Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Qupperneq 10

Vinnan - 01.03.1948, Qupperneq 10
um land allt á undanförnum árum hefur stjórn þessa félags reynzt hin mesta hjálparhella útgerð- armanna í andspyrnu þeirra gegn endurbótum á síldveiðikjörunum, með undirboðum og neitun allrar samvinnu við önnur samtök sjómanna. Samningamakk þeirra við stjórn Landssambands íslenzkra útvegsmanna í s.l. mánuði og undir- tektir sjómanna í atkvæðagreiðslunni um samn- ingsuppkast þeirra Sigurjóns og Co, þar sem um 80% atkvæða voru gegn þvi, sýnir bæði iimhyggju þessara verkalýðsleiðtoga fyrir hagsmunum þeirra, sem vinna á sjónum og jafnframt hina þverrandi tiltrú þeirra meðal sjómanna. Verkin, sem vitna þó bezt um virðingu þeirra fyrir brauði alþýðunnar, eru hundrað miljónirn- ar, sem ríkisstjórn Stefáns Jóhanns og Co. rændi alþýðuna með tvennum lögum, tollalögunum og lögunum unr festingu vísitölunnar, sem hér var áður drepið á í öðru sambandi, og skipulagning verkfallsbrotanna s.l. sumar, þegar samtök verka- lýðsins brugðust til varnar gegn árásinni. Skemmtileg tilhugsun, ef þessir náungar næðu tökum á heildarsamtökum verkalýðsins! — Eða hvort man nú enginn ástandið í verkalýðssam- tökunum hér og kjörin, sem alþýðan átti við að búa, er þessir herrar með Stefán Jóh. á oddinum voru samtímis forráðamenn Alþýðusambandsins og þátttakendur í þjóðstjórniniii frægu? Forsætisráðherrann gerir klofning heildarsam- taka íslenzkrar alþýðu að kjarna í nýjársboðskap sínum til þjóðarinnar, — og Alþýðublaðið syngur hósíanna í tilefni þess, að amerískir, enskir og franskir auðvaldsþjónar búi sig undir klofnings- tilraun gegn alþjóðasamtökum verkalýðsins að undirlagi hins ameríska fasisma sem þátt í undir- búningi styrjaldar gegn Evrópuríkjum alþýðunn- ar, og þannig mætti lengi telja. Hér hafa verið sýndar nokkrar samanburðar- myndir orða og athafna þeirra manna, sem á undanförnum árum hafa kjörið sig fyrir for- mælendur svokallaðs minnihluta í Alþýðusam- bandi íslands og slegið um sig með steigurlegu orðaskvaldri um lýðræði, löghelgi og fleiri félags- leg óska-hugtök. Með þessum samanburði verður hverjum manni ljóst, að þessi tegund verkalýðsleiðtoga á raunverulega hvergi heima annars staðar en í her- búðum stéttarandstæðinga verkalvðsins og að í samtakaröðum alþýðunnar eru þeir engum til gagns nema óvinum hennar. jVér sameiningarmenn, sem erum í yfirgnæf- andi meirihluta innan íslenzkra verkalýðssamtaka og skiptumst að skóðunum til milli allra stjórn- YFIRLÝSING Vegna fréttar, er lesin var í útvarpinu 13. febr. s.l. varðandi fund „samstarfsnefndar verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlönd- um“, er haldinn var í Stokkhólmi 7. og S. febr. s.l., vill stfórn Alþýðusambands íslands taka þetta frarn: Alþýðusambandi íslands bárust engin boð eða tilrnæli uni þátttöku í fundi þessum, og tilnefndi því engan fulltrúa á hann, hvorki hr. forsœtisráðherra Stefán Jóhann Stefáns- son né aðra. íslenzk verkalýðshreyfing átti því engan þátt í fundahajdi þessu og var þátttaka Stefáns Jóhanns Stefánssonar í fundinum á engqn hátt í umboði Alþýðusambands ís- lands né islenzkrar verkalýðshreyfingar. F. h. Alþýðusambands íslands Hermann Guðmundsson Bförn Bfarnason . jotseti ritari málaflokka í landinu, teljum ekki nema eðlilegt, að innan hinna víðtæku stéttarsamtaká verka- lýðsins greini menn margvíslega á um úrlausn fjölda mála. En á grundvelli sameiginlegra hagsmuna og sem heiðarlegir þegnar sömu félagsheildar teljum vér jafn eðlilegt og sjálfsagt, að allir hlíti hverju sinni löglegri afgreiðslu rnála, þegar á annað borð félagsleg ákvörðun hefur verið tekin. Þetta félagslega siðferði íslenzkrar alþýðu, án tillits til mismunandi stjórnmálaskoðana, hefur verið undirstaða hinna miklu árangra, er náðst ltafa í hagsmuna- og réttindabaráttu verkalýðsins síðan sameiningaröflin náðu yfirtökum í stéttar- samtökum lians. Verkalýður íslands mun því vissulega gera sér þess grein nú betur en nokkurn tíma fyrr, hverju hann hefur að tapa og livað liann liefur að verja þar sem Alþýðusamband íslands og eining lians eru. Óvinina í eigin röðum þekkir hann nú betur en nokkuru sinni áður, því að hann hefur þreif- að á verkum þeirra. 38 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.