Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.07.2001, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 18.07.2001, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001 LEIÐARI Sæluhelgi á Suðureyri Umboðs- aðilar BB Eftirtaldir einstaklingar sjá um sölu og dreifingu á BB á þétt- býlisstöðum utan Ísafjarðar: Bolungarvík: Nikólína Þor- valdsdóttir, Hjallastræti 38, sími 456 7441. Súðavík: Sindri V. Gunnarsson, Holtagötu 11, sími 456 4982. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðal- götu 20, sími 891 7738. Flat- eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt- ir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Valdís Bára Kristjánsdóttir, Hlíðargötu 43, sími 456 8263. Frá útgefendum: Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is• Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, símar 456 7322 og 862 1874, netfang: blm@bb.is, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, netfang: halfdan@bb.is og Albertína Elíasdóttir, sími 691 4256, netfang: albertina@bb.is • Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Stafræn útgáfa: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið m. vsk. • Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið. leiklist og gamanmál voru um hönd höfð. En þótt breyttir tímar og nýjar þarfir leiddu til þess að Snorrabúð þeirra, í þessum efnum, varð stekkur, þá hafa Súgfirðingar nú heldur betur sannað að lengi lifir í gömlum glæðum. Sæluhelgi þeirra Súgfirðinga um síðustu helgi var fjölsótt og vel heppnuð að vanda. Fjöldi gamalla og brottfluttra Súgfirðinga leitaði á vit gömlu heimabyggðarinnar og vinir og ættingjar heimamanna og íbúar annarra hluta Ísafjarðarbæjar létu sig ekki vanta. Vafalaust hefur það verið mikið átak að koma Sæluhelginni á og rífa hana upp í það sem hún er, eftir margra ára doða og vonleysi um framtíð Suðureyrar; byggðarinnar, sem um árafjöld veitti íbúunum öryggi og skjól, þar sem allir bjuggu lengst af við atvinnuöryggi og undu glaðir við sitt. Sæluhelgin á Suðureyri er gott dæmi um framtak fólks sem búið er að átta sig á því, að því er sjálfu best treystandi til að láta drauma sína rætast; fólks sem hefur fundið að með því býr samtakamáttur og þegar það, með uppbrettar ermar, leysir hann úr læðingi kemur ekkert í veg fyrir árangur. s.h. Súgandafjörður hefur ekki farið varhluta af uppdráttarsýkinni sem herjað hefur á sjávarpláss þessa lands árum saman; plágu sem réttnefnd hefur verið Móðuharðindi af mannavöldum: Lénsskipulaginu á fiskveiðum við Íslandsstrendur. Íbúum Suðureyrar hefur líka verið núið því um nasir að jarðgöngin undir Botnsheiði hafi verið mistök; fyrir fólk sem býr í nánd við ein bestu fiskimið landsins væru jarðgöng (á mannamáli samgöngur – í þessu tilfelli innanbæjar) ekki það bráðnauðsynlegasta sem það vanhagaði um. En þótt hart hafi verið á dalnum til margra ára hefur Súgfirðingum nú blessunarlega tekist að snúa dæminu við. Íbúum Suðureyrar fer fjölgandi. Atvinnuástand er gott. Hörgull er á húsnæði. Þó er því ekki að leyna að dregið hefur í loftið líkt og hjá mörgum öðrum sjávarþorpum með fyrirhuguðum stjórnvaldsaðgerðum til að tryggja lénsveldinu enn frekari yfirráðarétt yfir auðlindum hafsins. Súgfirðingar hafa löngum þótt gleðimenn í góðri merkingu þess orðs. Grönnum þótt gott að sækja í garð þeirra og til þeirra var litið, ekki síst þegar sama skapi vel. „Þak kirkj- unnar þarf mikla viðgerð. Þar erum við komnir yfir erfiðasta hjallann og förum fljótlega í að einangra“, segir Sigmund- ur. Höfundur Þingeyrarkirkju er Rögnvaldur Ólafsson, sem nefndur er fyrsti íslenski arkitekinn. Kirkjan er meðal hinna elstu steinsteypuhúsa íslenskra sem enn eru notuð. Hún er rík að gripum og meðal þeirra eru gamlir kirkjumunir frá Söndum í Dýrafirði og Hrauni í Keldudal. Altaris- taflan er eftir Þórarin B. Þorláksson listmálara og getur þar að líta Jesúm Krist að starfi sínu á slóðum sem líkjast meira Íslandi en Palestínu. „Þetta gekk mjög vel“, sagði Sigmundur Þórðarson húsasmiður en turnspíran var tekin af kirkjunni á Þingeyri á mánudag. „Nú á eftir að skipta um tvær af fjórum stoðum í turninum sjálfum sem eru fúnar alveg niður í söngloft. Það hefur verið leki þarna og við vissum að það þyrfti að skipta um. Þegar það hefur verið gert verður nýja turn- spíran, sem er nokkru hærri en sú gamla, sett á kirkjuna. Ég reikna með að það verði gert undir lok júlí“, segir Sigmundur. Spíran var hífð af kirkjunni með krana og fylgdust nokkrir bæjarbúar með. Aðrar við- gerðir á kirkjunni ganga að Turnlaus um stund Viðgerðir á kirkjunni á ÞingeyriÍsafjörður Pálína Elíasdóttir, hjúkr- unarfræðinemi á Ísafirði, andaðist á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn aðfara- nótt sunnudags, 32ja ára að aldri. Hún gekkst undir lifrarskiptaaðgerð rúmri viku áður en aðeins einn mánuður var liðinn frá því að hún kenndi sér fyrst meins vegna lifrarbilunar. Sjálf aðgerðin gekk vel og fyrstu dagana benti allt til þess að árangurinn væri eins og vonast var til. Síðan kom hins vegar bakslag með sýkingu og líkaminn hafnaði nýja líffærinu. Pálína heitin stundaði síðustu árin fjarnám í hjúkr- unarfræði við Háskólann á Akureyri og átti aðeins einn vetur eftir til lokaprófs. Áður stundaði hún nám við öld- ungadeild og síðan dagskóla Menntaskólans á Ísafirði og lauk stúdentsprófi vorið 1998. Pálína Elíasdóttir. Pálína Elías- dóttir látin Það er líkt og kirkjan sé að taka ofan höfuðfatið ... Siglingar og skemmt- anahald í tíu daga Siglingadagar á Ísafirði 2001 að hefjast Dagskrá Siglingadaga á Ísafirði 2001 hefst kl. 20 á föstudagskvöldið, 20. júlí, með setningu kajaknámskeiðs í Reykjanesi við Djúp sem verður í umsjón Halldórs Sveinbjörnssonar og Péturs Kristjánssonar. Áhugasamir hafi samband við Halldór (halldor@bb.is / 456 4560) eða Pétur (info@hvamms- vik.is / 893 1791). Bátaballið í Ögri við Ísa- fjarðardjúp verður á laugardag en hróður þess er farinn að berast víða. Í fyrra voru hraðbátar, skútur, farþega- bátar og kajakar mættir á staðinn með áhafnir sínar til að njóta náttúrunnar í góðum hópi. Rabarbaragrauturinn með rjóma hressir upp á mannskapinn þegar líða tekur á kvöldið. Kajakklúbburinn heldur í ferð í Jökulfirði á þriðjudag og stendur hún fram á föstu- daginn 27. júlí. Sjá nánar dagskrá á www.this.is/kayak Laugardaginn 28. júlí kl. 11 fyrir hádegi hefst kajak- keppni á Ísafirði en hún er hluti af Íslandsmeistaramóti Kajakklúbbsins. Keppt verður í 5 km og 10 km róðri í karla -og kvennaflokkum. Í 5 km keppninni verður lagt af stað frá Arnarnesi yst í Skutulsfirði og róið í Suðurtanga. Kepp- endur í 10 km leggja af stað frá Hnífsdal, róa í Arnarnes og þaðan í Suðurtanga á Ísafirði. Lengri keppnin verð- ur póstaleikur með léttu ívafi þar sem keppendur eiga að fara í land og leysa létt og skemmtileg verkefni á tveimur stöðum á leiðinni. Baujurall verður á Pollinum á Ísafirði kl. 16 þennan sama laugardag. Um kvöldið er verðlaunaafhending, létt snarl og skemmtun í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað. Nánari upplýsingar um Siglingadaga 2001 verða á fréttavefnum bb.is Ágúst og Flosi bíða eftir stálgrindum í stórhýsi sitt Öll leyfi komin í höfn Nú eru starfsmenn verk- takafyrirtækisins Ágústs og Flosa á Ísafirði að girða af vinnusvæði við Hafnarstræti þar sem stórhýsi þeirra á að rísa á næstunni. Öll leyfi munu vera komin í höfn og nú er bara að bíða eftir stálgrind- unum í húsið. Unnið verður að hellulögn á svæðinu og viðlíka verkefnum við lóð hússins þangað til grindurnar koma en ekki er reiknað með því að húsið byrji að rísa fyrr en í september. Það á hins vegar að vera tilbúið fyrir jól. Verður það tæpir 9.000 rúm- metrar og heildargólfpláss um 2.100 fermetrar. Á myndinni er iðnverkamaðurinn Valdim- ar Jóhannsson (25 ára) í átökum við hellurnar. 29.PM5 19.4.2017, 09:372

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.