Auk þess er þrisvar sinnum í viku farið í þrekæfingar og farið út að hlaupa. Þannig má segja að æfingarnar hjá þeim eldri séu níu sinnum í viku. „Þegar ég var að æfa, þá var æft bæði á morgnana og kvöldin. Þá hafði Sunddeildin laugina út af fyrir sig á æfingum. Núna er plássleysi og við fáum ekki mikið af lauginni. Við þyrftum að hafa alla laugina á æfingum eins og Vestri á Ísafirði hefur á sínum æfingum“, segir Benedikt. Hann segir að Sundlaug Bolungarvíkur sé almennt nokkuð vel sótt og tiltölulega mikið af Ísfirðingum. „Þeim þykir hún betri en Sundhöllin á Ísafirði. Aðstaðan hér er mun betri, t.d. eru hér góðir heitir pottar. En þó að laugin á Ísa- firði sé kannski ekki slæm, þá er hún orðin nokkuð gömul og aðstaðan eftir því.“ Hins vegar eru laugarnar í Bolung- arvík og á Ísafirði jafnlangar eða 16,67 metrar. Rær á sumrin, beitir á vetrum Benedikt Sigurðsson er 26 Fjölmenn flutningshátíð hjá 3X-Stáli á Ísafirði Nýja húsnæðið gjör- breytir allri aðstöðu Um 150 manns komu í flutningsfagnað hjá 3X- Stáli ehf. á Ísafirði síðdegis á föstudags. Meðal þeirra sem fluttu ávörp í fagnað- inum var Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar. 3X-Stál er nú flutt í helmingi stærra húsnæði í stórhýsinu við Sindragötu 5 þar sem Niðursuðuverk- smiðjan hf. var á sínum tíma. Frá því að fyrirtækið keypti húsið í vetur hafa verið gerðar þar umfangsmiklar breytingar. Björgunarfélag Ísafjarðar annaðist hreinsun hússins en fyrirtækin Ágúst og Flosi, Rafskaut og Áral sáu um breytingarnar. Að sögn Jóns Páls Hreinssonar, mark- aðsstjóra, eru forsvarsmenn hjá 3X-Stáli mjög bjartsýnir á framtíðina. Nýja húsnæðið gjörbreytir allri aðstöðu starfsmanna. Þarna verður einnig til húsa fyrirtækið Rennex, sem er í eigu 3X-Stáls og starfsmanna sjálfra og hefur á að skipa nýjum og fullkomnum tölvu- stýrðum rennibekk. Fram- kvæmdastjóri Rennex er Steingrímur Einarsson renni- smiður. Eigendur 3X-Stáls eru Jó- Eigendur 3X-Stál ehf. F.v. Jóhann Jónasson, Albert Högnason og Páll Harðarson. 15.PM5 19.4.2017, 09:2710

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.