Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.04.2001, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 11.04.2001, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 Býr í safngrip og býr til sápu – spjallað við Jónu Símoníu Bjarnadóttur, sagnfræðing á Ísafirði Jóna Símonía Bjarnadóttir er skjala- vörður Héraðsskjalasafnsins á Ísafirði. Þar situr hún heilu og hálfu dagana og flokkar þau skjöl sem til safnsins berast, hvort sem það eru uppgjör eða fundar- gerðir, dagbækur eða bréf. Hún ætlaði að mennta sig í lögfræði en eftir þriggja ára nám söðlaði hún um og fór í sagn- fræði. Hún er í sambúð með Þorsteini Traustasyni dekkjaskiptara sem oft kemur grútskítugur heim á kvöldin. Það þarf því ekki að koma á óvart að hún býr til sína eigin sápu, og þá töluvert magn í einu. Í sápuna notar hún meðal annars haframjöl svo Þorsteinn eigi betra með að skrúbba af sér skítinn. „Haframjölið gerir það að verkum að sápan virkar svipað og naglabusti. Þannig slær maður tvær flugur í einu höggi. Margt annað er hægt að setja út í sápuna, svo sem ilmolíur alls konar eða jafnvel kaffi.“ Fallegt bæjarstæði í Baulhúsum Jóna Símonía er af Stapa- ættinni svokölluðu úr Arnar- firði. Hún hlýtur þess vegna að eiga hús í Arnarfirðinum enda er það alkunna að skjala- verðir eru ein hálaunastétt- anna í landinu. „Ég er ekki alveg sammála þessu með launin og held að almennt hafi skjalaverðir ekki efni á því að ráðast í neinar stórfram- kvæmdir. Það væri samt óskaplega gaman að eiga hús í Arnarfirðinum. Ég held að það væri skemmtilegast að byggja í Baulhúsum þar sem amma mín, Símonía Ásgeirs- dóttir, fæddist og ólst upp. Þar er alveg afskaplega fallegt bæjarstæði.“ Flokkar og skráir Jóna Símonía tekur á móti, flokkar og skráir öll skjöl sem til safnsins berast. „Það er samkvæmt lögum skylt að af- henda héraðsskjalasöfnum viss skjöl, svo sem skjöl frá sveitarstjórnum og stofnun- um. Þar til viðbótar koma svo ýmis gögn, bæði frá einkaað- ilum og fyrirtækjum. Við höfum fengið nokkuð af einkabréfum og dagbókum frá einstaklingum. Sumir eru mjög duglegir við að halda öllum sínum pappírum til haga. Þó að fólki finnist þetta vera drasl í dag, þá verða þetta mikilvægar heimildir fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar. Ég sé líka um ljósmynda- deild safnsins sem er orðin ansi stór. Á annað hundrað þúsund ljósmyndir og filmur eru til á safninu sem ég sé um að flokka og skrá.“ Posakellingarnar Auk ofangreindra verka hefur Jóna leyst af á Bóka- safninu og á Byggðasafninu. „Þar að auki hafa ég og fjórar aðrar vaskar konur séð um rekstur á kaffistofunni í Tjöru- húsinu sem kallað er því viðeigandi nafni Tjörukaffi, hversu girnilega sem það kann að hljóma. Jón Sigurpálsson safnvörður gaf okkur heitið „posakellingarnar“, því við fengum kortaposa í kaffihúsið sem er mjög á skjön við alla forngripina í húsinu. Þegar við tókum við húsinu var ætlunin að reka bara kaffi- hús til að þjónusta ferðamenn- ina sem koma að skoða safnið í Neðstakaupstað. Við ákváð- um þó að prófa að bjóða súpu í hádeginu og fljótlega fór fólk úr bænum að sækja meira nið- ureftir. Það kom mér skemmti- lega á óvart hversu duglegt heimafólk var að koma og fá sér að borða í hádeginu.“ Ítölunum líkaði grauturinn ... Þrátt fyrir góðar viðtökur heimamanna eru erlendir og innlendir ferðamenn þó helsti viðskiptahópur posakelling- anna. „Það er mjög algengt að ferðamenn fái sér nokkra dropa af kaffi þegar þeir eru búnir að skoða Byggðasafnið. Stundum kemur fyrir að þeir fái sér að borða. Ég man að einu sinni kom heil rúta af Ítölum sem allir fengu sér súpu og grjónagraut með kanilsykri og slátri. Ítalirnir voru sérlega hrifnir af grjóna- grautnum, hámuðu hann í sig og stráðu miklu af kanilsykri út á. Hins vegar versnaði í því þegar við ætluðum að bjóða þeim kaffi. Þeir fussuðu og sveiuðu þegar þeir smökkuðu vökvann enda vanir betra kaffi á Ítalíu. Þeir sturtuðu kanil- sykri út í kaffið, öðruvísi gátu þeir ekki komið því ofan í sig.“ Fékk ekki mikið að vera með í túttubyssustríðinu Jóna Símonía er fædd á Sjúkrahúsinu á Ísafirði í apríl 1965. „Ég ólst að mestu upp á Hlíðarveginum og telst því vera Hlíðarvegspúki. Þar var margt brallað enda ótrúlega hátt hlutfall barna í götunni á þessum árum. Túttubyssustríð við Neðribæjarpúka og púk- ana í nágrenninu voru mjög algeng. Við stelpurnar fengum ekki mikið að vera með en 15.PM5 19.4.2017, 09:276

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.