Bæjarins besta - 21.11.2001, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001
Á réttri bylgjulengd
helgardagbókin
skemmtanir · fundir · fólk · sjónvarp · veður · íþróttir · fréttir · kirkjustarf
netið
Sportiðí beinni○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○
Ríkissjónvarpið
Laugardagur 24. nóvember kl. 14:25
Þýski boltinn: Leikur óákveðinn
Laugardagur 24. nóvember kl. 16:30
Íslandsmótið í handbolta: Leikur óákveðinn
Sýn
Miðvikudagur 21. nóvember kl. 19:30
Meistarakeppni Evrópu: Deportivo La Coruna – Arsenal
Miðvikudagur 21. nóvember kl. 21:45
Meistarakeppni Evrópu: Juventus – Bayer Leverkusen
Laugardagur 24. nóvember kl. 15:50
Kjörísbikarinn: UMFN/KR – Keflavík/Þór
Dennis Quaid leikur aðalhlutverkið í spennumyndinni Á réttri bylgjulengd, eða
Frequency, sem Stöð 2 sýnir kl. 22:05 á laugardagskvöld. John Sullivan, lög-
reglumaður í New York, missti föður sinn af slysförum fyrir mörgum árum. Eft-
ir dauðsfallið var mörgum spurningum ósvarað og John hefur oft hugleitt
hvernig koma hefði mátt í veg fyrir slysið. Hann býst við að málið verði alltaf
ráðgáta en þar skjátlast honum. John er í þann mund að fá upplýsingar að
handan sem þola vart dagsljósið.
helgin
Fjölmenningasetrið:
Rætur, félag áhugafólks
um menningarfjölbreytni,
heldur aðalfund sinn í
Fjölmenningarsetrinu,
laugardaginn 24. nóvem-
ber kl. 14:00. Auk aðal-
fundarstarfa verður sagt
frá heimsþingi Sameinuðu
þjóðanna gegn kynþátta-
fordómum.
www.avrik.is
avrik.is er heimasíða Al-
mannavarna ríkisins.
Undir liðnum forvarnasvið
má lesa sér til um hvernig
hægt er að draga úr
áhættu vegna almanna-
vár, t.d. vegna eldgosa,
snjóflóða, jarðskjálfta
o.s.frv. Náttúruhamfarir
verða yfirleitt án nokkurrar
viðvörunar og til að
bregðast sem best við
þeim skaða sem náttúru-
hamfarir geta orsakað
þurfa allir að undirbúa við-
brögð sín fyrirfram og því
er mikilvægt að á hverju
heimili sé til heimilisáætl-
un. Eru þarna leiðbeining-
ar um hvernig hægt er að
gera slíka heimilisáætlun
og eins almennar ráðstaf-
anir ef hættuástand skap-
ast. Fjölmargar aðrar upp-
lýsingar er þarna að finna
og má t.d. nefna. að þar
kemur fram hvernig
bregðast skuli við ef grun-
ur er á póstsendingum
sem innihalda miltis-
brandsgró.
veðrið
Horfur á fimmtudag:
Vaxandi sunnanátt, 15-20
m/s og rigning síðdegis.
Hlýnandi veður.
Horfur á föstudag:
Suðvestanátt. Skúrir og
síðan él sunnan- og vest-
an til. Hiti 0-5 stig.
Horfur á laugardag:
Suðvestanátt. Skúrir og
síðan él sunnan- og vest-
an til. Hiti 0-5 stig.
Horfur á sunnudag:
Norðlæg átt eða él á
norðanverðu landinu og
fremur kalt.
Horfur á mánudag:
Norðlæg átt eða él á
norðanverðu landinu og
fremur kalt.
Föstudagur 23. nóvember
17.10 Leiðarljós
17.55 Táknmálsfréttir
18.05 Stubbarnir (66:90)
18.35 Nornin unga (8:24)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið
20.10 Herbie í Monte Carlo. (Herbie
goes to Monte Carlo) Ævintýra mynd
um Volkswagenbjölluna Herbie sem tek-
ur þátt í kappakstri frá París til Monte
Carlo. Aðalhlutverk: Dean Jones, Don
Knotts og Julie Somers.
21.55 Af fingrum fram (7:7) Gestur
Jóns Ólafssonar að þessu sinni er Eyjólfur
Kristjánsson.
22.35 Voðinn vís. (When Worlds
Collide) Bíómynd frá 1951. Árekstur
jarðarinnar og annarrar plánetu vofir yfir
og hafin er smíði geimflaugar til þess að
koma völdum einstaklingum undan.
Aðalhlutverk: Richard Derr, Barbara
Rush, John Hoyt og Larry Keating.
23.55 Systragervi. (Sister Act) Banda-
rísk bíómynd frá 1992 um söngkonu
sem felur sig í klaustri eftir að hún heryrir
kærastann sinn leggja á ráðin um morð.
e. Aðalhlutverk: Whoopi Goldberg,
Maggie Smith og Harvey Keitel.
01.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Laugardagur 24. nóvember
09.00 Morgunsjónvarp barnanna
09.30 Mummi bumba (59:65)
10.15 Pokémon (21:52)
11.10 Kastljósið
11.30 Mósaík
12.05 At
12.30 Skjáleikurinn
13.30 Markaregn
14.25 Þýski fótboltinn. Bein útsending
frá leik í úrvalsdeildinni.
16.30 Íslandsmótið í handbolta. Bein
útsending.
18.00 Táknmálsfréttir
18.10 Vinsældir (14:22)
18.54 Lottó
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
20.00 Milli himins og jarðar
20.55 Lán var að hitta Lizzie. (Thank
God He Met Lizzie) Áströlsk mynd um
ungan mann sem er í tilvistarkreppu eftir
misheppnuð sambönd. Hann kynnist
lækni, Lizzie, sem síðar verður konan
hans, en það er erfitt að afmá fortíðina úr
huganum. Aðalhlutverk: Cate Blanchett,
Richard Roxburgh og Frances O´Conn-
or.
22.30 Bandarísk brjálsemi. (American
Psycho) Bandarísk hryllingsmynd frá
árinu 2000 um ungan mann sem er ekki
allur þar sem hann er séður. Aðalhlut-
verk: Christian Bale, Willem Dafoe, Jar-
ed Leto og Reese Witherspoon.
00.15 Rebus - Myrkraverk. (Rebus:
Hanging Garden) Skosk sakamálamynd
um Rebus lögreglufulltrúa í Edinborg.
Aðalhlutverk: John Hannah.
01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Sunnudagur 25. nóvember
09.00 Morgunsjónvarp barnanna
09.02 Disneystundin
11.05 Nýjasta tækni og vísindi
11.20 Kastljósið
11.40 Skjáleikurinn
14.00 Þrekmeistarinn
15.00 Mósaík
15.35 Maður er nefndur
16.10 Markaregn
17.00 Geimferðin (24:26)
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Stundin okkar
18.30 Spírall (8:10)
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið
20.00 Þúsund og einn dagur. Þáttur
um Steindór Hjörleifsson leikara og
fyrsta dagskrárstjóra Sjónvarpsins.
20.40 Bókaást (2:3)
21.10 Fréttir aldarinnar
21.30 Syndir (6:7)
22.25 Helgarsportið
22.45 Brautarstöðin. (Central do Bras-
il) Brasilísk bíómynd frá 1998. Fyrrver-
andi kennari, sem skrifar bréf fyrir ólæst
fólk, og drengur, sem hefur nýlega misst
móður sína, leggja upp í mikla leit að
föður drengsins. Aðalhlutverk: Fern-
anda Montenegro, Olivia Pera og Viní-
cius de Olivera.
00.30 Kastljósið
00.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Föstudagur 23. nóvember
06.58 Ísland í bítið
09.00 Glæstar vonir
09.20 Í fínu formi 4
09.35 Á Lygnubökkum (15:26) (e)
10.00 Stræti stórborgar (23:23) (e)
10.45 Oprah Winfrey
11.30 Myndbönd
12.00 Nágrannar
12.25 Í fínu formi 5
12.40 Sápuóperan (7:17) (e)
13.00 Sporlaust
14.55 Andrea (e)
15.20 Ein á báti (17:24) (e)
16.00 Barnatími Stöðvar 2
17.20 Skriðdýrin
17.45 Sjónvarpskringlan
18.05 Seinfeld (19:22)
18.30 Fréttir
19.00 Ísland í dag (e)
19.30 Simpson-fjölskyldan (3:21)
20.00 Stjörnustríð (Star Wars Episode
VI: Retu) Stjörnustríðið geisar enn. Fram
undan eru hatrömm átök og heimsveldið
riðar til falls. Han Solo er tekinn höndum
en hjálpin er skammt undan. Logi geim-
gengill safnar liði og Svarthöfði má vara
sig.Aðalhlutverk: Mark Hamill, Harrison
Ford, Carrie Fisher, Billy Dee Williams.
22.20 Blóðsugubaninn Buffy (12:22)
23.10 Almennilegur krimmi. (Ordinary
Decent Criminal) Glæpamynd af betri
gerðinni. Michael Lynch er slóttugur
þjófur í Dublin á Írlandi. Í augum félaga
sinna er hann hinn fullkomni glæpa-
maður en hvað eftir annað hefur honum
tekist að snúa á lögregluna. Nú er svo
komið að afbrotin snúast ekki endilega
um það að hafa sem mest upp úr krafsinu.
Michael er rekinn áfram af öðrum hvöt-
um og það býður hættunni heim. Aðal-
hlutverk: Kevin Spacey, Linda Fioren-
tino, Peter Mullan, Helen Baxendale.
00.45 Heitt í kolunum. (Mercury Rising)
Alríkislögreglumaðurinn Art Jeffries á
við mörg persónuleg vandamál að stríða.
Hann er tæpur á tauginni og í starfi eru
honum nær einungis falin lítilvæg verk-
efni. Þegar hann er fenginn til að rann-
saka hvarf 9 ára einhverfs stráks fer
heldur betur að hitna í kolunum. Aðal-
hlutverk: Alec Baldwin, Bruce Willis,
Miko Hughes.
02.35 Sporlaust. (Without a Trace)
Átakanleg kvikmynd um lífsreynslu ein-
stæðrar móður. Eins og venjulega kvaddi
háskólaprófessorinn Susan Selky sex ára
son sinn Alex áður en hann fór í skólann
og hún í vinnuna. Þegar Susan kom
heim síðdegis bólaði ekkert á drengnum.
Lögreglumanninum Al Menetti var falið
málið en á litlu var að byggja. Móðirin
neitaði að gefast upp og var öðrum hvatn-
ing með einstöku baráttuþreki sínu. Að-
alhlutverk: Kate Nelligan, Judd Hirsch,
David Dukes, Stockard Channing.
04.35 Ísland í dag (e)
05.00 Tónlistarmyndbönd
Laugardagur 24. nóvember
08.00 Barnatími Stöðvar 2
10.15 Paulie páfagaukur. (Paulie) Þessi
töfrandi fjölskyldumynd fjallar um Paul-
ie sem er hraðmæltasti og fyndnasti páfa-
gaukur í heimi. Paulie ákveður að leita
að stúlkunni sem ól hann upp og lendir í
margvíslegum ævintýrum sökum ógæti-
legrar orðanotkunar. Paulie kemst þó að
því að mælgi hans, vonarhugur og furðu-
leg hjörð af dýrum sem kallast menn,
geta hjálpað honum að láta þennan dýr-
mætasta draum sinn rætast. Aðalhlut-
verk: Cheech Marin, Gena Rowlands,
Tony Shalhoub.
11.50 Glæstar vonir
13.35 60 mínútur (e)
14.20 Alltaf í boltanum
14.45 Enski boltinn. Bein útsending.
17.05 Best í bítið
17.40 Oprah Winfrey
18.30 Fréttir
18.55 Lottó
19.00 Ísland í dag (e)
19.30 Dharma og Greg (11:24)
20.00 Ó, ráðhús (15:23)
20.30 Utanbæjarfólkið. (The Out of
Towners) Hjónin Henry og Nancy Clark
eru frá Miðvesturríkjunum. Þau eru kom-
in til New York í viðskiptaerindum en
Henry er boðaður í mikilvægt starfsvið-
tal. Hjónin eru ávallt með allt sitt á hreinu
en röð óvæntra atvika setur áætlun þeirra
algerlega úr skorðum. Í stórborginni
leynast víða hættur og það er vissara
fyrir utanbæjarfólk að fara að öllu með
gát. Aðalhlutverk: Steve Martin, Goldie
Hawn, Mark McKinney, John Cleese.
22.05 Á réttri bylgjulengd. (Frequency)
John Sullivan, lögreglumaður í New
York, missti föður sinn af slysförum
fyrir mörgum árum. Eftir dauðsfallið
var mörgum spurningum ósvarað og
John hefur oft hugleitt hvernig koma
hefði mátt í veg fyrir slysið. Hann býst
við að málið verði alltaf ráðgáta en þar
skjátlast honum. John er í þann mund að
fá upplýsingar að handan sem þola vart
dagsljósið. Aðalhlutverk: Dennis Quaid,
Jim Caviezel, Andre Braugher, Shawn
Doyle.
00.00 Gullauga. (Goldeneye) Hörku-
spennandi mynd með Pierce Brosnan í
hlutverki spæjarans 007. Fyrrverandi
bandamaður James Bonds er orðinn
stórtækur í undirheimum Rússlands og
svífst einskis. En illvirkin bitna ekki ein-
ungis á kommúnistaríkinu fyrrverandi
því hinum vestræna heimi er einnig ógn-
að. Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Sean
Bean, Izabella Scorupco, Robbie Coltr-
ane.
02.05 Uppgjör. (Draw) Vestri af betri
gerðinni. Útlaginn Harry H. Holland er
á flótta undan vörðum laganna. Hann er
nú innikróaður á hóteli og virðast allar
bjargir bannaðar. Til að bæta gráu ofan á
svart er gamall óvinur hans, Sam Starrett,
mættur á svæðið og uppgjör er óumflýj-
anlegt. Aðalhlutverk: Kirk Douglas, Jam-
es Coburn, Alexandra Bastedo.
03.45 Tónlistarmyndbönd
Sunnudagur 25. nóvember
08.00 Barnatími Stöðvar 2
12.00 Sjónvarpskringlan
12.15 60 mínútur II (e)
13.05 Nágrannar
15.00 Jólaósk Rikka Ríka. (Richie
Rich´s Christmas Wish) Ríkasti krakki í
heimi, Rikki ríki, er skammaður fyrir að
hafa eyðilagt jólin heima hjá sér og í
bræði sinni óskar hann þess að hann hafi
aldrei fæðst. Vísindamaðurinn Keenbean
hefur búið til vél sem lætur óskir rætast
og Rikka ríka verður óvart að ósk sinni.
Nú er eina von Rikka að hafa uppi á pró-
fessornum til þess að koma lífi sínu í
samt horf. Aðalhlutverk: David Gallag-
her, Eugene Levy.
16.25 Simpson-fjölskyldan (22:23)
16.50 Andrea (e)
17.15 Sjálfstætt fólk (e)
17.40 Oprah Winfrey
18.30 Fréttir
19.00 Ísland í dag (e)
19.30 Viltu vinna milljón?
20.25 Ást og körfubolti. (Love and
Basketball) Þriggja stjarna ástarsaga.
Quincy McCall og Monica Wright hafa
þekkst frá því í barnaskóla. Þau virðast
sniðin hvort fyrir annað en alltaf stendur
eitthvað í veginum. Þau fullorðnast og
verða bæði frábærir íþróttamenn en ástin
situr enn þá á hakanum. Quincy er nú
heitbundin annarri konu og ástarævintýri
með Monicu virðist heyra sögunni til.
Aðalhlutverk: Omar Epps, Sanaa Lath-
an, Alfre Woodard.
22.30 60 mínútur
23.20 Prívat (3:3) Valgerður Bjarna-
dóttir framkvæmdastjóri í ítarlegu viðtali
við Hans Kristján Árnason. Valgerður
er margfróð um Evrópumál og íslensk
stjórnmál sömuleiðis. Hún er dóttir
Bjarna Benediktssonar og var gift
Vilmundi heitnum Gylfasyni.
00.20 Pólskt brúðkaup. (Polish Wedd-
ing) Skemmtileg mynd um líf pólskrar
stórfjölskyldu sem rennur heitt blóð í
æðum. Móðirin Jadzia er höfuð fjöl-
skyldunnar. Hún á fimm börn og er ham-
ingjusamlega gift en gefur sér góðan
tíma til þess að gamna sér með yfirmanni
sínum. Chala dóttir hennar er ekki heldur
við eina fjölina felld. Aðalhlutverk:
Gabriel Byrne, Lena Olin, Claire Danes.
02.05 Feitir félagar (4:6) (e)
02.55 Tónlistarmyndbönd
00.55 Slys. (Accident) Umdeild mynd
frá árinu 1967 sem olli nokkurri hneyksl-
an á sínum tíma og þótti framúrstefnuleg
í efnistökum. Handritið, sem er eftir
Harold Pinter, er byggt á samnefndri
skáldsögu eftir Nicholas Mosley og segir
frá hinni ungu Önnu sem verður fyrir
því áfalli að missa unnusta sinn í hræði-
legu bílslysi. Tveir menn, Stephen og
Charlie, vilja koma henni til aðstoðar í
sorginni en spurningin er hversu heiðar-
leg sú hjálp er. Aðalhlutverk: Jacqueline
Sassard, Stanley Baker, Michael York,
Dirk Bogarde, Harold Pinter.
02.40 Dagskrárlok og skjáleikur
Laugardagur 24. nóvember
18.00 Íþróttir um allan heim
18.54 Lottó
19.00 Í ljósaskiptunum (7:17)
20.00 Eitt sinn þjófur (12:22)
21.00 HM í ralli
21.30 Dómsdagur. (Terminator 2:
Judgement Day) Umtöluð spennumynd
sem sópaði að sér verðlaunum. Tortím-
andinn er enn á ferðinni og þjónustu-
stúlkan Sarah Connor blandast í málið.
Aðstæður hennar eru breyttar og hún er
orðin móðir. Sonur hennar er skotmark
óvinanna og fram undan er barátta upp á
líf og dauða. Sarah stendur hins vegar
ekki ein, öflug stríðsvél er henni til varn-
ar. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegg-
er, Linda Hamilton, Edward Furlong,
Robert Patrick, Earl Boen.
23.50 Hnefaleikar - Hasim Rahman.
Útsending frá hnefaleikakeppni í Las
Vegas í Bandaríkjunum um síðustu helgi.
Föstudagur 23. nóvember
18.00 Heklusport
18.30 Sjónvarpskringlan
18.45 Gillette-sportpakkinn
19.15 Alltaf í boltanum
19.45 Fífl og furðufuglar (11:18)
20.30 HM í ralli
21.00 Með hausverk um helgar
23.00 Mac. Niccolo (Mac) Vitelli er
elstur þriggja bræðra og tekur við stjórn
fjölskyldunnar er faðir hans deyr. Fað-
irinn var byggingameistari og synirnir
taka við störfum hans. Í fyrstu vinna þeir
fyrir skussann og svikahrappinn Polo-
wski en gefast fljótlega upp á því og
ákveða að stofna eigið fyrirtæki. Við-
skiptin ganga vel en vinnufíkn og full-
komnunarárátta Macs reynist bræðrun-
um erfið viðureignar. Aðalhlutverk: Nic-
holas Turturro, Ellen Barkin, Matthew
Sussman.
Pantið jólaauglýs-
ingarnar tímanlega.
Síminn er 456 4560
47.PM5 19.4.2017, 09:4814