Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.06.2001, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 13.06.2001, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2001 Stakkur skrifar Sjómannadagurinn og forsetinn Netspurningin Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Spurt var: Hefur hátt bensínverð áhrif á bif- reiðanotkun þína? Alls svöruðu 328. Já sögðu 233 eða 71,04% Nei sögðu 87 eða 26,52% Veit ekki sögðu 8 eða 2,44% Að venju var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur, nú 10. júní þar eð hvíta- sunnudag bar upp á fyrsta sunnudag í júní að þessu sinni. Nú brá svo við að sjó- menn í Reykjavík afþökkuðu hátíðarræðu sjávarútvegsráðherra. Var hann bor- inn þeim sökum að hafa staðið fyrir lagasetningu til þess að binda enda á verk- fall sjómanna. Í sjónvarpi mátti sjá ráðherra meðal almennra gesta á hátíð sjó- manna í heimabyggð sinni Hafnarfirði. Í stað hans var kona í fyrsta sinni ræðu- maður við hátíðahöldin í Reykjavík og hvatti hún sjómenn og fjölskyldur þeirra til þess að sýna afstöðu sína til ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar í næstu kosningum. Greinilegt er að enn ólgar undir í flokki sjómanna. Margt kann að skýra ónægju sjómanna, en laun þeirra hækka nú með fallandi gengi, á meðan tekjur flestra annarra lækka af sömu sökum. Hins vegar kemur það illa við sjómenn, útgerðina og reyndar alla lands- menn að þorskkvótinn hefur verið skertur og verður aðeins 190 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Vestfirðingar líta kvíðafullir fram á veginn, einkum eftir að kvóti hefur verið settur á smábátana, þótt rök megi vissulega færa bæði með og á móti. Hátíðarhöld fóru fram með hefðbundnum hætti á Vestfjörðum og þó voru þau frábrugðin að þessu sinni að því leytinu, að meira var lagt í hátíðar- höldin á Patreksfirði en fyrr nú með frönskum blæ. Á Ísafirði flutti forseti Ís- lands hátíðarræðu við sjómannamessu í Ísafjarðarkirkju. Hann kom að þeirri stöðu sem uppi er með núverandi skipan fiskveiði og setti fram þá spurningu hvort menn hefðu fyrir áratugum getað verið svo framsýnir að sjá fyrir, að það ástand skapaðist að ekki yrði kleift að nýta til fulls þá kosti, sem byggju í ná- lægð fiskimiðanna og þekkingu vestfirskra sjómanna. Lausn vandans sem nú blasir við byggðum Vestfjarða hljóti að vera fólgin í þeirri lýðræðishefð sem tryggði Íslendingum sjálfsforræði, en þar með er vísað til sjálfstæðis og lýð- veldis, sem fengust án stríðs í venjulegum skilningi þess orðs, og án blóðsút- hellinga. Án nokkurs efa hefur mönnum vaxið bjartsýni á Vestfjörðum upp á síðkastið, en gerbreyttir möguleikar smá- bátanna til fiskveiða, auk minnkandi kvóta, hefur á ný sett ugg að mörgum. Forseti Íslands hefur rétt fyrir sér þegar hann vísar til þess að leysa verði aðsteðjandi vanda á grunni þess lýðræðis sem Ís- lendingar hafa tamið sér og þeirri hefð sem skapast hefur í pólitískum efnum. Á Vestfirðingum brennur óttinn um skerta möguleika til lífsafkomu. Sú staðreynd blasir við að Vestfirðingar hafa frá árinu 1995 dregist langt aftur úr öðrum landshlutum varðandi laun eða sem svarar 460 þúsund krónum að meðaltali á fjórum árum. Þá voru atvinnutekjur hér um slóðir 11% yfir meðaltali, en 1999 voru þær orðnar lægstar á á Vestfjörðum, 7% undir landsmeðaltali. Enn skapar sjávarútvegur drýgstan hlut tekna Íslendinga. Það er að vonum að líta til lýð- ræðishefðarinnar og treysta því að lausn finnist. Félagsmót Hestamannafélagsins Hendingar á Ísafirði Auður Björnsdóttir kjörin knapi mótsins Félagsmót Hestamannafé- lagsins Hendingar á Ísafirði var haldið í blíðskaparveðri á Búðatúni í Hnífsdal á laugar- dag. Fjörtíu skráningar voru í mótið í ár og var keppt var í A og B flokki gæðinga, opinni töltkeppni og kappreiðum. Sú hefð hefur skapast að velja knapa og hest mótsins og var Auður Björnsdóttir valinn knapi mótsins og hestur móts- ins var Myrkvi sem er í eigu Karls Geirmundssonar. Keppni hófst í B-flokki gæðinga og þar komust í úrslit þau Indriði Hilmarsson og Bragur, Dorothee Lubecki og Kolskeggur, Árný Herberts- dóttir og Þinur, Pétur Jónsson og Þruma og Linda Jónsdóttir og Bylur. Í úrslitakeppninni sigruðu Indriði og Bragur með 8,30 í einkunn, í öðru sæti urðu Árný og Þinur með 8,23 og í þriðja sæti urðu Pétur og Þruma með 7,93. Í A-flokki gæðinga komust í úrslit Auður Björnsdóttir og Droni, Jón Magnússon og Úði, Sævar Þorvarðarson og Hlynur, Arnar Heiðarsson og Venus, Rögnvaldur Ingólfs- son og Brá. Auður og Droni stóðu efst með 8,06, önnur urðu Jón og Úði með 7,87 og þriðju urðu Arnar og Venus með 7,83. Þess má geta að í A- og B-flokki kepptu gestir frá Þingeyri og Bolungarvík og fengu sýningar þeirra mjög góða dóma. Næst var opin töltkeppni þar sem allir hafa þátttökurétt. Þar komust í úrslit Svala Ein- arsdóttir og Smyrill, Guð- mundur Bjarni Jónsson og Frá keppninni í Hnífsdal á laugardag. Ræll, Karl Geirmundsson og Myrkvi, Sævar Þorvarðarson og Krummi og Sigríður Jóns- dóttir og Valur. Í úrslitum urðu Guðmundur og Ræll í fyrsta sæti með 7,79 í einkunn, í öðru sæti voru Svala og Smyr- ill með 7,75 og í þriðja sæti voru Karl og Myrkvi með 7,66. Árgangur ’37 í Bolungarvík hélt upp á 50 ára fermingarafmæli sitt um helgina. Hópur- inn kom saman á föstudagskvöld hjá einni af fermingarsystrunum þar sem hópurinn var „hristur“ saman. Var mjög góð mæting enda mættu allir fyrir nema tveir sem ekki áttu heimangengt. Á laugardagsmorgun fóru fermingarsystkinin í kirkjugarðinn í Bolungarvík þar sem lögð voru blóm á leiði þriggja fermingarsystkina sem þar hvíla. Var síðan farið með rútu til Ísafjarðar þaðan sem farið var í Vigur með Sjóferðum Haf- steins og Kiddýar. Þegar komið var til baka var brunað á ný til Bolungarvíkur þar sem höfð voru fataskipti fyrir kvöldið. Um kvöldið var haldið í mat og drykk í Félagsheimilinu í Bolungarvík og dansað á eftir. Á sunnudag var komið saman á Blómsturvöllum í Skálavík, heima hjá Ármanni Leifssyni, og drukkið kaffi. Eftir velheppnaða helgi í góðu veðri var síðan kvaðst að sinni. Meðfylgjandi mynd var tekin af hópnum áður en hann lagði að stað út í Vigur. 50 ára fermingarsystkini Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum Hvetja konur til þátttöku í pólitík Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum hélt námskeið í Þróunarsetri Vest- fjarða á Ísafirði á fimmtudag og föstudag. Yfirskrift nám- skeiðisins var „Efling stjórn- málakvenna“ og sóttu það tólf vestfirskar konur. „Konurnar voru úr öllum helstu stjórn- málaöflunum á Vestfjörðum“ segir Una María Óskarsdóttir, verkefnisstjóri nefndarinnar. „Konurnar lærðu um fram- komu í ræðustól, hvernig setja eigi fram mál í ræðu og riti og hvernig samskiptum við fjöl- miðla sé best háttað.“ Hlutur kvenna í sveitar- stjórnum á Vestfjörðum er 27%, en landsmeðaltalið er 29%. „Nefndin mun fara um landið allt í haust og kvetja konur til þátttöku í sveitar- stjórnarkosningum sem verða næsta vor. Þess má geta að nefndin tók til starfa árið 1998 og í síðustu alþingiskosning- um hækkaði hlutfall kvenkyns þingmanna úr 25% í 35%“, segir Una María. Að loknu námskeiðinu í Þróunarsetrinu var haldinn opinn fundur um þátttöku kvenna í stjórnmálum. „Þar ræddum við um hversu miki- lvægt það er að jafna hlut kynjanna, hvort sem það er á Alþingi eða í sveitarstjórn- um“, segir Una María Óskars- dóttir. Frá námskeiðinu í Þróunarsetri Vestfjarða. 24.PM5 19.4.2017, 09:3412

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.