Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Síða 20

Vinnan - 01.03.1948, Síða 20
ASTRID VIK-SKAFTFELLS: ÁÖRLAGASTUND '/ Uppi í brekkunni stóð röð af fegurstu og fín- ustu húsum bæjarins. Umhverfis þau voru garð- ar vaxnir trjám og ilmandi blómum. Niðri við víkina stóð fátæklegur, ómálaður kofi. Umhverfis hann var enginn garður og engin blóm, nema þau, sem uxu villt meðal klettanna, en útsýnið var auðugt af fjölbreytni og fegurð. Sex börn gengu þar út og inn um lágar dyr. Þau hlupu og ærsluðust, grétu og hlógu, eins og oenarur 05 gerist með börnum. Móðir þeirra stóð úti og horfði út á hafið. Hún hafði staðið lengi hreyfingarlaus og starað í sjórokið. En börnin veittu því litla athygli. Þau heyrðu varia drynjanda brimsins, sem flæddi upp á ströndina, — og sáu vart gráhvíta, freyð- andi öldukambana og löðrið, sem öðru hvoru gaus upp fyrir bergbrúnina, skammt frá kofan- um. Hví skyldu þau veita þessu athygli? Þau höfðu meira gaman af að iáta storminn feykja sér spottakorn og brjótast síðan gegn lionum aftur lieim að kofanum. Allt í einu virtist elzti drengurinn taka eftir mömmu sinni. Hann ldjóp til hennar og spurði, hvort pabbi kæmi ekki bráðum. En hann beið ekki eftir svari. Pabbi hafði alltaf komið heim og börnunum datt aldrei annað í hug. Móðirin stóð með spenntar greipar og angist í augum og horfði út yfir grænhvíta, freyðandi víkina. „Guð minn góður — verndaðu hann Þorgrím. — Leiddu hann heilan heim. Börnin — eru svo ung. — Ef ekki mín vegna, — þá vegna — barn- anna. — Börnin eru svo ung.“ Það var langt síðan Halla liafði beðið. Hún var líka stirð í bæninni. Orðin flutu ekki fyrir- hafnarlaust af vörum henqar eins og af vörum prestsins í kirkjunni eða þeirra, sem iðkuðu bænagjörðir í samkunduhúsum og gatnamótum. Þetta var þó bæn móður og konu, sem bað fyrir lífi mannsins síns og föður barna sinna. Inn í hug hennar læddist sektarmeðvitund. Hún hafði vanrækt guð svo lengi. Þessi sektarmeðvitund gerði henni erfiðara fyrir með að velja bænarorð. l.amandi geigur greip hana. Var kannski nú ver- ið að hegna henni fyrir guðleysi hennar. Hegna henni fyrir að hafa ekki haft bænarsamband við guð. Hún stundi: „Ekki enn þá, — guð rninn. Ekki enn, börnin eru svo ung. Ekki mín vegna, — sem gleyrni — í önnum dagsins, — að þú — ræður fyrir öllu, — heldur — yegna barnanna. Þau eru svo. — ósjálfbjarga og ung, — svo ósjálfbjarga og ung. Guð rftinn góður!“-------- Myrkrið er skollið á. Þjáningarík nótt fer í hönd. Brimgnýrinn hljómar sem líksöngur. Hún þorir varla að vona hið bezta. Hafði hún kannski ekki beðið nógu lieitt? Hún hafði þó lagt alla sál sína í hin einföldu, slitróttu bænarorð. Bráðum voru jólin komin. Hún hafði ekkert keypt til þeirra. Hún fengi hvergi neitt lánað. Fiskiríið var svo stopult. En þetta skipti allt litlu, bara ef Þorgrímur kæmist heim. Og nú fyrirvarð hún sig fyrir að vera að gráta og kveina, þegar Þorgrímur var að berjast gegn sjó og stormi. Það gat líka verið, að hann hefði leitað vestur á bóg- inn í skjól, þegar óveðrið brast á. Og þá var hans ekki von, fyrr en storminn lægði. Nema hann kærni fótgangandi yfir fjallið. Fjórir dagar eru liðnir, síðan Þorgrímur fór út á flóann til að vitja um netin sín. í fjóra daga hefur stormurinn ætt og bylt brotsjóum inn yfir ströndina. I fjóra daga hefur sorgbitin og hvíldarvana kona gengið niður í naustið. í þrjá daga hafa elztu börnin spurt eftir pabba sínum, sem aldrei hafði verið svona lengi að heiman. Stundum sýndist Höllu bát bregða fyrir. Hún stóð á öndinni af eftirvæntingu. Það var éins og hjartað hætti snöggvast að slá. En í hvert skipti komst hún að raun um, að þetta var missýning og ímyndun ein. Hún varð að hætta að ganga niður í ftaustið. Hún varð að hefjast handa og vinna, vinna, vinna'. 48 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.