Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.06.2001, Side 6

Bæjarins besta - 13.06.2001, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2001 Stúdentarnir 26 fyrir fram Menntaskólann á Ísafirði. 26 stúdentar brautskráðust frá Menntaskólanum á Ísafirði á laugardag Arna Vigdís Jónsdóttir „dux scholae“ Skólaslit Menntaskólans á Ísafirði fóru fram við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju á laugardag. Við athöfnina flutti Björn Teitsson, skólameistari skýrslu um starf skólans í vet- ur þar sem bar hæst þrjátíu ára afmæli skólans sem haldið var í íþróttahúsinu á Torfnesi, verkfall kennara, Sólrisuhátíð og heimsókn nemenda til Laugarvatns. Þá greindi hann frá því að hann hefði sagt stöðu skólameistara lausri, þakkaði fyrir samstarfið og óskaði verðandi skólameist- ara velfarnaðar. Þá tóku til máls fulltrúar eldri stúdenta frá skólanum. Fyrir hönd 25 ára stúdenta hélt Guðný Ísleifsdóttir ávarp. Fyrir hönd 20 ára stúdenta ávarpaði Hafdís S. Ólafsdóttir viðstadda, Hermann Jón Hall- dórsson fyrir hönd 10 ára stúd- enta og Þórdís Jónsdóttir fyrir hönd 10 ára stúdenta úr öld- ungadeild. Hæstu aðaleinkunn nýstúd- enta hlaut Arna Vigdís Jóns- dóttir af hagfræðibraut, 9,20 og er hún því „dux scholae“ í ár. Arna er aðeins fimmti nem- andinn sem brautskráður hef- ur verið frá skólanum með aðaleinkunn yfir níu. Næst hæstu einkunn hlaut Haukur Sigurbjörn Magnússon, 8,24. Alls voru afhent 60 próf- skírteini. Tólf nemendur luku viðskiptaprófi og hlaut Dagný Sverrisdóttir verðlaun fyrir hæstu aðaleinkunina 7,59. Ellefu luku vélavarðanámi og þrjár stúlkur luku námi af starfsbraut. Þrír nemendur luku annars stigs prófi af vél- stjórnarbraut og af þeim hlaut Ingibjörn Valsson verðlaun. Fimm nemendur luku sjúkra- liðaprófi og var Sjöfn Krist- insdóttir með hæstu aðaleink- unn, 9,29 og hlaut hún verð- laun fyrir þann árangur. Þá voru 26 stúdentar út- skrifaðir. Af hagfræðibraut brautskráðust fimm, átta af mála- og samfélagsbraut og þrettán af náttúrufræðibraut. Af nýstúdentum hlutu verð- laun þau Arna Vigdís Jóns- dóttir fyrir íslensku, stærð- fræði, dönsku og viðskipta- greina, Haukur Sigurbjörn Magnússon fyrir íslensku, sögu og raungreinar og einnig hlaut hann verðlaun fyrir fé- lagstörf. Ingibjörg Erna Jóns- dóttir fékk viðurkenningu fyr- ir árangur í raungreinum, Sig- ríður Gísladóttir fyrir dönsku, auk verðlauna frá Ísfirðinga- félaginu í Reykjavík og Hel- ena Björk Þrastardóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan ár- angur í þýsku, ensku og frönsku. Helena var að auki með hæstu aðaleinkunn af mála- og samfélagsbraut, 8,10. Eftir að skírteini og verð- laun höfðu verið afhent tók skólameistari aftur til máls og óskaði þeim sem voru að brautskrást góðs gengis í framtíðinni. Þá tók „dux scholae“ Arna Vigdís Jóns- dóttir til máls fyrir hönd ný- stúdenta. Áður en athöfninni lauk bað Ólafur Helgi Kjartansson, for- maður skólanefndar Mennta- skólans á Ísafirði um orðið. Ávarpi sínu beindi hann sér- staklega til skólameistara. Fór hann stuttlega yfir feril Björns Teitssonar í skólanum og nefndi meðal annars mikil- vægi þess starfs sem skóla- meistari hefur með höndum. „Hann þarf að vera stjórnandi leiðtogi kennara og starfsliðs, fást við fjármál, starfsmanna- hald og ráðningar og jafnframt vera yfirmaður nemenda, veita þeim aðhald og aga, hvatningu og vera fremstur til þess að koma þeim til nokkurs þroska.“ Einnig nefndi Ólafur Helgi þá staðreynd að á þeim 22 árum í starfi sínu sem skólameistari hefur Björn útskrifað 496 stúdenta eða um hálft þúsund og því væri kom- inn tími til að hann yrði út- skrifaður og veitti Ólafur hon- um bók sem viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Að lokum þakkaði Ólafur Helgi honum fyrir vel unnin störf í þágu skólans og samfélagsins og óskaði honum og eiginkonu hans velfarnaðar og gæfu á nýjum stað og í nýjum störf- um. Ólafur Helgi Kjartansson formaður skólanefndar Menntaskólans færi Birni Teitssyni bókagjöf fyrir gott starf. 24.PM5 19.4.2017, 09:346

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.