Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Qupperneq 15

Vinnan - 01.03.1948, Qupperneq 15
Gamla konan við hliðina á mér heldur hönd- unum í keltu sinni og horfir út. Og augnaráðið er svo fullt af innilegri gieði, eiris og barns, er sér heiminn í fyrsta sinn. Ekkert í lieimi er eins fagurt og spenntar héndur gamallar móður; ég verð að taka utan um þessa hendi, sem liggur þarna svo full af liðagigt og bláum æðahnútum. Hún er ísköld. ,,Það er víst langt síðan þið hafið verið uppi í sveit, móðir góð?“ segi ég. Hún kinnkar kolli. ,,En hvað sumarið getur verið indælt nú á dögum.“ „Hvað ætli sé langt síðan?“ spyr ég aftur. Hún drepur tittlinga. Svo segir hún eins og annars hugar: „Ég hef raunar ekki komið þar síðan ég kont til höfuðstaðarins — átján ára telpa. En nú verð ég þar h'ka liéðan af.“ ,Þú ætlar þá iíklega heim á æskustöðvarnar?“ Hún brosir íbyggin: „Þeir voi u reyndar búnir að hola mér niður, en svo tók ég mér einu sinni orlof sjálf. Því að nú hef ég Iiagað mér samkvæmt annarra vilja í áttatíu og tvö ár og hef látið minn eiginn sitja á hakanum. í vinstra kirkjugarðs- horninu lieima er hæð, þaðan sést sólin setjast þegar kvöldklukkunum er hririgt. Þaðan er vítt útsýni. Þar vil ég helzt hvíla.“ Þetta var gamla konan úr bakhýsinu við Norð-, urbrú — nú þekkti ég hana. Og fór að skilja. „Hún fer út í sveit tii að deyja,“ greip yngri konan inn í: Málfærið var eins og hún brenndi sig á hverju orði — „hún er svo gömul. En við hin, við förum vegna þess, að við viljum helzt iifa. Já, þér fyrirgefið itvað ég tala óskýrt, en það er vegna þess að þeir tóku tennurnar mínar og seldu þær — líklega til að borga eittlivað, sem var meira um vert.“ Svo fór hún að liósta — nú fyrst sá ég hve hún var hræðilega mögur. Og það var eins og hóstinn smitaði karlmanninn og börnin. Þau hóstuðu öl 1 — þurrahósta með tómahljóði, eins og þau væru lungnalaus. „Það er brjóstveikin,“ livíslaði hún, „við höf- um hana öll. En nú ætlum við út að sjónurn til að láta okkur batna; það kvað vera svo heilnæmt úti við sjóinn." „Bara að það sé nú ekki of seint,“ segir gamla konan. „Við fátæklingarnir byrjum stundum of seint á slíku.“ „Ja, við höfum nú ekki getað það fyrri. Mað- urinn Jrarna var sópbindari, og við urðum öli að lijálpa honum til, svo að við gætum unnið fyrir matnurn. Þá fór brjóstið." „Er hann það þá ekki lengur?“ spurði ég. Mér datt ýmislegt í hug. Hver vissi nema þau hefðu á einhvern hátt getað hagnýtt sér aðstæðurnar, sem stríðið skapaði. Þau voru öll að fara út að sjón- um; það hlaut að vera brjósttæring, sennilega mjög iilkynjuð. „Nei,“ svaraði hún glaðlega. „Því að svo kom stríðið — eða réttara sagt dýrtíðin, sem fylgdi því — og hjálpaði okkur út úr öllum erfiðleikum. Þá var engin leið að nokkuð iirykki lengur, ekki einu sinni fyrir þurru brauði — smáskildingarnir okkar voru orðnir svo lítils virði. En þá hittum við Spámanninn frá Auðasreti.“ „Spámanninn frá Auðasæti?“ „Já, og við gengum í söfnuð hans. Þar þurfa menn alls ekkert að borðja — það er eins konar mótmæli gegn dýrtíðinni —' og þá má einu gilda hvað maturinn kostar. Og ekki slíta merin fötum heldur, því að sá fatnaður, sem hver fær um leið og hann gengur í söfnuðinn, er Jrannig úr garði gerður, að hann er ævarandi. Og fyrst allir í söfnuðinum fá líka að ferðast ókeypis, Jrá fannst okkur að nú liefðum við þó ráð á að ferðast út að sjónum öll fimm.“ „Hafið þið þá enga farmiða?“ spyr ég áhyggju- fullur yfir því, sem gerast muni þegar lestarstjór- inn komi. Hún hristir höfuðið brosandi. „Hvað ættum við svo sem að gera með farmiða? Gamla konan hefur heldur engan, því að hún er ein af okkur. Er það ekki satt, mamma? Jú, í okkar liópi þekkj- um við alltaf hvert annað á augunum." I sarna bili kom lestarstjórinn. Hann vakti manninn, sem svaf, og klippti af farmiða hans og mínum, síðan fór hann aftur án þess að líta á hin sex. Feiti ferðafélaginn minn smjattaði einu sinni og sofnaði síðan aftur. Og konurnar tvær fóru aftur að tala — um allan þann skort og allar þær þjáningar, sem þær liefðu orðið að líða áður en þær komust upp á að lifa þessu nýja lífi. Karl- maðurinn og börnin þrjú sátu hreyfingarlaus sem fyrr, frá honum liéyrðist tilbreytingarlaus hryggla og þau virtust alls ekki anda. En konurnar tvær hafði ekkert getað bugað, endalaus þjáninga- saga kom yfir varir þeirra eins og víxlsöngur, sams konar grafskrift og hægt er að setja hverjum einstaklingi af tugum þúsunda. „Og að hugsa sér,“ sagði gamla konan, „að við skulum hafa þessi hlunnindi núna. Tvisvar áður, þegar þráin eftir bernskuheimilinu varð of sterk, fór ég á stöðina og ætlaði með lestinni. Ég hafði séð í blöðunum að margar lestir fóru um landið á hverjum einasta degi og að í þeim vpru næg sæti. Það var ekið með allt of mörgum auðum VINNAN 43

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.