Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Page 14

Vinnan - 01.03.1948, Page 14
MARTIN ANDERSEN NEXÖ: Farþegar auðu sætanna Ég sit í hraðlestinni, sem brunar út í sumar- dýrð Danmerkur. Þetta er einn af þessum hita- móðudögum, þegar sólin er einhvers staðar í fel- um, en varpar þó silfurbjarma yfir landið. Það er blæjalogn og allt titrar í tíbrárgljáa. Lands- lagið, sem við förum yfir, iðar í liitamóðunni. Á slíkum degi skyldi Danmörk skoðuð. Þegar rakaþrungið loftið bærist yfir skógum og engjum eins og grózkublæja og vötnin glitra ýmist eins og silfur eða blý. Önnur lönd eiga hreinar línur að fjarbláum himni. Hér er ekkert heljarstökk milli hirnins og jarðar. Geimurinn leggst mjúklega að jörðinni, mýkir drætti hennar og fær af henni efniskenndan svip. Hver litur í landslaginu er döggvaður af þessum faðmlögum, hver lína ligg- ur eins og mjúkur dráttur eftir ástaratlot himins- ins. Á slíkum degi langar mann til að taka alla Ianda sína nteð sér í ferð um Danmörku — eink- um þá, sem sjaldan eða aldrei sjá hana. Ekki eru margir með lestinni. í langa hliðar- gangsvagninum eru líklega um tuttugu manns. Vagninn rúmar um eitt hundrað og fimmtíu manns. Því meira ber á auðu sætunum. Hinn eini klefafélagi minn lætur það samt eklci á sig fá. Strax er lestin fór að hreyfast lokaði hann dyrunum að klefa okkar og dró tjaldið fyrir. „Þá losnar maður ef til vill við að fá fleiri hingað é _ ° inn,“ sagði hann. „Hvað þykir yður eiginlega að því, að hin sætin séu setin?“ sagði ég. „Mér finnst skemmti- legra að vera í fullum klefa en tómum.“ „Ekki nema það þó — skemmtilegra! Þegar hvorki er hægt að hreyfá sig né draga andann. Nei, þá vil ég eitthvað heldur vera í klefa með sem fæstum — helzt aleinn.“ Að svo mæltu hallaði hann sér aftur á bak í hornið við gluggann og lokaði augunum. Stundu síðar var hann sofnaður, með spenntar greipar ofan á bumbunni. Það er nú samt sem 'áður skemmtilegra að svo margir séu í vagninum sem hægt er, jafnvel þótt ofurlítið þrengi að hverjum einstökum. Stóri vagninn, þar sem einn ístrubelgur hossast á mjúk- um hægindum, er hreint ekki skemmtilegasta ak- færið, heldur hinn troðfulli sjarabang. Það skín bölvun af auðu sætunum. Gleðin deyr í nálægð þeirra. Samt er ekið nreð auðum saetum — á öll- um sviðurn. Sjónarmið gildvaxna ferðafélagans míns hefur yfirhöndina sem stendur — menn verða þó að hafa rúm til að belgjast út! Flestir ferðamenn líta á auðu sætin aðeins sem kærkomið tækifæri til að teygja úr sér. En fyrir sjónum einstaka manns verða þau stundum lif- andi — jafnvel meira lifandi en þau, sem setin eru —, og þau opna honum heilan heim af mann- legum þrám og mannlegum söknuði. Yfir auðu sætunum flöktir eilíflega urmull sveltra mar.ns- sálna. Ég loka augunum, þreyttur af að horfa á akr- ana, sem við þjótum fram hjá, ef til vill líka þreyttur á auðninni — auðu sætunum í klefan- um, sem ég horfist í augu við — eins og ásökun. Hroturnar í ferðafélaga mínum fylla mælinn — þær yfirbuga mig. Þegar ég opna augun aftur er klefinn fullur af farþegum. Næst mér situr gömul kona, sem mér finnst ég kannast við. Hún er gul og skorpin, en hún brosir! Hún situr þráðbein á fremstu brún bekksins og kastast til þegar vagninn skrykkist, nýstrokin, undarleg, eins og framandi fugl, sem er viðbúinn að hefja sig til flugs, ef nokkuð ber út af. Hin falla heldur ekki að sætunum, þau sitja þráðbein og starandi. Það er fjölskylda — karlmaður, kona og þrjú börn — og auðsjáanlega nýsloppin úr aumustu örbirgð. Þau eru skinin, með bláleitan hörundsblæ og augu, sem liggja svo djúpt, að það er líkast því að þau horfi á mann með tómum augnátóttunum. Það er ekk- ert heimilislegt við þau að neinu leyti; fötin falla ekki að þeim, heldur sitja í skörpum brotum eins og líkklæði. Gegnum huga minn skýzt spurningin: Hvar hafa þau komið í lestina, sem samkvæmt áætlun- inni hefur hvergi numið staðar ennþá? en spurn- ingin þokar strax fyrir undrinu — að sjá þau. 42 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.