Bæjarins besta - 13.06.2001, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2001 11
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson lagði blómsveig að minnisvarða um látna
sjómenn á Ísafirði.
Hátíðarhöld sjómannadagsins á Vestfjörðum
Víðast hvar mjög góð þátttaka
Sjómannadagurinn var
haldinn hátíðlegur víða um
Vestfirði um helgina. Hátíð-
arhöld voru að mestu með
hefðbundnu sniði og var keppt
í viðurkenndum íþróttagrein-
um eins og netabætingu,
kappróðri og koddaslag. Á
Flateyri var keppt í baujukasti,
en slíkt hefur ekki verið gert
áður. Víðast hvar var keppt í
þessum greinum á laugardegi,
en á Suðureyri og í Bolungar-
vík var það þó gert á sjó-
mannadeginum sjálfum.
Vestfirski fiskiskipaflotinn
sigldi með landkrabba og sjó-
vana menn út með fjörðum
og víkum. Einmuna veður-
blíða var á svæðinu og þótti
þátttaka almennings í hátíðar-
höldunum víðast hvar mjög
góð.
Venja er að heiðra sjómenn
við hátíðarmessu í Ísafjarðar-
kirkju og að þessu sinni voru
það þeir Halldór Hermanns-
son og Björn Björnsson urðu
þess heiðurs aðnjótandi.
Forseti Íslands, hr. Ólafur
Ragnar Grímsson, sótti norð-
anverða Vestfirði heim á sjó-
mannadag. Gekk hann með
viðstöddum frá Hnífsdalskap-
ellu til kirkjugarðs og lagði
blómsveig að minnisvarða um
látna sjómenn. Hann hélt síð-
an hátíðarræðu í Ísafjarðar-
kirkju og skoðaði listasýningu
í Slunkaríki. Forsetinn heiðr-
aði Bolvíkinga með nærveru
sinni og þáði að lokum kakó
og kökur í Gamla apótekinu,
kaffi- og menningarhúsi ungs
fólks.
Áhafnarmeðlimir af síðu-
togaranum Sólborgu komu
saman á laugardag, en nánar
er sagt frá þeirri samkomu
annars staðar í blaðinu. Að
kvöldi laugardags var snædd-
ur hátíðarkvöldverður í
íþróttahúsinu á Torfnesi og
haldið ball á eftir. Um 350
manns voru við borðhaldið,
en ívið fleiri á ballinu.
Hátíðarhöld í Bolungarvík
á sjómannadag þóttu takast
með miklum ágætum og er
það mál manna að sjaldan hafi
jafn margir tekið þátt í þeim.
Daginn áður, á laugardag var
siglt með þá sem vildu út á
Djúpið á bátunum Þorláki,
Gunnbirni og einum átta trill-
um.
Á sjómannadaginn sjálfan
var gengið frá Brimbjót til
kirkju þar sem var messað.
Þar voru sjómennirnir Guð-
mundur Jakobsson og Jón M.
Egilsson heiðraðir og eigin-
konum þeirra afhentir blóm-
vendir. Karlakór söng undir
stjórn Guðrúnar Magnúsdótt-
ur, en að messu lokinni var
lagður blómsveigur að minn-
isvarða í kirkjugarði.
Klukkan hálf tvö hófst
útiskemmtun á hafnarbakkan-
um. Keppt var í róðri á tveimur
bátum, Ægi og Rán, og sigraði
Líkamsrækt Steingríms í
karlaflokki, en Líkamsrækt-
arsveit Elínbetar í kvenna-
flokki. Hlaupið var á fiski-
körum og keppt í jafnvægislist
á staur yfir sjó og í því að
stíma saman snæri og hnýta
á. Einnig var keppt í nagla-
boðhlaupi og hefðbundnu
boðhlaupi. Kvennadeild
Slysavarnarfélagsins seldi
kaffi í húsi félagsins.
Mjög gott veður var í Bol-
ungarvík, eins og víðar á Vest-
fjörðum, á sjómannadaginn.
Að sögn aðstandenda tókust
hátíðarhöldin mjög vel, enda
er talið að nefndir hafi unnið
sína vinnu vel. Forseti Íslands,
herra Ólafur Ragnar Gríms-
son, heiðraði Bolvíkinga með
nærveru sinni um daginn.
Guðmundur Jakobsson með eiginkonu sinni Guðfinnu Magnúsdóttur og Jón M. Egilsson
með eiginkonu sinni Guðmundu Högnadóttur.
Halldór Hermannsson (Dóri Hermanns) og Björn Björnsson (Bubbur) voru heiðraðir á
Ísafirði í ár.
Frá hátíðarhöldum sjómannadagsins í Bolungarvík.
Margir fengu kalt bað í koddaslagnum við höfnina á Ísafirði.
24.PM5 19.4.2017, 09:3411