Bæjarins besta - 18.07.2001, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001
helgardagbókin
skemmtanir · fundir · fólk · sjónvarp · veður · íþróttir · fréttir · kirkjustarf
netið
Rótleysi, eða Tumbleweeds, er margverðlaunuð gæðamynd og var Janet Mc
Teer m.a. tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni sem sýnd
verður á Stöð 2 á sunnudagskvöld kl. 20:30. Hér segir af rótlausum mæðgum
sem flytjast sífellt bæja á milli til að forðast misheppnuð ástarsambönd móð-
urinnar. Slíkt líf er þó ekki innihaldsríkt og finnst þeim því mál að linni.
Rótlausar mæðgur
veðrið
Horfur á fimmtudag:
Fremur hæg austlæg eða
breytileg átt. Lítilsháttar
rigning með köflum,
einkum vestantil.
Horfur á föstudag:
Fremur hæg austlæg eða
breytileg átt.
Skúrir á víð og dreif.
Hiti 8-15 stig. Hlýjast inn
til landsins.
Á laugardag
og sunnudag:
Fremur hæg austlæg eða
breytileg átt.
Skúrir á víð og dreif.
Hiti 8-15 stig. Hlýjast inn
til landsins.
Á mánudag:
Fremur hæg austlæg eða
breytileg átt. Lítilsháttar
rigning með köflum,
einkum austantil.
Föstudagur 20. júlí
09.00 Glæstar vonir
09.20 Í fínu formi 4
09.35 Lífið sjálft (16:21) (e)
10.20 Fyrstur með fréttirnar (19:22)
11.05 Myndbönd
12.00 Nágrannar
12.25 Í fínu formi 5
12.40 Caroline í stórborginni (22:26)
13.00 Daman frá Shanghai
14.25 Þúsaldarspár
15.15 Ein á báti (25:26) (e)
16.00 Barnatími Stöðvar 2
17.45 Sjónvarpskringlan
18.05 Vinir (17:24)
18.30 Fréttir
19.00 Ísland í dag
19.30 Simpson-fjölskyldan (8:23)
20.00 Parísarferðin. (Passport To Par-
is) Melanie og Allyson verða í fyrstu
svekktar þegar mamma þeirra sendir þær
til afa síns í París. Afinn er upptekinn
sendiherra og lætur því aðstoðarmann
sinn passa stelpurnar. Þær kynnast hins
vegar tveimur frönskum strákum og mála
borgina rauða með þeim, aðstoðarmann-
inum til mikillar mæðu. Aðalhlutverk:
Mary-Kate Olsen, Ashley Olsen, Peter
White (1).
21.30 Blóðsugubaninn Buffy (16:22)
22.20 Ofurlöggan. (Supercop) Þegar
taka þarf valdamikinn fíkniefnabarón úr
umferð kemur aðeins einn maður til
greina, lögreglufulltrúinn Kevin Chan.
Honum til aðstoðar er hin glæsilega Yang
sem einnig er meistari í sjálfvarnarlist.
Þau lenda í alls kyns mannraunum þegar
þau reyna að frelsa kærustu Chans sem
glæpamennirnir hafa rænt og þurfa að
taka á honum stóra sínum til að ráða nið-
urlögum klíkunnar og frelsa stúlkuna.
Aðalhlutverk: Jackie Chan.
23.50 Boxarinn. (The Boxer) Eftir fjór-
tán ára fangelsisvist fyrir aðild að IRA er
Danny Flynn laus allra mála. Hann reynir
að taka upp þráðinn þar sem frá var
horfið, opnar æfingastöð fyrir unga box-
ara og hefur uppi á gömlu kærustunni.
Hann á þó erfitt með að fóta sig í lífinu
eftir allan þennan tíma á bak við lás og
slá og líður best í boxhringnum. Aðal-
hlutverk: Daniel Day-Lewis, Emily Wat-
son.
01.40 Vísundahermenn. (Buffalo Sold-
iers) Í kjölfar þess að þrælahald var af-
numið 1863 hélt fjöldi fyrrverandi þræla
í vesturátt í leit að betra lífi. Fjórum ár-
um síðar, eftir að borgarastyrjöldinni
lauk, skráðu þeldökkir sig í 9. og 10.
herfylki Bandaríkjahers og tóku þátt í
baráttunni gegn indíánunum. Þeir voru
kallaðir vísundahermennirnir og lentu í
alls kyns ævintýrum á sléttunum. Aðal-
hlutverk: Danny Glover, Bob Gunton,
Carl Lumbly.
03.15 Tónlistarmyndbönd
Laugardagur 21. júlí
08.00 Barnatími Stöðvar 2
09.45 Kisulóra
10.10 Nútímalíf Rikka
10.35 Risaeðlan. (T-Rex) Gamanmynd
sem gerist í framtíðinni. Theodore Rex
er nýjasti liðsmaður lögreglunnar. Hon-
um er falið að vinna með Katie Coltrane
sem hefur mikla reynslu. Þrátt fyrir að
Katie geti verið umburðalynd og sé ýmsu
vön slær samstarfið við T-Rex öllu við.
Hann er nefnilega risaeðla og fylgir ekki
hefðbundnum leikreglum okkar mann-
anna. Aðalhlutverk: Whoopi Goldberg,
Armin Mueller-Stahl, Juliet Landau, Bud
Cort.
12.00 Fuglastríðið í Lumbruskógi
13.05 Frí í Róm. (Roman Holiday) Anna
er konungborin en villir á sér heimildir
og þykist vera venjulegur ferðamaður.
Hún hittir blaðamann sem veit ekki hver
hún er og fellur fyrir henni. Aðalhlutverk:
Audrey Hepurn, Gregory Peck.
15.00 Glæfraspil
16.40 Glæstar vonir
18.30 Fréttir
18.50 Lottó
19.00 Ísland í dag
19.30 Hér er ég (8:24)
20.00 Undir sama þaki (4:7)
20.30 Sambýlingarnir 2. (The Odd Cou-
ple 2: Travellin´ Light) Æringjarnir Jack
Lemmon og Walter Matthau fara á kost-
um í þessari fjörugu gamanmynd. Það
eru 17 ár síðan Óskar og Felix sáu hvor
annan síðast. Óskar býr núna í Flórída
en Felix í New York. Leiðir þeirra liggja
saman vegna þess að börn þeirra ætla að
giftast. Þeir hittast á flugvellinum í Los
Angeles og leigja svo bíl til að komast á
leiðarenda. Ferðin er farsakennd og lenda
þeir félagar í ýmsum uppákomum. Aðal-
hlutverk: Jack Lemmon, Walther Matt-
hau, Christine Baranski.
22.10 Dogma. Frábær mynd úr smiðju
Kevins Smiths. Tveir óstýrlátir englar
hafa verið gerðir brottrækir úr himnaríki
og sendir til Wisconsin. Þeim líst ekkert
á það og halda til New Jersey en þar upp-
götva þeir svolítið sem gerir þeim kleift
að snúa aftur í himnasæluna. Vandamálið
er að það myndi þýða endalok mann-
kynsins. Upphefst nú eltingaleikur við
englana tvo og koma þar margar skraut-
legar persónur við sögu. Aðalhlutverk:
Linda Fiorentino, Matt Damon, Ben
Affleck.
00.20 Safnarinn. (Kiss the Girls) Morg-
an Freeman er pottþéttur í þessari
spennumynd um réttarsálfræðing hjá
lögreglunni sem notar hæfileika sína til
að hafa uppi á frænku sinni sem hefur
verið rænt. Sá sem hefur hana í haldi er
geðbilaður morðingi sem drepur þó ekki
öll fórnarlömb sín strax. Hann heldur
þeim föngnum sér til gamans. Aðalhlut-
verk: Cary Elwes, Morgan Freeman,
Ashley Judd.
02.15 Jack Frost - Einkalíf. (Touch of
Frost 6 - Private Lives) Frost er kallaður
út vegna tilraunar til ráns í ölgerð nokk-
urri en gamall andstæðingur hans, Leo
Armfield, reynist standa á bak við hana.
Frost getur vart leynt gleði sinni yfir því
að fá loks tækifæri til að gera upp gamlar
skuldir.
03.40 Tónlistarmyndbönd
Sunnudagur 22. júlí
08.00 Barnatími Stöðvar 2
12.00 Sjónvarpskringlan
12.15 Mótorsport (e)
12.40 Bítlarnir. Bítlarnir John Lennon,
Paul McCartney, George Harrison og
Ringo Starr flytja nokkur af þekktustu
lögum sínum.
13.20 Dallas: Bræður munu berjast
14.45 Gerð myndarinnar Shrek
15.10 Oprah Winfrey
16.00 Nágrannar
18.00 Afleggjarar (4:12) (e) Í Afleggj-
urum er Þorsteinn J. einn á ferð með
myndbandstökuvélina sína. Sviðið er
Reykjavík, Los Angeles, Kaupmanna-
höfn, Indiana, Madríd og íslenska lands-
byggðin. Þorsteinn ræðir við fólk sem á
vegi hans verður út frá þeirri hugmynd
að heimurinn sé í rauninni aðeins ein
stór stofa.
18.30 Fréttir
19.00 Ísland í dag
19.30 Jonathan Creek (9:18)
20.30 Rótleysi. (Tumbleweeds) Mary Jo
Walker og 12 ára dóttir hennar, Ava,
flytja til smábæjar í grennd við San Di-
ego. Allt leikur í lyndi hjá þeim mæðgum
þar til Mary Jo kynnist vörubílstjóranum
Jack Ranson. Í kjölfarið fjarlægjast þær
hvor aðra en samt er eins og hamingjan
sem þær eru sífellt að leita sé ávallt rétt
handan við hornið. Aðalhlutverk: Jay
O. Sanders, Gavin O´Connor, Janet
McTeer, Kimberley J. Brown.
22.15 Orðspor (1:9) (Reputations)
Heimildaþáttur um boxarann Joe Louis.
Enginn hefur verið lengur heimsmeistari
í þungavigt því Louis hélt titlinum í
nærri 12 ár. Hann á yfir 70 bardaga að
baki og í meira en þriðjungi þeirra var
heimsmeistaratitillinn lagður að veði.
23.05 Birdy. Birdy fékk taugaáfall eftir
Víetnamsstríðið og er lokaður inni á hæli.
Sálfræðingurinn Al Columbato, æsku-
vinur hans, reynir að ná til Birdys þar
sem hann situr inni og er fullviss um að
hann sé orðinn fugl. Aðalhlutverk: Matt-
hew Modine, Nicolas Cage, John Hark-
ins.
01.05 Norður og niður (3:10) (e) (The
Lakes) Beverly hefur augastað á John en
veit ekki að hann hefur banað systur
hennar.
01.45 Tónlistarmyndbönd
Föstudagur 20. júlí
15.50 Suður-Ameríku bikarinn. Út-
sending frá leik Argentínu og Úrúgvæ í
C-riðli sem fram fór í gærkvöld.
17.30 David Letterman
18.15 Sjónvarpskringlan
18.30 Íþróttir um allan heim
19.30 Gillette-sportpakkinn
20.00 Hestar 847. Hestar 847 er nýr og
skemmtilegur þáttur. Daníel Ben Þor-
geirsson og Guðrún Astrid Elvarsdóttir
munu verða á faraldsfæti í sumar og
fylgjast með nánast öllu sem viðkemur
hestamennsku hérlendis og erlendis.
Fylgst verður með mótum sumarsins,
farið verður í hestaferðir, skemmtanalífið
á hesthúsabörunum verður kannað að
ógleymdu slúðrinu í hestaheiminum.
20.30 HM í ralli
21.00 Með hausverk um helgar
23.00 David Letterman
23.45 Glæpahyski. (Felons) Garðveisl-
an hjá Löru og Quinn gengur vel og vin-
ir þeirra og nágrannar skemmta sér ágæt-
lega. En þegar Max Targenville, sem
býr í næsta húsi, fer að láta dólgslega fer
allt úr böndunum. Fyrr en varir er farið
að sauma illþyrmilega að ófriðarseggn-
um sem sagður er búa yfir ljótu leyndar-
máli. Fleiri gestir blanda sér í átökin og
garðveislan er við það að breytast í blóð-
bað. Aðalhlutverk: Erika Eleniak, C.
Thomas Howell, Jack Scalia, James
Russo.
01.20 Arizona yngri. (Raising Arizona)
McDonnough-hjónin þrá að eignast barn
en náttúran er þeim andsnúin. Þau eru
tilbúin að leggja ýmislegt á sig en eiga
erfitt með að leita hefðbundinna leiða.
Hún er fyrrverandi lögga en hann er
haldinn illa haldinn af stelsýki. Þau neita
samt að gefast upp og grípa til örþrifa-
ráða. Maltin gefur þrjár og hálfa stjörnu.
Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Holly Hunt-
er, John Goodman, Trey Wilson.
02.55 Dagskrárlok og skjáleikur
Laugardagur 21. júlí
17.40 Íþróttir um allan heim
18.35 Babylon 5 (17:22)
19.20 Í ljósaskiptunum (4:29) (e)
19.50 Lottó
20.00 HM í ralli
20.30 Eitt sinn þjófur (2:22) (Once a
Thief 1) Spennumyndaflokkur úr smiðju
Johns Woos. Mac, Li Ann og Victor
eiga vafasama fortíð að baki. Þau starfa
nú saman fyrir alþjóðlegan aðila sem
berst gegn glæpum. Verkefnin eru af
ýmsum toga og þau eru hættuleg.
21.20 Klikkaðar kerlingar. (Mad Cows)
Bresk gamanmynd. Það gengur allt á
afturfótunum hjá Maddy, sem er einstæð
móðir. Hún er handtekin fyrir búðar-
hnupl og þá virðast henni öll sund lokuð.
Barnsfaðir hennar neitar að koma til
hjálpar og yfirvöld ráðgera að koma
barninu hennar í fóstur. Maddy þráast
við og er staðráðin í að bjarga bæði
sjálfri sér og barninu. Aðalhlutverk: Anna
Friel, Joanna Lumley, Anna Massey,
Phyllida Law.
23.00 Svartnætti. (Keys to Tulsa) Richt-
er Boudreau lifir í skugga móður sinnar.
Hún er vel þekkt af störfum sínum en
sjálfur er hann kvikmyndagagnrýnandi
á bæjarblaðinu. Hann er rekinn úr vinn-
unni, æskuástin giftist öðrum og loks er
Richter sviptur tilkalli til auðæfa móður
sinnar. Ofan á allt þetta bregst besti vin-
urinn og reynir að kúga peninga af Richt-
er. Svartnættið er algjört og Richter sér
fáar leiðir til að snúa vörn í sókn. Aðal-
hlutverk: Eric Stoltz, Cameron Diaz,
James Spader, James Coburn, Mary
Tyler Moore.
01.00 Hnefaleikar. Bein útsending frá
hnefaleikakeppni í Las Vegas. Á meðal
þeirra sem mætast eru Shane Mosley,
heimsmeistari WBC-sambandsins í velti-
vigt, og Adrian Stone. Einnig koma við
sögu þungavigtarkapparnir Michael
Grant og Jameel McCline.
04.00 Dagskrárlok og skjáleikur
Sunnudagur 22. júlí
14.30 Hnefaleikar - Shane Mosley
17.30 Hestar 847
18.00 Golfmót í Bandaríkjunum
19.00 Sjónvarpskringlan
19.20 Kraftasport. Fylgst er með
keppninni Sterkasti maður Íslands. (Fyrri
hluti).
19.50 Suður-Ameríku bikarinn. Bein
útsending frá 8 liða úrslitum.
22.00 HM í ralli
22.30 Suður-Ameríku bikarinn. Bein
útsending frá 8 liða úrslitum.
00.30 Sjónvarpsfréttir. (Broadcast
News) Fylgst er með nokkrum manneskj-
um í darraðardansi fréttaheimsins. Aaron
Altman er snjall og klókur við að krækja
í fréttirnar en handónýtur við að koma
þeim frá sér í sjónvarpi. Jane Craig er út-
sendingarstjóri frétta; metnaðargjörn
kona sem lifir innantómu lífi og leggur
ofurást á vinnu sína. Aðalhlutverk: Holly
Hunter, William Hurt, Albert Brooks,
Joan Cusack, Robert Prosky.
02.40 Dagskrárlok og skjáleikur
Föstudagur 20. júlí
16.30 Myndastyttur
17.00 Charmed
Föstudagur 20. júlí
17.00 Fréttayfirlit
17.03 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Stubbarnir (49:90)
18.30 Falda myndavélin (3:60)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið
20.10 Lögregluhundurinn Rex (8:15)
Austurrískur sakamálaflokkur um Rex
og samstarfsmenn hans og baráttu þeirra
við glæpalýð.
20.55 Kærleiksgjöfin. (The Gift of Love:
The Daniel Huffman Story) Bandarísk
sjónvarpsmynd um ungan pilt sem kem-
ur ömmu sinni til bjargar í erfiðum veik-
indum. Aðalhlutverk: Debbie Reynolds
og Ed Marinaro.
22.30 Gullmótið í Monte Carlo
00.30 Ótti og andstyggð í Las Vegas.
(Fear and Loathing in Las Vegas) Bíó-
mynd frá 1998 byggð á sögu eftir Hunter
S. Thompson um blaðamann og lögfræð-
ing hans sem fara til Las Vegas að skrifa
um vélhjólakappakstur en ferð þeirra
leysist upp í tómt dóprugl og þvælu.
Aðalhlutverk: Johnny Depp og Benicio
Del Toro.
02.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Laugardagur 21. júlí
09.00 Morgunsjónvarp barnanna
09.02 Stubbarnir (50:90)
09.30 Mummi bumba (41:65)
09.37 Dýrabraut 64 (17:26)
09.55 Þrír spæjarar (24:26)
10.17 Krakkarnir í stofu 402 (28:40)
10.25 Pokémon (3:52)
10.50 Kastljósið
11.10 Skjáleikurinn
15.00 Landsmót UMFÍ
16.00 Gullmótið í Monte Carlo
18.00 Táknmálsfréttir
18.10 Fíklaskólinn (18:22)
18.54 Lottó
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið
20.00 Mathilda. (Mathilda) Bandarísk
gamanmynd um unga stúlku sem býr
yfir kjarki og hæfileikum til að breyta
því sem henni þykir ábótavant í umhverfi
sínu. e. Aðalhlutverk: Danny DeVito,
Rhea Perlman, Embeth Davidtz, Pam
Ferris og Mara Wilson.
21.35 Rebus - Dauðar sálir. (Rebus:
Dead Souls) Skosk sakamálamynd þar
sem lögreglufulltrúinn Rebus í Edinborg
glímir við erfitt mál. Aðalhlutverk: John
Hannah.
23.35 Trúin flytur fjöll. (Leap of Faith)
Bandarísk bíómynd frá 1992 um farand-
trúboða sem beitir tæknibrellum til að
ginna auðtrúa fólk. e. Aðalhlutverk: Steve
Martin, Debra Winger, Lolita David-
ovich og Liam Neeson.
01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Sunnudagur 22. júlí
09.00 Morgunsjónvarp barnanna
09.02 Disneystundin
09.55 Prúðukrílin (105:107)
10.22 Babar (3:65)
10.45 Draumaduft (8:13)
10.50 Kastljósið
11.10 Skjáleikurinn
14.00 Íslandsmót í hestaíþróttum. Bein
útsending frá mótinu sem fram fer á
Varmárbökkum í Mosfellsbæ.
16.20 Maður er nefndur
17.00 Geimferðin (7:26)
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Dana
18.15 Lísa (9:13)
18.22 Hænuegg (2:3)
18.30 Óskatennurnar (3:3)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Deiglan
20.00 Judith Ingólfsson á Listahátíð
Þáttur um Judith Ingólfsson sem er ungur
og efnilegur fiðluleikari af íslenskum
ættum sem hefur vakið heimsathygli.
Sýnt verður frá tónleikum Judith sem
voru á Listahátíð árið 2000.
21.00 Fyrr og nú (12:22)
21.45 Fréttir aldarinnar
21.50 Helgarsportið
22.10 Auga Evu. (Evas øye) Norsk bíó-
mynd frá 1998 byggð á sögu eftir Karin
Fossum. Tvö hrottaleg morð eru framin
í annars friðsælum bæ og Eva, hálffertug
fráskilin kona, virðist tengjast báðum
málunum. Aðalhlutverk: Andrine Sæt-
her, Bjørn Sundquist, Gisken Armand,
Sverre Anker Ousdal og Lasse Kolsrud.
23.55 Fótboltakvöld.
00.15 Deiglan
00.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Gerist áskrifendur
í síma 456 4560
http://www.mmedia.is/
~havard
Knattspyrnufélagið
Hávarður Ísfirðingur,
knattspyrnufélag brott-
fluttra Ísfirðinga, hefur
komið sér upp heimasíðu.
Þar er hægt að nálgast
ýmsar upplýsingar um
félagið, svo sem um
leikmenn, leiki liðsins og
úrslit, meiðsli leikmanna,
fréttir af félagsstarfinu og
ýmislegt sem þeir félag-
arnir gera utan vallar. Til
dæmis má sjá myndir frá
lokahófi síðasta árs. Þá er
á síðunni gestabók sem
öllum er velkomið að skrá
sig í og eru margar
skemmtilegar skráningar í
gestabókinni.
kirkja
Staðarkirkja Grunnavík.
Messa n.k. sunnudag
kl. 14. Vesturferðir
annast fólksflutninga
og taka við pöntunum.
29.PM5 19.4.2017, 09:3710