Bæjarins besta - 18.07.2001, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001
Stakkur skrifar
Fiskveiðibrot Norðmanna Netspurningin
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls
ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Aðeins er tekið við
einu svari frá hverri tölvu.
Niðurstöðurnar eru síðan
birtar hér.
Spurt var:
Telur þú að
fyrirhugað
íbúðarhverfi
á Ísafirði eigi
eftir að
byggjast upp?
Alls svöruðu 314.
Já sögðu 206 eða 65,61%
Nei sögðu 76 eða 24,20%
Að hluta sögðu
32 eða 10,19%
Jón F. Þórðarson á Ísafirði skrifar
,,Ég hef tillögu til úrbóta
sem er fljótvirk og kost-
ar ekki stóran pening“
Umhverfi Sorpbrennsl-
unnar Funa í Engidal
Það stingur óþægilega í
augu að líta í áttina að Sorp-
brennslunni Funa á Ísafirði.
Hvort hún er staðsett á þeim
heppilegasta stað sem völ var
á skal ekki lagður á dómur en
sorpbrennslan er þarna og
verður um ókomna framtíð.
Einhvers staðar verða vondir
að vera, sagði tröllskessan í
Drangey þá Guðmundur hinn
góði Hólabiskup vígði eyna.
Fjarðarbotninn er útivistar-
svæði okkar Ísfirðinga, vin-
sæll skokkstaður með meiru.
Þarna beint á móti sorphaug-
unum er grafreitur Ísfirðinga
og er leitt að hafa þessa sjón
fyrir augum þá vinir og vanda-
menn eru kvaddir hinstu
kveðju. Ekki meira um það.
Ég hef tillögu til útbóta, sem
er fljótvirk og kostar ekki
stóran pening og þetta mætti
gera strax. Það þarf að setja
timburvegg neðan við svæðið,
það háan að ekki sjáist inn
fyrir úr nágrenninu. Síðan
þyrfti að planta framan við
timburvegginn limgerði úr
Alaskavíði, sem er fljótvaxn-
asta trjátegund sem völ er á
og hentar vel á þessum stað.
Ef einhver er í vafa, þá skoði
hann limgerðið sem einhver
framsýnn plantaði bak við
fyrrverandi Vélsmiðjuna Þór
og er dæmi um það hvað hægt
er að gera á stöðum sem ekki
eru fýsilegir til trjáræktar við
fyrstu sýn. Limgerðið myndi
ná hæð veggjarins á ca. fimm
árum og er kostnaður við
plöntukaup óverulegur.
Ástandið eins og það er í
dag er ekki viðunnandi og
okkur til vansa. Við verðum
að hefjast handa strax. Vilji er
allt sem þarf og skilningur á
ástandinu. Undirritaður býður
hér með fram aðstoð sína og
leiðbeiningar um garðyrkju-
þáttinn án endurgjalds.
Hnífsdal 8. júlí 2001.
Jón Fanndal Þórðarson.
Sigríður Þrastardóttir á Ísafirði skrifar
,,flestir viðskiptavinir
verslana vilja fá að nota
tímann kl. 12-13 til að
kíkja í búðir“
Afgreiðslutími verslana
á Ísafirði (enn og aftur)
Kæru Vestfirðingar. Mig
langar til að brydda upp á um-
ræðu um opnunartíma versl-
ana á Ísafirði og finnst mörg-
um tími kominn til. Það hefur
tíðkast frá fyrstu tíð verslunar
hér í bæ að allir fari heim í
hádeginu. Sumir verslunar-
eigendur eru stoltir af því og
stæra sig reyndar af því að
geta lokað „sjoppunni“ og far-
ið heim að borða og halda því
fram að rekstraraðilar í
Reykjavík öfundi þá af því.
Mín skoðun er sú að þetta
viðhorf sé að ríða verslun í
okkar heimabyggð að fullu.
Í óformlegri könnun hefur
komið í ljós að flestir við-
skiptavinir verslana vilja fá
að nota tímann kl. 12-13 til að
kíkja í búðir en 14 af 26 starf-
andi fyrirtækjum í og við mið-
bæinn á Ísafirði skella á nefið
á þeim. Og hvert fara þeir þá?
Jú, margir fara beint í símann
og panta að sunnan það sem
þá vantar, með þeim tilkostn-
aði sem því fylgir, vegna þess
að þetta er kannski eini tíminn
sem fólkið hefur til útréttinga.
Ísfirðingar á Flateyri, Súganda
og Þingeyri eru orðnir frekar
fúlir yfir þessu og hættir að
reyna að leggja af stað í „kaup-
stað“ fyrr en eftir hádegi.
Áður en skólarnir voru
skyldaðir til einsetningar voru
önnur sjónarmið ríkjandi. Þá
þurfti að nota hádegið til að
hitta fjölskylduna og taka á
móti börnum úr skólanum og
senda önnur af stað. Vinnutími
fólks stjórnaðist þá eins og nú
af skólatíma barnanna. Í nú-
tíma þjóðfélagi hafa kröfurnar
einfaldlega breyst. Fólk sem
vinnur á morgnana vill klára
erindin í bænum áður en það
fer heim, í stað þess að þurfa
að fara margar ferðir fram og
til baka eða versla snemma
og klára útréttingar áður en
það fer að vinna, eða bara
nota hádegisverðarhéið í ann-
að en að borða, til dæmis að
versla.
Einnig veit ég til þess að
ferðamenn af höfuðborgar-
svæðinu líti á það sem kær-
komið tækifæri að rölta um
bæinn í rólegheitum, njóti
þess virkilega að hafa tíma til
að kíkja í búðir og versla oft
rækilega, séu verslanir opnar
á annað borð og með þokka-
legt vöruúrval.
Nú er svo komið að bærinn
vaknar ekki til lífsins fyrr en
allar verslanir hafa opnað aftur
eftir hádegislúrinn. Í fram-
haldi af því hefur ein verslun
gripið til þess ráðs að opna
klukkan 13.00. Hvenær bæt-
ast fleiri í þann hóp? Er það
fýsilegur kostur fyrir okkur
að hafa bara opið kl. 13-18?
Hvað haldið þið, kæru
verslunareigendur? Á hvaða
forsendum standið þið í rek-
stri? Er það ykkar skoðun að
viðskiptavinirnir eigi bara að
koma aftur og aftur þangað til
þeir hitta á opna búð? Eða
eruð þið að þessu til að þjóna
fólki, halda verslun í heima-
byggð og skapa ykkur sjálfum
atvinnu? Svari nú hver fyrir
sig.
Ef þessu heldur áfram sem
horfir, þá endar það með því
að Vestfirðingar skipta bara
við þá sem þjóna þeim á þeirra
forsendum – og fjölmenna þá
sem aldrei fyrr á draslmarkaði
í Félagsheimilinu í Hnífsdal
og hvert fara peningarnir þá?
Jú, beint suður og örugglega
ekki allir með viðkomu á
skattstofunni.
Auðvitað þurfa neytendur
vestra líka að hugsa sinn gang
aðeins. Fólk er mikið á ferð-
inni og verslar oft hugsunar-
laust í Kringlunni eða á
Laugaveginum þegar það gæti
auðveldlega gert það hérna
heima og notað tímann í höf-
uðborginni í eitthvað annað.
Ég veit dæmi þess að fólk er
að kaupa gjafir og annað að
sunnan og lítur ekki í búðir
hér heima. Gæti það verið
vegna þess að hér er komið að
lokuðum dyrum?
Þegar öll kurl koma til graf-
ar snýst þetta fyrst og fremst
um að svara kröfum neytenda
21. aldarinnar. Við stærum
okkur af bænum okkar og ný
fyrirtæki með bjartsýnum
rekstraraðilum skjóta upp
kollinum. Ég vil nota tæki-
færið og óska konunum þrem-
ur í Björnsbúðarhúsnæðinu til
hamingju með glæsilegar
verslanir. Útlitið virðist vera
bjart og við erum vonandi að
rísa upp á afturfæturna og
sporna við fólksfækkun og
neikvæðu umtali síðustu ára.
Fréttir berast af ungu fólki á
heimleið aftur, úrvinda á lík-
ama og sál eftir stórborgar-
ysinn. Kannski er hér atvinnu-
tækifæri fyrir einhverja – af-
leysingar í hádeginu. Ég leyfi
mér að fullyrða að verslun á
eftir að stóraukast í bænum ef
kaupmenn taka sig saman í
andlitinu.
Ég hef heyrt frá kaupmönn-
um að þeir séu boðnir og búnir
til þjónustu en það þurfa allir
að vera samstíga.
Hvernig væri að prófa í sex
mánuði? Væri ekki líka snið-
ugt að verslunartíminn á laug-
ardögum yrði samræmdur?
Hvernig væri tíminn kl. 10-
13? Sumar verslanir eru opnar
í heilan klukkutíma, aðrar kl.
10-14 og enn aðrar opna ekki
einu sinni.
Þessi umræða hefur komið
upp af og til í gegnum tíðina
og fólk talar mikið um þetta
sín á milli svo hefur málið
einfaldlega sofnað og enginn
gerir neitt.
Kæru Vestfirðingar, gerum
eitthvað í málinu STRAX!
– Sigríður Þrastardóttir.
Gerist áskrifendur
í síma 456 4560
Landhelgisgæsla Íslands færði hvorki fleiri né færri en fjögur norsk skip til
hafnar á Íslandi vegna brota á lögum um veiðar erlendra skipa í landhelgi Íslands.
Að vonum tóku fjölmiðlar við sér og talað var um nýja Smugudeilu eða nýtt Sig-
urðarmál. Varðskipið Óðinn kom með skipið Magnarson til Ísafjarðar á mánu-
dagsnóttina fyrir rúmri viku en Ægir síðar sama dag með þrjú til Seyðisfjarðar,
Inger Hildi, Tromsöybuen og Torson. Langt er síðan svo mikið hefur verið um-
leikis hjá Landhelgisgæslunni. Brot skipstjórans á Magnarson var að hafa til-
kynnt mun minni loðnuafla til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar en síðar
reyndist um borð í skipinu. Hinir skipstjórarnir voru sakaðir um
að hafa veitt innan landhelgi Íslands. Brotin voru því ekki þau
sömu. En margir íslenskir skipstjórar og sjómenn vildu meina
að loks hefðu Norðmenn verið staðnir að verki við að drýgja loðnukvóta sinn, en
norsk skip mega samkvæmt milliríkjasamningi veiða rúmlega fjörutíu og sex
þúsund tonn af loðnu í íslensku landhelginni, auk einhvers magns í landhelgi
Grænlands. Eru þeir sagðir leika þann leik að veiða Íslands megin en tilkynna
aflann veiddan í grænlensku landhelginni.
Loðnan hefur víst ekki gefið sig þeim megin á yfirstandandi vertíð. Hún er eins
og fleiri fisktegundir og fer sínar eigin leiðir. Það er líka sagt um Norðmennina
við loðnuveiðarnar. En Magnarson kom til Ísafjarðar og strax á mánudeginum
hófust yfirheyrslur og skýrslutökur. Löndun aflans hófst í Bolungarvík um
kvöldið og lauk að morgni. Sýslumaðurinn á Ísafirði gaf út ákæru á þriðju-
dagsmorgni á hendur skipsstjóranum, Ivar Taranger. Héraðsdómarinn á Vest-
fjörðum hafði engar vöflur á og kallaði skipstjórann strax fyrir dóm. Þar játaði
skipstjórinn brot sitt og bar við mistökum eða því sem lögin tala um sem gáleysi.
Málinu lauk með viðurlagaákvörðun og hann gekkst undir sekt upp á eina milljón
og átta hundruð þúsund krónur og að nærri sex hundruð og sjötíu tonna afli yrði
gerður upptækur, hvort tveggja í Landhelgissjóð Íslands. Laust eftir hádegið 10.
júlí var málinu lokið á Ísafirði, trygging fyrir sektinni hafði verið sett og skipið
lét úr höfn samdægurs.
Á Seyðisfirði gengu mál þannig fyrir sig að skipstjórarnir
voru ákærðir, tryggingar settar fyrir verðmæti afla samkvæmt
mati og mögulegri sekt. Voru þær á bilinu 8 til 12 milljónir.
Málin verða tekin fyrir í Héraðsdómi Austfjarða í september.
En á meðan á öllu þessu gekk var ekkert varðskip á miðunum. Það vekur athygli
á aðbúnaði Landhelgisgæslunnar, sem vegna fjárskorts heldur aðeins tveimur
skipum úti í einu. Óðinn, sem færði skipið til Ísafjarðar, kom nýr til landsins í
upphafi árs 1960 og Ægir var tekinn í notkun 1968. Þriðja skipið, Týr, kom til
landsins 1975. Allt fé sem rennur í Landhelgissjóð er því vel þegið og skorað er
á Alþingi og ríkisstjórn að hraða smíði nýs varðskips, sem þjónað getur hags-
munum Íslendinga, en þeirra þarf glögglega að gæta, samanber viðburði síðustu
viku. Héraðsdómari Vestfjarða og sýslumaður ásamt lögreglu og Landhelgisgæslu
eiga heiður skilinn fyrir skjót og góð vinnubrögð.
www.
bb.is
29.PM5 19.4.2017, 09:378