Bæjarins besta - 13.06.2001, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2001 3
Guðmundur Einarsson ÍS langaflahæsti smábáturinn á síðasta ári
Kom með 828 tonn að landi á síðasta
ári að verðmæti 85 milljónir króna
Langaflahæsti smábátur-
inn á síðasta ári var þorsk-
aflahámarksbáturinn Guð-
mundur Einarsson ÍS frá
Bolungarvík með 828 tonn
í 255 róðrum. Það gerir 3,25
tonn að meðaltali í róðri.
Bæði róðrafjöldinn og afl-
inn hlýtur að teljast með
miklum ólíkindum miðað
við sex tonna smábát. Afla-
verðmætið er 84,8 milljónir
króna. Á árinu 1999 var bát-
urinn einnig efstur en þá með
784 tonn að verðmæti 76,4
milljónir króna. Aukningin
milli ára er 6% í tonnum og
11% í verðmætum.
Eigandi Guðmundar Ein-
arssonar ÍS er ÓS sf. í Bol-
ungarvík en að því félagi
standa feðgarnir Einar Guð-
mundsson og Guðmundur
Einarsson, sem jafnframt er
skipstjóri á bátnum og Daði
Guðmundsson bróðir Einars.
Í öðru sæti yfir krókabáta á
síðasta ári er Völusteinn ÍS
sem er í eigu sömu aðila og
Guðmundur Einarsson ÍS.
Afli bátsins jókst úr 444 tonn-
um í 511 tonn milli ára og
aflaverðmætið úr 51 milljón
króna í 55,2 milljónir króna. Í
þriðja sæti varð Straumur ÍS
(áður Jakob Valgeir ÍS) úr Bol-
ungarvík með 49,4 milljóna
króna aflaverðmæti. At-
hyglisvert er að af tíu efstu
smábátunum á landinu eru
fimm frá Bolungarvík.
Auk áðurnefndra þriggja
báta eru það Huldu Keli ÍS
og Jón Eggert ÍS. Þá eru
tveir bátar frá Suðureyri í
þessum hópi, Draupnir og
Hrefna.
Fyrrum 2. stýrimanni á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni
Dæmdar tæpar 16 milljónir
í bætur vegna vinnuslyss
Fjölskipaður dómur Hér-
aðsdóms Vestfjarða hefur
dæmt Hraðfrystihúsið –
Gunnvör hf. í Hnífsdal til að
greiða fyrrum 2. stýrimanni á
frystitogaranum Júlíusi Geir-
mundssyni ÍS 270 tæpar 16
milljónir króna í bætur vegna
slyss sem hann varð fyrir um
borð í skipinu 4. janúar 1994
er það var að veiðum um 40
sjómílur norðvestur af Patr-
eksfirði.
Þegar slysið átti sér stað
var stýrimaðurinn við vinnu á
dekki við annan mann. ,,Með-
an þeir voru að vinnu sinni
var skipinu snúið og byrjað
að toga undan vindi. Þá hafi
alda komið upp skutrennu yfir
sjóhlið og skellt honum á
stjórnborðspollann, þannig að
hann lenti með spjaldhrygg-
inn hægra megin á honum,“
segir í dómnum. Þar segir
einnig að stýrimaðurinn hafi
hætt vinnu til sjós eftir slysið
og sýnt sé að hann muni ekki
geta farið til starfa á sjó á ný.
Örorkunefnd mat varanlega
örorku mannsins. Niðurstaða
nefndarinnar er að varanlegur
miski, sem einvörðungu verði
rakinn til vinnuslyssins, teljist
hæfilega metinn 10% og
varanleg örorka hans 40%.
Í dómsorðum segir: ,,Stefn-
da, Hraðfrystihúsið – Gunn-
vör hf., greiði stefnanda kr.
15.925.938 með 2% ársvöxt-
um frá 9. maí 1996 til 18.
febrúar 2000, en dráttarvöxt-
um samkvæmt III. kafla
vaxtalaga frá þeim degi til
greiðsludags og kr. 1.400.000.
í málskostnað. Dóminn kváðu
upp þeir Erlingur Sigtryggs-
son, héraðsdómari og með-
dómendurnir, skipstjórarnir
Gunnar Arason og Ólafur Ingi
Hermannsson.
Til sölu!
Til sölu er glæsilegt 231m² einbýlishús að
Sunnuholti 6, Ísafirði. Húsið er á tveimur
hæðum, þar af er hægt að hafa 80m² sér-
íbúð á neðri hæð.
Bílgeymsla, ræktuð lóð og mjög fallegt út-
sýni. Skipti á minna húsnæði í bænum
kemur til greina.
Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Guð-
mundsson hdl., Hafnarstræti 1, Ísafirði,
sími 456 3244, fax 456 4547.
Sá óskemmtilegi atburður
gerðist í síðustu viku að
kakkalakkar fundust í
blokkaríbúð á Suðureyri.
Kakkalakkarnir munu hafa
komið frá Þýskalandi og
hafa þeir að öllum líkindum
borist með farangri.
Að sögn Birgis Valdi-
marssonar, húsnæðisfull-
trúa Ísafjarðarbæjar var
kallað á meindýraeyði og
eyddi hann allri óværu.
Íbúar blokkarinnar þurftu
að yfirgefa heimili sín í
nokkrar klukkustundir á
meðan meindýraeyðirinn
var að störfum þar sem að
úða þurfti alla blokkina til
að útiloka þann möguleika
að einhverjir kakkalakkar
hefðu farið inn í lagnir og
sloppið í aðrar íbúðir í
blokkinni.
Rýmt vegna
kakkalakka
Fjölbýlishús á Suðureyri
24.PM5 19.4.2017, 09:333