Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Qupperneq 9

Vinnan - 01.03.1948, Qupperneq 9
Um þessi mál varð enginn ágreiningur á þing- inu. Talsmenn „lýðræðisins" í Alþýðublaðinu gengu lireint til verks, þegar framkvæma átti samþykktirnar: Með ötulli aðstoð þeirra tókst að koma ríkis- stjórn nýsköpunarinnar fyrir kattarnef, og undir forustu þeirra var mynduð ríkisstjórn með aftur- haldssinnaðasta hluta hinna borgaralegu flokka, með þeim árangri, að á ótrúlega skömnrum tíma er öll nýsköpun stöðvuð og brautin rudd fyrir atvinnuleysi í stórum stíl. Fyrsta verk hinnar nýju ríkisstjórnar þessara manna var 45 miljóna króna álögurnar á verka- lýðinn s.l. vor. Og samþykkt sambandsþingsins um leiðréttingu dýrtíðarvísitölunnar túlkuðu þeir í verki á þann veg að ræna með lögum um stýfingu vísitölunnar ca. 50 miljónum króna af alþýðunni á þessu ári. Þegar verkalýðssamtökin í samræmi við áður- nefndar samþykktir sambandsþings hófu hags- munabaráttu sína s.l. sumar, lirópuðu lýðræðis- postular Alþýðublaðsins sem forsöngvarar í kór andstæðinganna: Glæpur, glæpur! Þegar til hinna víðtæku vinnustöðvana kom í sumar, eggjuðu þeir til verkfallsbrota, og þegar þeim tókst aðeins á tveim stöðum, Borgarnesi og Isafirði, að rugla nokkra verkamenn út í óhæfu- verknað gegn stéttar- og félagsbræðrum sínum, urðu þeir frá sér numdir af fögnuði, eins og hinu æðsta takmarki hefði verið náð. Alþýðublaðið lofsörig verkfallsbrjótana eins og þeir væru æðri manntegund, eins og hin borgarablöðin. Samkvæmt lögum eru stéttarsamtök verkalýðs- ins óháð stjórnmálaflokkum og undir nrerkjum þeirra geta verkamenn án tillits til mismunandi stjórnmálaskoðana sameinast um hagsmuni sína. Forkólfar hinnar kratisku andstöðu í verka- lýðssamtökunum leitast við af fremsta megni að sundra og skipta upp hagsmunasamtökum verka- rnanna milli liinna stríðandi stjórnmálaflokka. Að tilhlutan þessara rnanna mynduðu stjórnir 6—7 sambandsfélaga á Suður- og Suðvesturlandi blökk, sem þeir nefndu Alþýðusamband Suður- lands, senr átti ekki að ná yfir nema vissan hluta x iðkomandi landsfjórðungs og var því hreint brot á lögunr sambandsins. Gerðu þeir þetta á bak við sambandsstjórn. 20. sambandsþingið dæmdi tiltæki þetta brot á lögunr sambandsins. Menn þessir höfðu úrskurð æðstu lýðræðis- stofnunar verkalýðssamtakanna að engu og þvk j- ast nrenn að nreiri. d r 1 1 - 's KATRIVALA: DAUÐINN Þegar ég var barn, þegar ég var i snertingu við gróðurrika jörðina, við sólina og við goluna i trjúkrónunum, óttaðist ég þig, dauði. Nú stend ég meðal þeirra, sem bíða á ströndinni, sern með þreytuaugum horfa til hafs eftir Ijósinu frá nökkva þinum. Við vitum ekkert ólystugra en lífið, þvi vœntum við svölunar hjá þér, sem við vitum ekkert um. Þegar þú gefur okkur merkið, stigum við um borð í nökkva þinn i þögulli von: þýtt viðmót, nýstárleg fegurð, kannske frelsi, kannske vissa ....? Elias Mar þýddi úr scensku. \____________________________________________J Og loks: Flvað unr hagsmuni alþýðunnar og verk þessara nranna? Uppreisn hinnar „lýðræðissinnuðu“ nrinni- Idutaforustu gegn samþykktum verkalýðssamtak- anna og tröðkun á lögum þeirra, allt miðar þetta auðsjáanléga að því að veikja og lanra samtaka- þrótt verkalýðsins í baráttunni gegn árásunr stéttar andstæðinganna á hagsmuni hans. Þessir menn stjórna fjölnrennasta „verka- kvennafélagi" landsins í höfuðstaðnum nreð þeim afleiðingum, að í engum bæ á þessu landi er tíma- kaup verkakvenna í dagvinnu eins lágt og í höfuð- staðnum. I snráþorpum sums staðar er kvenna- kaupið jafnvel hærra. Þeim Irefur tekizt að gera félag þetta að fargi á lragsmunabaráttu verka- kvenna um land allt. í liöndum þessara manna er Sjómannafélag Reykjavíkur orðið að samsafni margs konar starfs- hópa og stétta í landi þar sem sjónrenn eru lítils sem einskis ráðandi. í baráttu síldveiðisjómanna VIN N A N 37

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.