Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.11.2001, Side 4

Bæjarins besta - 21.11.2001, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 Vísnavinir á Vestfjörðum stofna Kvæðamannafélagið Kyrju „Kát við ornum okkur hér“ K v æ ð a m a n n a f é l a g i ð KYRJA var stofnað á fjöl- mennri kvæða- og vísnasam- komu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á föstudagskvöld. Rúmlega 50 manns sóttu samkomuna og þar af skráðu 40 sig sem stofnfélaga. Bergur Torfason frá Felli í Dýrafirði var kosinn formaður en aðrir í stjórn eru Ólína Þorvarðar- dóttir skólameistari á Ísafirði, Valdimar Gíslason á Mýrum í Dýrafirði, Páll Gunnar Lofts- son á Ísafirði og Kristín Auður Elíasdóttir á Þingeyri. Kvæða- menn af báðum kynjum kváðu þulur, barnagælur og fjöl- breytilegar stemmur og félag- ar í Kvæðamannafélaginu Ið- unni í Reykjavík tóku gesti í kennslustund í kvæðalögum. Að minnsta kosti tólf hagyrð- ingar víðs vegar úr Ísafjarðar- sýslum lögðu félaginu til vísur og kveðlinga á þessum fyrsta fundi og þykir það lofa góðu um framhald félagsins. Kvæðaskemmtunin var haldin að frumkvæði Menn- ingarmiðstöðvarinnar Edin- borgar og áhugamanna í hér- aðinu um kveðskap og vísna- gerð. Finnur Magnússon setti skemmtunina og Halla Sig- urðardóttir sá um fundarstjórn en Margrét Gunnarsdóttir var ritari. Ólína Þorvarðardóttir kynnti tillögu um stofnun Kvæðamannafélagsins Kyrju og sagði nokkuð frá störfum hins 72ja ára kvæðamannafé- lags í Reykjavík sem ber nafn skáldskapargyðjunnar Iðunn- ar. Var svo félagsstofnunin samþykkt einum rómi. Kát við ornum okkur hér, aldrei þornar gaman. Kvæðin fornu kyrjum vér kvölds og morgna saman – Fjölmenni var á stofnfundi Kvæðamannafélagsins Kyrju á föstudagskvöld. orti Ólína Þorvarðardóttir um tilefni kvöldsins. Ekki leið á löngu áður en félaginu tóku að berast kveðjur í bundu máli, þar á meðal frá einum þekkt- asta hagyrðingi fjórðungsins, Elísi Kjaran: Hér skal litla bögu byrja bara stuðla nokkur orð, félagsskapur kallast Kyrja kvæðamanna hér á storð. Tók þá við hin eiginlega kvæðaskemmtun. Fyrst steig fram Ása Ketilsdóttir hús- freyja á Laugalandi í Naut- eyrarhreppi hinum forna, en hún er fædd og uppalin á Ytra- Fjalli í Aðaldal í S-Þingeyjar- sýslu. Flutti hún ýmsar þulur, svo sem nafnaþulu, smala- þulu, sem hún lærði sem barn en einnig barnagælur eða stökur, bæði gamla húsganga og vísur úr hennar eigin fjöl- skyldu. Ólína Þorvarðardóttir spann áfram sama þráð og fór með talnaþulu og fuglaþulu úr sinni fjölskyldu og kvað síðan eigin vísur og annarra við nokkur vel valin kvæða- lög. Var þá komið að þætti Iðunnarfélaga. Mættir voru kvæðamennirnir Steindór Andersen formaður Iðunnar og Sigurður Sigurðarson dýra- læknir og forystusauður í starfi Iðunnar, auk Magneu Halldórsdóttur, margreyndar kvæðakonu. Fluttu þau marg- ar stemmur, bæði einsöngs- og tvísöngslög, og kenndu sal- argestum nokkrar stemmur að auki. Skutu þeir félagar Stein- dór og Sigurður inn ýmsum athugasemdum og sögum milli kvæðalaga, svo sem hæf- ir sönnum kvæða- og sagna- mönnum. Varð af þessu hin mesta skemmtun. Að lokum var vísnaafli kvöldsins gerður upp og les- inn. Var það mál manna að vel hefði aflast þetta fyrsta kvöld og ekkert brottkast stundað þar. Lögðu að minn- sta kosti 12 hagyrðingar sporða í safnið og voru þar á meðal þessar vísur: Upp skal siði aldna vekja yrkja bragi og kveða stöku, gamla þulu og rímu rekja rekka láta halda vöku. (Bergur Torfason) Blikar ljós á borðunum, brennur ljóð á tungu. Allir leita að orðunum undir fargi þungu. (Kristjana S. Vagnsdóttir) Kvæðakonurnar Ólína Þor- varðardóttir og Ása Ketils- dóttir. TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL Hafnarstræti 1 – Ísafirði Símar: 456 3940 & 456 3244 Fax: 456 4547 – Netfang: tryggvi@snerpa.is Fasteignaviðskipti Fasteignir í þessari auglýsingu eru aðeins sýnishorn af söluskránni. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni að Hafnarstræti 1 Einbýlishús / raðhús 2ja herb. íbúðir Bakkavegur 39: 201 m² ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Áhv. ca. 3,8 m.kr. Verð 12,2 m.kr. Hlíðarvegur 14: 170,8 m² ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt risi. Húsið er mikið endurnýjað, ekkert áhvílandi. Tilboð óskast Hlíðarvegur 26: 259 m² einbýl- ishús á tveimur hæðum, á neðri hæð er 70 m² íbúð sem hægt er að leigja út . Skipti á minni eign möguleg. Tilboð óskast. Hlíðarvegur 43: 185,9 m² rað- hús á þremur hæðum. ásamt bíl- skúr. Séríbúð á neðstu hæð. Hús- ið málað að utan ´00 Skipti á minni eign möguleg. Verð 9.9 m.kr. Hlíðarvegur 46: 186 m² enda- raðhús á þremur hæðum. Fallegt útsýni. Séríbúð á neðstu hæð. Skipti á minni eign möguleg Verð 8,9 m.kr. Hnífsdalsvegur 10: 120,9 m² einbýlishús á tveimur hæðum ásamt grónum garði og eignarlóð Tilboð óskast Hrannargata 1: 238,9 m² ein- býlishús á 2 hæðum ásamt kjall- ara, háalofti og ræktuðum garði Tilboð óskast Hrannargata 8a: 78,1 m² ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt eignarlóð. Húsið er uppgert að hluta. Verð 4,6 m.kr. Lyngholt 4: 175,5 m² einbýlis- hús á einni hæð ásamt 36 m² bílskúr Verð 11,5 m.kr. Lyngholt 10: 151,3 m² einbýlis- hús á einni hæð ásamt 55,2 m² bílskúr Verð 12,9 m.kr. Mánagata 9: 191,7 m² einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt bíl- skúr, kjallara og garði. Húsið er allt að mestu endurnýjað. Tilboð óskast Seljalandsvegur 72: 112 m² ein- býlishús á tveimur hæðum, góður sólpallur. Verð 8,2 m.kr. Smiðjugata 11a: 150 m² einbýl- ishús á tveimur hæðum ásamt kjallara, risi og bílgeymslu. Hús- ið allt nýmálað að utan. Skoð- um öll tilboð. Verð 6,1 m.kr. Sunnuholt 6: 231 m² glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Hægt að hafa 80 m² séríbúð á neðri hæð. Skipti á minni eign á Eyrinni koma til greina Verð 15,5 m.kr. Urðarvegur 27: 190,5 m² ein- býlishús á 2 hæðum ásamt bíl- skúr, góðum garði, svölum og sólpalli. Skipti á minni eign möguleg. Verð 13,5 m.kr. 4-6 herb. íbúðir Engjavegur 25: 86,1 m² 3-4ra herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Verð 6 m.kr. Hafnarstræti 4: 176 m² 4ra herb. íbúð á 3ju hæð ásamt rislofti og geymslu í kjallara og 116,8 m² 3ja-4ra herb. íbúð á 2. hæð. Selj- ast sér eða saman. Tilboð óskast Hjallavegur 8: 128,5 m² 4ra herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- húsi. Laus fljótlega. Áhv. hag- stæð lán ca. 2.8 m.kr. Verð 6,9 m.kr. Smiðjugata 7: 96,1 m² 4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Tilboð óskast Stórholt 11: 122,9 m² 4ra herb. íbúð á 3ju hæð til vinstri í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu og bílskúr. Tilboð óskast Sundstræti 30: 131,9 m² 5 her- bergja íbúð á miðhæð í þríbýlis- húsi ásamt bílskúr. Tilboð óskast Hlíf II: 65,7 m² íbúð á 4ju hæð í Dvalarheimili aldraðra. Áhv. ca. 5,2 m.kr. Verð 7,3 m.kr. Pólgata 6: 55 m² risibúð á 3ju hæð í fjölb.húsi. Verð 3,9 m.kr. Silfurgata 11: 56,2 m² (75m² gólfflötur, mikið rými í risi) Björt og glæsileg íbúð með frábæru útsýni. Ótrúlega hagstæð í rekstri. Áhv. ca. 3,4 m.kr. Verð 5,8 m.kr. Stórholt 13: 79,2 m² íbúð á 3. hæð fyrir miðju ásamt sér geymslu. Verð 4,5 m.kr. Sundstræti 34: 93 m² ný íbúð á 2. hæð í nýju fjölbýlishúsi ásamt 31 fm. bílgemslu. Verð 9,1 m.kr. 3ja herb. íbúðir Aðalstræti 24: 74,6 m² íbúð 2. hæð. Íbúðin er öll ný og vel einangruð. Tilboð óskast Aðalstræti 24: 62 m² íbúð á 2. hæð. Íbúðin er öll ný og vel einangruð. Tilboð óskast Brunngata 12a: 57,4 m² íbúð í mjög góðu standi á n.h. í tvíbýlis- húsi ásamt sér geymslu og þvotta- húsi í kjallara og eignarlóð. Tilboð óskast Hlíðarvegur 27: 49,9 m² íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Áhv. ca. 555 þús.kr. Tilboð óskast Hlíf II, Torfnesi: 50,4 m² íbúð á 3. hæð í Dvalarhreimili aldraðra. Áhv. .ca. 3,7 m.kr. Laus strax Verð 6,3 m.kr. Seljalandsvegur 58: 52,1 m² íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi ásamt helmingi tvöfalds bílskúrs. Áhv. ca. 600 þ.kr. Tilboð óskast Sundstræti 22: 68 m² 2ja-3ja herb. íbúð á jarðhæð í fjórbýlis- húsi. Verð 4 m.kr. Túngata 3: 80,7 m² íbúð á 2. hæð ásamt rislofti.Verð 4,5 m.kr. Túngata 12: 62 m² íbúð í kjallara í þríbýlishúsi Verð 3,9 m.kr. Túngata 20: 54 m² íbúð á 1. hæð fyrir miðju í nýlega uppgerðu fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Verð 4,9 m.kr. Urðarvegur 78: 73 m² íbúð á 3ju hæð f.m. í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 2,7 m.kr. Verð 5 m.kr. Verslunarhúsnæði Hrannargata 2: 164,1 m² versl- unarhúsnæði á 1. hæð og kjallara. Húsnæðið er tilvalið fyrir rekstur verslunar og/eða videoleigu. Verslunarinnréttingar geta fylgt með. Verð 6,3 m.kr. Flateyri Hjallavegur 5: 83,4 m² 3ja herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Tilboð óskast 47.PM5 19.4.2017, 09:484

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.