Bæjarins besta - 21.11.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 9
ngarvík
þessa umræðu sem fram hefur
farið um stöðu smábátanna.
Auðvitað má deila um þá hluti
en bæjarstjórnin hér hefur
staðið afskaplega vel með
smábátaeigendum og reynt að
hafa áhrif á stjórnvöld til að
treysta rekstrargrundvöll smá-
bátaútgerða. Við höfum
reyndar verið ásakaður fyrir
það af stærri útgerðaraðilum
að horfa ekki einnig til þeirra
hagsmuna. Mitt svar er ein-
faldlega það, að meiri hags-
munir verði að víkja fyrir
minni.
Þrátt fyrir það megum við
ekki gleyma hlutverki og þýð-
ingu þeirra stærri skipa sem
hér eru og hafa skapað mikla,
góða og örugga atvinnu. Sem
betur fer hafa minni fiskvinn-
slufyrirtæki starfað hér og
dafnað. Eflaust hefur aðhalds-
og útsjónarsemi stjórnenda
þeirra fyrirtækja ráðið úrslit-
um um afkomumöguleika
þeirra.
En ef við snúum okkur aftur
að stöðu og deilum í sjávarút-
vegi vil ég lýsa þeirri skoðun
minni, að ef sjómenn og út-
gerðarmenn ná ekki sátt og ef
ekki næst sátt á milli lands-
hluta og milli stjórnmála-
flokka, þá verður þetta eins
og trúarbragðadeila og leysist
aldrei. Það eru mikil vonbrigði
að bræður skuli þurfa að berj-
ast eins og við höfum séð og
verið áheyrendur að í mörg
ár. Stríð gengur ekki í þessum
málaflokki fremur en öðrum.
Það sem mér hefur alltaf fund-
ist eitra fyrir þessari umræðu
er framsal og sala á kvóta.
Það er alveg ljóst að fjölmargir
hafa fengið þar óeðlilega mik-
ið fjármagn sem spillir fyrir
því að þeir sem eru starfandi í
greininni fái sanngjarna um-
ræðu.“
Atvinnuleysi
– En hvað sem öllu líður,
þá var hér mjög slæmt ástand
um tíma.
„Já, þegar NASCO fór á
höfuðið, þá varð hér alvarlegt
atvinnuleysi. Á annað hundr-
að manns misstu atvinnu sína.
Það er auðvitað alveg ljóst,
og menn þekkja það hér af
reynslunni, að þegar stórt
fyrirtæki eins og NASCO fer
á höfuðið, þá tekur það ákveð-
inn tíma að koma nýju fyrir-
tæki af stað. Menn þurfa að
skoða rekstrargrundvöllinn,
kanna með hvaða hætti hægt
er að fjármagna kaup o.s.frv.
Viðræður stóðu þó nokkuð
lengi yfir milli núverandi eig-
enda Bakkavíkur og Byggða-
stofnunar um með hvaða hætti
Bakkavík, sem nú er hér starf-
andi, gæti orðið eigandi að
þrotabúi NASCO.
Bæjarstjórn Bolungarvíkur
og Verkalýðs- og sjómanna-
félag Bolungarvíkur sendu
Byggðastofnun bréf þar sem
við lýstum því hversu þýð-
ingarmikið það væri fyrir at-
vinnulíf og búsetu í Bolung-
arvík að skjótt yrði brugðið
við. Fólk væri farið að leita
atvinnu utan byggðarlagsins
og mikil hætta á að það kæmi
ekki aftur heim til starfa. En
við vitum að auður hvers fyrir-
tækis er m.a. fagþekking
starfsfólksins, reynsla þess og
kraftur og því mikils um vert
að reynsluríkum starfsmönn-
um verði tryggð áframhald-
andi störf í byggðarlaginu.
Sem betur fór tókust samn-
ingar svo sem kunnugt er.
Bæjarsjóður og Verkalýðsfé-
lagið lögðu fram fimmtán
milljónir sem hlutafé og hugsa
ég að það hafi haft áhrif á
viðræður og samningagerð.
Auðvitað voru allir Bolvík-
ingar afskaplega svekktir yfir
þessu enn eina áfallinu og
reyndar var ég hissa á þolin-
mæði þeirra sem verst fóru út
úr atvinnuleysinu. Við fengum
þó ágætan stuðning, ég verð
að hæla Páli Péturssyni félags-
málaráðherra fyrir það að
fylgjast vel með stöðunni í
Bolungarvík. Hann vissi af
þessum erfiðleikum, kom
hérna þrisvar sinnum til Bol-
ungarvíkur í kjölfar gjaldþrots
NASCO og átti viðræður við
forsvarsmenn bæjarfélagsins
og félagsmenn Verkalýðs- og
sjómannafélags Bolungarvík-
ur. Farið var í sérstakt at-
vinnuátak. Hópur fólks fór að
vinna við að smíða leikföng,
borð og stóla og fleira og fleira
og það tókst alveg ljómandi
vel. Þetta var vandaður hópur,
fólkið verklagið og skilaði
góðu verki. Þá fór nokkur
hópur til „náms“ í kvenna-
smiðju á Ísafirði en sú starf-
semi náði yfir víðara svið en
Bolungarvík. Ég held að
Svæðisskrifstofan, Vinnu-
miðlunin á Ísafirði og Guðrún
Stella eigi þar mikinn heiður
skilinn hvernig að á þessu var
tekið.
Hreint vatn er
undirstaðan
– Spyrja má varðandi þessa
aðkomu bæjaryfirvalda og
Verkalýðsfélagsins, sem var
fólgin í samtals fimmtán millj-
ón króna hlutafjárkaupum:
Var það raunverulega nægileg
upphæð?
„Nei, það er alveg rétt. Til
að halda stóru fyrirtæki gang-
andi er það ekki nægileg upp-
hæð, en það sýnir þó þann
hug sem að baki býr. Það á
öllum að vera ljóst að það er
mjög óæskilegt að sveitarfé-
lög og verkalýðsfélög séu að
standa í atvinnurekstri. En
nauðsyn brýtur lög og aðkoma
okkar var óhjákvæmileg.
Skyldur sveitarfélagsins eru
fyrst og fremst að stuðla að
góðu þjónustustigi á öllum
sviðum, auka menntun og
menningu og sjá til þess að
skipulagsmál séu sem best.
Lóðir þurfa að vera til staðar
og hafnaraðstaða svo sem út-
gerð krefst hverju sinni. Sam-
göngur þurfa að vera góðar
árið um kring. Þá þurfa vatns-
mál að vera í góði lagi og
vatnið bæði nógu mikið og
gott. Án þessa mun fólk hrein-
lega ekki búa í sveitarfélaginu.
Fyrst ég er að tala um þessi
mál, þá er alveg óhjákvæmi-
legt að koma að þeirri stað-
reynd, að rækjuiðnaðurinn er
vatnsfrekasti fiskiðnaður sem
til er. Við höfum alltaf búið
við erfiðleika við öflun vatns
hér í Bolungarvík. Staðan hef-
ur verið mjög slæm síðustu
árin og kannski reyndar aldrei
nægilega góð, þannig að við
urðum að leita að nýjum leið-
um til að auka vatnsflutning
bæði til einstaklinga og fyrir-
tækja. Það fór fram afskaplega
vandaður undirbúningur að
ákvarðanatöku. Fyrirtækið
Línuhönnun annaðist verk-
stjórn og þar var okkar ráðgjafi
Hafsteinn Helgason verk-
fræðingur. Við áttum mjög
góðar viðræður og fundi með
forsvarsmönnum bæði
NASCO, Bakka og Bakka-
víkur um lausnir því að við
þurftum að sjálfsögðu að vita
um þeirra framtíðaráform,
vatnsnotkun og svo framveg-
is. Einnig var leitað til Orku-
stofnunar um ráðgjöf og
möguleika á að bora eftir
vatni. Farið var í rennslismæl-
ingar í Tunguá og Hlíðardalsá
til að kanna möguleika á virkj-
un til vatnsöflunar. Niðurstað-
an varð sú að við yrðum að
ráðast í byggingu nýrrar vatns-
veitu. Byggð var lítil stífla
við Hólsá og keypt hreinsistöð
frá Þýskalandi sem mun vera
með fullkomnari hreinsi-
stöðvum í heiminum.
Þetta er búið að kosta sveit-
arfélagið yfir fimmtíu millj-
ónir sem er auðvitað gífurlega
stór biti fyrir ekki stærra
byggðarlag en okkar er. En
rækjuverksmiðja og fisk-
vinnslustöðvar án vatns ganga
ekki. Vatnið er auðvitað
grunnurinn að því að mannlíf
geti þrifist. Ekki hefur verið
neinn ágreiningur um þetta,
hvorki innan bæjarstjórnar né
á meðal bæjarbúa. Öllum var
það ljóst að grípa varð til að-
gerða. Það hafa komið fram
byrjunarörðugleikar við notk-
un þessarar nýju vatnsveitu.
Nú er verið að ráðast á þessa
barnasjúkdóma þannig að ég
hef trú á því og vona, að innan
fárra daga verði vatnsmálin
komin í eins gott lag og hægt
er.“
Skipulagsmálin
– Náttúruöflin settu strik í
reikninginn í skipulagsmálum
í Bolungarvík...
„Já. Við höfum verið að
vinna að nýju aðalskipulagi
fyrir Bolungarvík. Því miður
urðum við að stöðva þá vinnu
árið 1997. Þá verða Bolvík-
ingar fyrir afskaplega miklu
áfalli þegar snjóflóð fellur á
þrjú hús í Dísarlandi þann 23.
febrúar 1997. Umræðan um
snjóflóðamál í Bolungarvík
var fram að þeim tíma ein-
göngu bundin Óshlíð og
harmsögunni frá Skálavík
sem Bolvíkingar þekkja af-
skaplega vel. Það varð strax
ljóst, að miðað við gildandi
lög og reglugerðir bar okkur
að ganga til umræðu um varnir
gegn skriðuföllum og snjó-
flóðum í Bolungarvík, ekki
síst í ljósi hinnar sáru reynslu
frá Súðavík og Flateyri.
Þetta hefur tekið mikinn
tíma og er afskaplega erfitt og
sárt mál. Það hefur verið íbú-
um í Dísarlandi og Traðar-
landi mikið áhyggjuefni enda
bæði andlegt og ekki síður
efnahagslegt áfall fyrir fólkið
sem býr við þessar aðstæður.
Þetta er með erfiðari málum
sem við höfum komið nálægt.
Hins vegar getum við ekki
látið tilfinningar ráða. Ríkis-
valdið (Ofanflóðasjóður) sem
greiðir 90% kostnaðar við
varnarvirki ræður þar ferðinni
ásamt Veðurstofu Íslands og
ber okkur að fara þar að lögum
og reglugerðum.
Eins og allir muna kom
fram fyrst tillaga um gríðar-
mikinn skurð ofan við byggð-
ina, sem talið var að myndi
kosta um einn milljarð króna.
Margir óvissuþættir voru nú
tengdir þessari hugmynd
þannig að bæjarstjórn óskaði
eftir að skoðaðar yrðu aðrar
leiðir til varnar og var það
gert. Fram komu einar sex
hugmyndir að varnaraðgerð-
um. Bæjarstjórn gerði tillögu
um að byggja þvergarð og
leiðgarð ofan við húsin í Dís-
arlandi og Traðarlandi. En rétt
mánuði eftir að við vorum bú-
in að taka þessa ákvörðun var
reglugerð um snjóflóðavarnir
breytt. Gerðar voru strangari
kröfur og það var mat Veður-
stofu Íslands og stjórnar Of-
anflóðasjóðs, að til þess að ná
fyllsta öryggi á svæðinu yrði
þvergarðurinn að færast neðar
en við höfðum ákveðið. Þetta
þýddi að garðurinn verður að
fara yfir þessi sex glæsilegu
hús í Dísarlandi.
Þegar búið var að taka
ákvörðun um þessar varnir
fórum við að vinna að nýju að
aðalskipulagi fyrir Bolungar-
vík ásamt því að ræða um
deiliskipulagið. Það er Elísa-
bet Gunnarsdóttir arkitekt á
Ísafirði sem stjórnar og vinnur
þetta verk í samráði við bæj-
aryfirvöld. Nú erum við að
horfa til þess að nýtt aðal-
skipulag geti hér séð dagsins
ljós í upphafi næsta árs.
Ég hef á undanförnum vik-
um verið að vekja athygli á
því svæðisskipulagi sem unn-
ið var fyrir höfuðborgarsvæð-
ið. Þetta er afskaplega merki-
legt svæðisskipulag, vandlega
unnið og mjög eðlilegt að höf-
uðborgarsvæðið horfi til fram-
tíðar. Það er alveg ljóst að það
svæði og vissulega Íslending-
ar allir eru í samkeppni við
önnur lönd um gott og mennt-
að fólk og því mjög eðlilegt
að svona svæðisskipulag yrði
unnið. Það sem kannski vekur
helst athygli mína og annarra
47.PM5 19.4.2017, 09:489