Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.04.2001, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 11.04.2001, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 Stakkur skrifar Að kunna að semja í sjómannaverkfalli Netspurningin Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Spurt var: Ertu sátt(ur) við skipulag Vestfjarða- hlutans í símaskránni? Alls svöruðu 292. Já sögðu 101 eða 34,59% Nei sögðu 131 eða 44,86% Alveg sama sögðu 60 eða 20,55% ÚTBOÐ: GATNAGERÐ Á FLATEYRI, 1. ÁFANGI Tæknideild Ísafjarðarbæjar óskar eftir tilboðum í endurbyggingu gatna og lagna á Flateyri. Um er að ræða jarðvegsskipti og lagnir ásamt yfirborðsfrágangi. Allar götur- nar skal fullgera með klæðningu, kant- steinum og gangstéttum. Helstu magntölur: Uppúrtekt 3.680m³ Fylling 2.600m³ Lagnaskurðir 1.940m Holræsalagnir Ø200 800m Holræsalagnir Ø250 560m Holræsalagnir Ø300 120m Heimæðar Ø150 625m Vatnslagnir Ø110 590m Vatnslagnir Ø90 130m Klæðning 5.450m² Kantsteinar 1.440m Hellulagðar gangstéttar 1.140m² Útboðsgögn verða seld á bæjarskrif- stofu frá og með miðvikudeginum 18. apríl nk. á kr. 7.500.- eintakið. Tilboð verða opnuð á tæknideild föstudaginn 4. maí 2001 kl. 11:00. Tæknideild Ísafjarðarbæar. Lögfræðingur Laust er til umsóknar hjá embættinu starf lögfræðings sem skal vera dómara til aðstoð- ar, sbr. 17. gr. 1. nr. 15/1998. Miðað er við að ráða í starfið frá 1. júlí nk. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningi Stéttarfélags lögfræð- inga í ríkisþjónustu. Umsóknir skal senda skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 1, Ísafirði, fyrir 15. maí nk. Nánari upplýsingar veitir dómstjóri í síma 456 3112. Héraðsdómur Vestfjarða. Þrátt fyrir allt lifa Íslendingar að mestu af sjávarafurðum. Framlag sjávarútvegs- ins til íslenska þjóðarbúsins er langstærsti einstaki hluturinn í útflutningstekjum, sennilega milli 65 og 70%, þótt bæði stóriðja og ferðaþjónusta hafi vaxið. Litlu skilar verðbréfamangið til þjóðarinnar en sennilega meiru í einstaka vasa. Mikil- vægi sjávarútvegsins, fiskveiða og fiskvinnslu, verður ekki ofmetið. Þess vegna er brýnt að ljúka samingum sjómanna og útgerðarmanna. Því miður virðist óra- vegur á milli sjónamiða og sjaldan hafa sjómenn átt lengra í land, svo gripið sé til myndlíkingar. Hið sama gildir um útgerðarmenn. Margt kemur til. Í raun hafa sjómenn og viðsemjendur þeirra ekki samið í undanförnum kjaradeilum. Alþingi hefur gripið fram fyrir hendur semjenda og talið sig hafa til þess ærinn rök á undanförnum árum. Að sumu leyti má fallast á það, en gallinn við þessa frammítöku löggjafarvaldsins er augljós: Sjómenn og fulltrúar útgerðarinnar kunna ekki þá list að setjast að sama borði og vinna sig í gegnum ferlið sem leiðir til sameiginlegrar niðurstöðu, samninga um kaup og kjör. Við sem stöndum hjá og reynum að átta okkur á því hver ásteytingarsteinninn er í kjaradeilunni erum litlu nær þrátt fyrir fréttir. Þær eru nefnilega fáorðar um hvað veldur að samningar takast ekki. Helst er að sjá og heyra að útgerðirnar vilji fækka mönnum í áhöfnum vegna tækniframfara og á hinn bóginn vilji sjómenn það ekki. Þetta hvort tveggja er auðskilið, því hver stendur ekki vörð um hagsmuni sína? En í fréttaskýringar eða frásagnir sjómanna og útgerðarmanna vantar útlistun á því hvað í raun er verið að tala um. Fákunnandi um sjómennsku vita ekki annað en að sjómenn hafi það gott, þrátt fyrir allt. Kannski er það einmitt þess vegna sem verkalýðshreyfingin í landi, sem alltaf er semja, rís ekki upp og krefst þess með með aðgerðum af einhverju tagi, að vinnuveitendur, út- gerðir og útgerðarmenn, ljúki samningum strax. Sú staðreynd er löngu kunn, að fáir hafa samúð með hálaunamönnum. Sjómenn hafa að nokkru leyti skákað í því skjólinu, að eiga virðingu almennings fyrir erfið og mikilsverð störf sín. En á hinn bóginn mættu þeir vera duglegri að kynna fyrir okkur í hvað fólgið er í þeim. Orðið sjómaður hefur ekki alltaf sömu merkingu. Sjómaðurinn á frystitogaranum býr við annað vinnuumhverfi en hinn er sækir sjóinn á hraðbáti úr plasti. Samúð Vestfirðinga með málstað sjómanna er vafalaust meiri en þeirra sem búa í Reykjavík og eru í snöggtum minni tengslum við sjómennsku en hér er alvanalegt, þó mörgum þyki sérkennilegt hve margir sjómenn á togurum, sem gerðir eru út frá Ísafirði, skuli búa syðra og greiða þangað útsvar og opinber gjöld. Þannig fjarlægist sjómaðurinn almenning æ meir og verður í hugum hans aðeins andstæðingur útgerðarmannsins í kjaradeilu en ekki máttarstólpinn í byggðinni sinni. En þeir verða samt að læra að semja, annað gengur ekki. Leiguflug Ísleifs Ottesens hætt Vestfjarðaflugi Sjúkraflugvél frá Mýflugi á Ísafirði Sjúkraflugvél frá Mýflugi kom til Ísafjarðar í síðustu viku, eftir að samningum við Leiguflug Ísleifs Otte- sens var slitið. Vélin er af gerðinni Piper P-350 Chief- tain og hafði verið notuð til sjúkraflutninga á Vestfjörðum í tvö ár áður. Mýflug er undirverktaki Ís- landsflugs en Hálfdán Ing- ólfsson er flugstjóri í sjúkra- fluginu. Íslandsflug hefur tekið við áætlunarflugi sem LÍO hafði með höndum á Vestfjörðum. Nokkrum starfsmönnum sagt upp Nokkrum starfsmönnum Pólsins á Ísafirði hefur verið sagt upp störfum. Að sögn Sævars Óskarssonar fram- kvæmdastjóra eru uppsagnir- nar liður í endurskipulagningu fyrirtækisins. „Það er ekkert endilega verið að láta alla fara fyrir fullt og allt“, segir Sævar. „Fyrir dyrum liggur uppstokk- un á starfsemi fyrirtækisins og starfsfólkinu er sagt upp svo við eigum hægara um vik með að endurskipuleggja.“ Sævar tekur það skýrt fram að Póllinn sé ekki að hætta rekstri. Fyrirtækið var stofnað í maí árið 1966 og hefur alla tíð verið í sama húsnæði að Aðalstræti 9. Endurskipulagning hjá Pólnum hf. á Ísafirði Sameiginleg æfing Ernis í Bolungarvík og Tinda í Hnífsdal Sameiginleg æfing björg- unarsveitanna Ernis í Bolung- arvík og Tinda í Hnífsdal var haldin við Steinsófæru á Ós- hlíð á laugardagsmorgun. Þær forsendur voru gefnar, að rúta hefði farið þar fram af snar- bröttum vegkantinum og fólk væri slasað bæði niðri í flak- inu og ofar. Við þær aðstæður sem eru á Óshlíð um þessar mundir er mjög erfitt að at- hafna sig í flughálum brattan- um. Fljótlega komu menn úr Erni á staðinn og vörubíll með krana og bómunni var rennt eins langt niður og hægt var. Kaðlar voru lagðir og björg- unaraðgerðir hafnar undir stjórn Bergs Karlssonar, for- manns Ernis. Hann var jafn- framt í sambandi við Magnús Helgason, formann Tinda, en liðsmenn hans lögðu strax af stað með bíla og búnað og gúmmíhraðbátur var fljótlega kominn úr Hnífsdal í fjöruna við Steinsófæru. Nokkuð á þriðja tug fólks tók þátt í æfingunni eða rúmur tugur frá hvorri björgunar- sveit. Þessar tvær sveitir hafa aðsetur sín hvorum megin við Óshlíðarveginn og því koma slys á þeirri leið fyrst til kasta þeirra. Æfingin var ekki að- eins ætluð til þess að prófa búnað og þjálfa mannskapinn, heldur einnig til að samhæfa störf sveitanna tveggja þegar til alvörunnar kann að koma við aðstæður sem þessar. Rútuslys sviðsett á Óshlíð Frá æfingunni á Óshlíð. 15.PM5 19.4.2017, 09:2712

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.