Bæjarins besta - 13.06.2001, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2001 7
Hafiði séð hann Jón ó Jón
bæjarins „besta“ erki....?
Í grein í BB 30. maí sl. fer
Jón Fanndal Þórðarson mik-
inn og heggur á bæði borð.
Vegur hann sérstaklega að
íbúum og bæjarstjórn Vestur-
byggðar og hefur allt á horn-
um sér í þeirra garð, sérstak-
lega er varðar málefni Orku-
búsins, og í minn garð vegna
vegamála.
Sem íbúa í Vesturbyggð
þykir mér illt að sitja undir
ómaklegum áburði Jóns, og
hreyfi því þessum andmælum,
en tek jafnframt skýrt fram að
ég mun ekki skrifast á við
hann á þessum vettvangi.
Orkubúið
Fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar 1998 settu sjálfstæð-
ismenn í Vesturbyggð það
fyrstir á stefnuskrá sína að
selja hlut Vesturbyggðar í
Orkubúi Vestfjarða í þeirri
viðleitni að leita allra leiða til
þess að lækka skuldir bæjar-
félagsins.
Til að byrja með mættu hug-
myndirnar nokkrum andbyr,
m.a. hjá sumum sveitarstjórn-
armönnum í fjórðungnum.
Hins vegar brá svo við að þeg-
ar ríkið hafði sett verðmiða á
Orkubúið kom annað hljóð í
strokkinn, og nú vilja allir
Lilju kveðið hafa.
Allar sveitarstjórnir á Vest-
fjörðum báru á endanum gæfu
til að samþykkja að breyta
félagsformi Orkubúsins úr
sameignarfélagi í hlutafélag.
1. júní sl. var síðan haldinn
stofnfundur Orkubús Vest-
fjarða hf., og segja mér fróðir
menn að þar hafi jafnvel ríkt
meiri samhugur en þegar
Orkubúið var stofnað á sínum
tíma.
Nú getur bæjarstjórn Vest-
urbyggðar tekið sjálfstæða
ákvörðun um að selja ríkinu
8,57% eignarhlut sinn í Orku-
búinu. Með sama hætti getur
hver hinna 11 sveitarstjórna á
Vestfjörðum tekið ákvörðun
um hvort þær selji hlut sinn
eða ákveði að eiga hann
áfram.
Ef Jón Fanndal óttast svo
mjög að framtíð Orkubúsins
og Vestfjarða sé stefnt í voða
við það að Vesturbyggð selji
ríkinu sinn litla hlut í Orkubúi
Vestfjarða hf, hvers vegna
leggur þessi ráðagóði maður
þá ekki eitthvað raunhæft til
málanna um það með hvaða
öðrum hætti bæjarstjórn Vest-
urbyggðar skuli bregðast við
fjárhagsvanda sveitarfélags-
ins? Býður Jón Fanndal kann-
ski betur en 394,2 milljónir?
Af lestri laga nr. 40/2001
um stofnun hlutafélags um
Orkubú Vestfjarða verður ekki
annað séð en þar sé leitast við
að tryggja framtíð Orkubúsins
og Vestfirðinga í hvívetna.
Þetta hefði Jón Fanndal auð-
vitað getað lesið í frumvarpinu
áður en hann reit grein sína,
þó hrakspár hans um afleið-
ingarnar bendi til annars.
Sjálfstæðismenn í Vestur-
byggð eiga hrós skilið fyrir
það frumkvæði sem þeir tóku
í þessu máli, og nú hefur haft
þessar farsælu lyktir. Bæjar-
stjórn Vesturbyggðar á hrós
skilið fyrir að hafa fylgt mál-
inu eftir af festu. Íbúar Vest-
urbyggðar eiga hrós skilið fyr-
ir æðruleysi sitt í málinu og
fyrir að láta ekki glepjast af
stóryrðum vindhana sem telja
sig allt vita öðrum betur.
Vegirnir
Þótt undirritaður sé íbúi í
Vesturbyggð, sé ég ekki þörf-
ina á því að Jón Fanndal skeyti
skapi sínu á öllum íbúum Vest-
urbyggðar fyrir það eitt að ég
hafi skoðanir á vegamálum
sem hugsanlega fara ekki
saman við skoðanir hans.
Sýnu verra er þó að hann skuli
gera mér upp áform og skoð-
anir.
Á 41. Fjórðungsþingi Vest-
firðinga í apríl 1996 var kosinn
starfshópur til að endurskoða
hina 20 ára gömlu stefnu-
mörkun sem mótuð var í vega-
málum fjórðungsins á Fjórð-
ungsþingi í Reykjanesi árið
1976.
Var ég formaður starfshóps-
ins, en auk mín skipuðu starfs-
hópinn Ólafur Kristjánsson í
Bolungarvík, Ágúst Kr.
Björnsson í Súðavík, Smári
Haraldsson á Ísafirði, Jónas
Ólafsson á Þingeyri, og frá
Hólmavík fyrst Stefán Gísla-
son og síðan Daði Guðjóns-
son. Starfshópurinn var sam-
stíga og lagði fram tillögur
sínar um stefnumótun í vega-
Þórólfur Halldórsson á Patreksfirði skrifar
,,Sé ekki þörfina fyrir því
að Jón Fanndal skeyti
skapi sínu á öllum
íbúum Vesturbyggðar“
málum á Vestfjörðum á 42.
Fjórðungsþingi í ágúst 1997
og mælti eindregið með því
að þær yrðu samþykktar.
Skemmst er frá því að segja
að tillögurnar voru samþykkt-
ar samhljóða og mótatkvæða-
laust, sem „skýr viljayfirlýs-
ing og stefna Vestfirðinga um
forgangsröðun í nýbyggingu
vega á Vestfjörðum næstu 10
árin”.
Þegar vinna starfshópsins
hófst var staða mála þannig
samkvæmt vegaáætlun að
aðeins eitt stórverkefni í vega-
gerð var skilgreint á Vestfjörð-
um, sem var Djúpvegur við
Ísafjarðardjúp, og ekkert
stofnframlag var til Vest-
fjarðavegar frá Flókalundi í
Bjarkalund. Þetta taldi ég
mikið ójafnvægi milli þessara
tveggja samgöngusvæða, sem
yrði að jafna, ekki með því að
taka peninga úr Djúpinu held-
ur með því að setja nýtt vegafé
til nýbyggingar Vestfjarða-
vegar, sem og varð raunin.
Í stuttu máli voru aðal til-
lögur starfshópsins þessar:
Stórverkefni í vegagerð verði
tvö; Djúpvegur og Vestfjarða-
vegur milli Flókalundar og
Bjarkalundar. Hringvegur
með bundnu slitlagi verði um
Vestfirði sem tengi allar
byggðir fjórðungsins saman.
Nýr vegur verði lagður um
Arnkötludal milli Hólmavíkur
og Reykhólasveitar, sem loki
hringvegi um Vestfirði í austri
og hringveginum verði endan-
lega lokið í vestri með gerð
jarðganga milli Dýrafjarðar og
Arnarfjarðar.
Þannig var nú þessu háttað,
hvað sem líður hálkunni á
sannleikssvelli Jóns Fanndal.
Hver er sinnar
gæfu smiður
Þrátt fyrir öflugan mótbyr
undanfarin ár hafa íbúar Vest-
urbyggðar nú loksins landsýn
bæði hvað varðar fjárhags-
stöðu sveitarfélagsins og
vegamálin.
Patreksfirði, á hvítasunnu
2001, Þórólfur Halldórsson.
Ályktun frá stjórn Eldingar og Strandveiðifélagsins Króks
Handahófskenndum
vinnubrögðum mótmælt
Stjórnir Eldingar og
Króks mótmæla harðlega
handahófskenndum vinnu-
brögðum sjávarútvegsráð-
herra til lausnar á vanda vest-
firskra byggða og eigenda
krókabáta. Ákvörðun ráð-
herrans um að gefa veiðar á
steinbít frjálsar og telja þar
með málið afgreitt er vart
meir en vesælt kattarklór og
bendir til vanþekkingar á
þeim mikla vanda sem við
er að etja.
,,Gangi ákvörðun ráð-
herra eftir er hún ávísun á
skemmdarverk á viðkvæmum
steinbítsmiðum úti fyrir Vest-
fjörðum. Á undanförnum ár-
um hefur hlutur steinbíts sem
veiddur hefur verið á línu auk-
ist. Röskun á búsvæðum hans
við hrygningu hefur því verið
í lágmarki og vísbendingar nú
uppi um að auka megi aflann
á komandi árum. Óábyrgt inn-
grip sjávarútvegsráðherra
mun snúa við þessari jákvæðu
þróun og gera að engu einu
sérveiðar Vestfirðinga. Gildir
það jafnt fyrir krókabáta og
önnur skip sem lagt hafa
áherslu á steinbítsveiðar á
undanförnum árum.
Stjórnir Eldingar og Króks
benda sjávarútvegsráðherra á
að slæm reynsla er af núver-
andi starfsaðferðum Hafrann-
sóknastofnunar. Farsælla er að
leita til aðila á vettvangi við
mótun hugmynda sem miða
að því að koma í veg fyrir
fullkomlega óþörf vandamál
hjá þúsundum Íslendinga sem
skapast að öðrum kosti. „Étið
það sem úti frýs“ hefur
aldrei verið talið til góðra
siða.
Stjórnir Eldingar og
Króks skora á stjórnvöld að
grípa inn í þá óheillavæn-
legu þróun sem blasir við
hinum dreifðu byggðum
landsins með kvótasetn-
ingu krókabáta. Það verður
best gert með því að festa
núverandi veiðikerfi króka-
báta í sessi,“ segir í ályktun-
inni.
Magni Guðmundsson, Kristján Jóakimsson og Össur Pétur Össurarson við kvína.
Rörtækni og Netagerð Vestfjarða smíða þorskeldiskví
Hraðfrystihúsið – Gunnvör kaupir
kvína og setur upp í Álftafirði
Össur Pétur Össurarson
hjá Rörtækni ehf. á
Ísafirði og Magni Örvar
Guðmundsson hjá Neta-
gerð Vestfjarða afhentu í
síðustu viku, þorskeldiskví
sem fyrirtækin hafa verið
að smíða undanfarnar
tvær vikur. Miklir mögu-
leikar virðast vera í þorsk-
eldi á Vestfjörðum og var
því ákveðið að ráðast í
þessa tilraunasmíði. Kvíin
er öll úr plasti og er að
mestu leyti smíðuð hjá
Rörtækni, en Netagerðin
útvegaði netið.
Hraðfrystihúsið-
Gunnvör hf. kaupir kvína
og tók Kristján Jóakims-
son við henni fyrir hönd
fyrirtækisins. Kvíin er 16
metrar að þvermáli og 200
fermetrar að flatarmáli og
verður hún sett upp í
Álftafirði. Ekki er búið að
ákveða hversu mikill
þorskur verður alinn upp í
kvínni, en veitt verður í
hana í sumar og þorskur-
inn fitaður í vetur. Ef
notkunin gefur góða raun
verður haldið áfram með
smíði á fleiri kvíum.
SKRÁNING NEMENDA Í GRUNNSKÓLA
Foreldrar barna á grunnskólaaldri eru
hvattir til að skrá nemendur í skóla
bæjarins sem fyrst. Skráningareyðu-
blöð fást hjá skólunum eða hjá Skóla-
og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæj-
ar, Hafnarstræti 1, og skulu send við-
komandi skóla.
Einnig eru foreldrar sem ætla að nýta
sér skóladagvist Grunnskólans á Ísa-
firði (Dægradvöl) minntir á að skrán-
ingu lýkur 15. júní nk.
Skóla- og fjölskylduskrifstofa
Ísafjarðarbæjar.
24.PM5 19.4.2017, 09:347