Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Síða 12

Vinnan - 01.03.1948, Síða 12
Herrnann \ Gnðmundsson flytur danska Alþýðusam- bandinu árnaðaróskir Alþýðusam- bands Islands. Við þökkuðum að sjálfsögðu, var svo spjallað saman um stund. Þessa daga, sem eftir voru fram að afmælinu, notuðum við til þess að skoða okkur um í borg- inni, enginn okkar hafði komið þar áður. Tíminn leið og afmælisdagurinn 3. janúar rann upp. Um morguninn fóru forystumenn sanr- bandsins að gröfurn nokkurra látinna forvígis- manna verkalýðshreyfingarinnar dönsku og lögðu blóm á leiði þeirra. Að því loknu fór stjórn sambandsins í elzta hús verkalýðsins í, Kaupmannahöfn. Húsið stendur við Römersgade. Þar tók stjórnin á móti gestum, sem fluttu sambandinu heillaóskir og afmælis- gjafir. Gjafirnar voru margar og margvíslegar, flestar voru þær tengdar sögu verkalýðssamtak- anna á einhvern liátt. Auk þessara rnuna voru svo peningagjafir, sem námu um kr. 70000.00. Móttökusalurinn var prýddur gömlum fánum verklýðssambandanna. Þegar þessunr heillaóska- flutningi var lokið hafði sambandið hádegisverð- arboð inni að National Scala og sátu það á 7. hunclrað gesta. Eiler Jensen stýrði hófinu. Þar voru flutt nokkur ávörp og stuttar ræður, þess á milli lék hljómsveit ýmis lög og tók mannfjöldinn undir sum þeirra og söng fullum hálsi. Okkur vantar tilfinnanlega handhæga söng- bók heima, datt mér í hug, þó að ég hafi því mið- ur ekki getað sungið neitt lagið ennþá. Þetta var nú útúrdúr. í ræðunum, sem þarna voru fluttar var rninnst brautryðjendastarfsins og gömlu daganna, daga, sem voru erfiðir fyrir verkalýðssamtökin í Dan- mörku eins og í öðrum löndum, verkalýðshreyf- ingin var ekki litin hýrum augum þar í byrjun, frekar en hér. Aðalþáttur afmaalishátsíðarinnar fór fram í Ráðhúshöllinni. Þar er bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Veggirnir voru skreyttir fánum þeirra þjóða, sem fulltrúa áttu á hátíðinni. Við þurftum ekki að kvarta um að lítið bæri á fánanum okkar, því að hann var þar á mjög virðulegum stað. Þarna lék 30 manna hljómsveit, yfirborgar- stjóri Kaupmannahafnar flutti ræðu af hálfu borgarstjórnarinnar. Eiler Jensen stýrði þessari samkomu og flutti aðalræðuna, rakti hann sögu sambandsins í stór- um dráttum, en það var stofnað af starfsgreina- samböndunum 3. jan. 1898. Saga dönsku verka- lýðshreyfingarinnar er að sjálfsögðu miklu eldri. Fyrsta almenna verkamannamótið var haldið 4. okt. 1871, vegna verkbanns lrjá Burmeister & Wain. 1877 voru verkalýðsfélögin orðin 31 að tölu og félagarnir rúmlega 3000, 1899 voru félag- arnir orðnir 16000, en nú eru 608000 félagar í danska Alþýðusambandinu. Að lokinni ræðu formannsins var fluttur ljóðaflokkur einn mikill, sem H. C. Hansen, fjármálaráðherra, liafði samið af tilefni afmælisins. Flutninginn annaðist hljóm- sveitin, sem áður er getið, 225 manna, blandaður kór, þar af voru 25 telpur, einsöngvari var Einar Nprby, framsögn annaðist Svend Methling, leik- ari við Konunglega leikhúsið. Stjórnandi var Oskar Gyldmark og hafði liann samið lögin. Fulltrúar Alþýðu- sambands Islands á 50 ára afmœli danska Alþýðu- sambandsins. Frá vinStri: Kristinn Ag. FJríksson, Hermann Guð- mundsson'og Guð- g°ir Jónsson. 40 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.