Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Qupperneq 13

Vinnan - 01.03.1948, Qupperneq 13
Næsti liður á dagskránni var það að erlendir gestir iluttu stutt ávörp. einn í'rá hverju landi og frá Alþjóðasambandi verkalýðsins. Ávörpin voru flutt í þessari röð: Belgía, Holland, Sviss, Austur- ríki, Frakkland, England, Alþjóðasambandið, Is- land, Finnland, Noregur og Svíþjóð. Ávarpið frá íslandi flutti Hermann Guðmundsson, forseti Alþýðusambands íslands. Síðustu ræðuna þarna flutti Hans Hedtoft, forrætisráðherra Daífa. Þau ávörp, sem ekki voru flutt á dönsku, norsku eða sænsku voru endurflutt á dönskti, strax á eftir. F.iler fensen þakkaði hverjum flytjanda jafn- óðum. Þessari dagskrá var útvarpað. Þegar samkomunni var slitið bauð borgar- stjórnin gestunum hressingu þarna í höllinni. Síðasti liður hátíðarinnar fór einnig fram í Ráðhúsinu. Var það hátíðamiðdegisverður. Þar söng Einar Nprby, sungnar voru gamanvísur, nokkrar ræður fluttar og fjöldasöngur. Eftir að staðið var upp frá borðum fluttu menn sig í ldiðarsalina, fengu sér þar hressingu og spjölluðu sarnan um nokkra stund. Þar með var þessum mjög svo myndarlegu liá- tíðahöldum lokið. Því miður hefur mér ekki tek- izt að lýsa þeim svo vel sem skylt hefði verið. Þau fóru fram hindrunarlaust og óþvinguð. Það hefur auðsjáanlega verið lögð mjög mikil og ná- kvænr vinna í undirbúning þeirra. Yfirleitt var öllu komið mjög smekklega fyrir. má t. d. geta þess, að fyrir framan söngpallinn í Ráðhúshöll- inni stóðu unglingar úr ýmsum starfsgreinum í vinnufötum sínum; þeir stóðu heiðursvörð við gömlu félagafánana. Þarna var framtíðin við hliðina á minningunum frá fortíðinni. Þá má ennfremur geta þess að á afmælisdaginn kom út mjög myndarlegt afmælisrit, sem nefnist „Under Samvirkets Flag“, þetta er allstór bók, prýdd mörgum myndum. Daginn eftir hátíða- liöldin var okkur, erlendu gestunum boðið til hádegisverðar og á skemmtistað um kvöldið. Enn- fremur var okkur boðið í ferð um borgina á mánudaginn, en það boð gat ég ekki þegið, því að ég var áður búinn að ráðstafa mér þann dag. Það segir sig nokkurn veginn sjálft að maður getur ekki kynnst, svo verulegt gagn verði að, jafn umfangsmiklu kerfi og verkalýðssamtökin í Danmörku eru, á jafn skömmum tíma og við höfðum til umráða. Þó hygg ég að það dyljist ekki neinum, sem kernst í snertingu við þau, að þessi samtök eru sterk og áhrifamikil, enda mun Dan- mörk.hafa verið forustulandið, af Norðurlönd- unum, í verkalýðsbaráttunni frá byrjun. Það er ekki úr vegi að geta þess hér til athugunar fyrir þá, sem telja að18 stunda vinna á dag sé alltof htið, að í Danmörku varð 8 stunda vinnudagur- inn almennur árið 1919 og er sá áfangi talinn þar rneðal þeirra merkustu, Ég’vil svo að lokum þakka danska Alþýðu- sambandinu fyrir rausnarlegt boð og ágæta dvöl hjá því þessa daga og óska því og öllum dönskum verkalýðs góðs gengis í framtíðinni. Ég vona að næstu 50 árin verði ekki ódrýgri í menningar- og kjarabótum, fyrir danska alþýðu, en þau 50 ár hafa verið, sem kvödd voru á svo hátíðlegan hátt í Kaupmannahöfn 3. jan. 1948. -K Yið Hermann urðum samferða heim og gekk sú ferð vel til Keflavíkurvallarins, en þar þurft- um við að bíða eftir að bifreið kæmi frá Reykja- vík til þess að sækja okkur. Flugvélaafgreiðslan þar virðist ekki sjá farþegum fyrir farkosti þaðan á landi. Kristinn dvaldi lengur í Kaupmanna- höfn vegna þess að hann á sæti í stjórnskipaðri nefnd, sem á að endurskoða lög og reglur um eftirlit með vélum og verksmiðjum. Hann notaði því tækifærið til þess að kynna sér framkvæmd þessara mála í Danmörku. Ég þakka svo ferðafélögum mínum fyrir mjög ánægjulega samveru í þessari ferð. A. : Hvaða hryllilega kona er þetta, sem stendur þarna við píanóið og er að syngja? B. : Það er konan mín! A. : O, fyrirgefið þér, ég átti ekki við að hún syngi illa, þetta er bara svo 1 ítilfjörlegt lag, sem hún er að syngja. Vitið þér hver hefur samið það? B. : Já, ég gerði það! Móðirin: Sigga mín, mundir þú nú eftir að segja oftar ,,nei takk“, en ,, já takk“ í veizlunni. Sigga: Já, svo sannarlega. Þegar ég var búin að sitja hálftíma lengur en hitt fólkið, fóru hús- bændurnir að spyrja, hvort það væri nú ekki bezt fyrir mig að fara að hætta og livort ég héldi ekki, að mér yrði illt, og þá sagði ég alltaf „nei takk“. Móðirin við nýju vinnukonuna: „Svo átt þú að vera góð við öll börnin mín nema það elzta, stúdentinn!" VINNAN 41

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.