Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Page 17

Vinnan - 01.03.1948, Page 17
ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON : V erkalýðsfélag Borgarness Árið 1931, sunnudaginn 22. marz, var haldinn fundur í Borgarnesi til þess að ræða um stofnun verkalýðsfélags. Aðalhvatamenn þess voru þeir Guðmundur Sigurðssön og Karl L. Björnsson. Höfðu þeir fengið mann úr Reykjavík, Guðjón Benediktsson, til þess að mæta á fundinum og að- stoða við stofnun hins væntanlega félags. * A þessum fundi var Verkalýðsfélag Borgarness stofnað, samþykkt lög fyrir það og kosin stjórn. í 2. gr. laganna segir svo um tilgang þess. ,,Tilsan£ur félagsins er að sameina alla verka- menn og verkakonur í Borgarnesi í eitt allsherjar- félag, er með öflugu samstarfi berjist fyrir því, er verða má stéttinni til hagsbóta, svo sem liækkun kaupgjalds, styttri vinnutíma, bættri aðbúð verka- manna, auknum réttindum og öryggisráðstöfun- um, sérstaklega tryggingum, svo sem sjúkratrygg- ingum, slysatryggingum og atvinnuleysistrygging- um o. fl. og vill berjast á hreinum grundvelli stéttabaráttuiinar án tillits til hinna ýmsn póli- ^tísku flokka á hverjum tíma.“ Stofnendur félagsins voru 39 og áttu þessir menn sæti í fyrstu stjórn þess: Daníel Eyjólfsson formaður, Einar F. Jónsson varaformaður, Guð- mundur Sigurðsson ritari, Karl L. Björnsson gjaldkeri og Friðrik Þorvaldsson fjármálaritari. Á öðrum fundi félagsins var svo samþykktur Einar F. Jónsson Guðmundur Sigurðsson Jón Guðjónsson núverandi formaður kauptaxti fyrir það og undirskrifuðu vinnuveit- endur hann þegar í stað, að tveimur undanskild- um, en þeir voru knúðir til þess með stöðvun vöruflutninga að þeim og frá. Félagið gekk þegar í Alþýðusamband Islands. En félagsmenn undu jafan illa því ákvæði í lögum sambandsins, að einungis Alþýðuflokksmenn mætti kjósa sem full- trúa á sambandsþing. Vegna þess að félagið hefur alltaf átt fáum mönnum á að skipa, sem þeirn flokki tilheyrðu, voru sömu mennirnir raunveru- lega sjálfkjörnir sem fulltrúar ár eftir ár, enda þótt kosningar væru látnar fram fara til mála- myndar. Árið 1939 sagði félagið sig svo úr Al- þýðusambandinu, en gekk í það aftur 1942, þegar Karl F. Björnsson Friðrik Þoi'valdsson VINNAN 45

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.