Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Side 21

Vinnan - 01.03.1948, Side 21
Það var Skomið kvöld, er Halla kom inn. Steinar og Gróa, elztu börnin, höfðu sjálf fengið sér mat, kaldar kartöflur og smjörlíki. „Æ, mamma, hvers vegna ertu alltaf úti í þessu roki?“ sagði Gróa í ávítandi fullorðinstón, um ieið og hún smurði kartöflusneið lianda yngri systur sinni. „Þú getur ofkælt þig svona illa klædd.“ Það brauzt bros frarn á varir Höllu. Gróa var svo móðurleg, þar sem liún sat með systur sína og var að mata hana. Halla strauk yfir hár Gróu og tók við barninu af henni. „Þetta er alveg satt, Gróa mín. Mamma er kærulaus, en hún er stolt af að eiga svona stóra og duglega stúlku, sem getur bæði hjálpað sér og öðrum.“ En þegar börnin voru sofnuð, gekk Halla aftur rit. Storminn hafði lægt lítið eitt. Hún starði út í rökkrið, en sá ekkert nema hvíta öldufaldana úti á víkinni, sem tunglið varpaði hálfbirtu yfir. Hún spennti greipar og hvíslaði: „Guð minn oóður.“ Nei, hún bað einskis framar. Hann vissi o 7 svo vel, hvers hún vilcli biðja. . . Hún sneri við og gekk liægt og liálf utan við sig heim á leið. Þegar hún var rétt komin heim, sá hún mann ganga inn. Það var Þorgrímur; Þorgrímur kom- inn heim, kominn heim, kominn heim. Osegjan- leg gleði og hamingjukennd greip hana. Hún varð létt á.sér eins og vindurinn og hljóp á eftir honum og kallaði á hann. Þegar lirxn kom inn, stóð hann við rúm barn- anna, strauk hár þeirra og hlúði betur að þeinr með teppinu. „Ó, Þorgrímur!“ hvíslaði Halla og gekk í átt- ina til hans með úthreidda arma „Guði sé lof, Þorgrímur." Hann rétti sig upp, brosti og rétti hendurnar móti henni. Elalla brosti einnig. Hún sá, að hann var rennvotur, En hann skyldi sannar- lega fá þurr föt. Hún ætlaði að vefja liann örmum, en um leið hvarf hann henni. Hún hljóðaði upp yfir sig. Kertaljósið, sem lnin hafði kveikt til að spara olíuna, blakti og dó, þótt það væri ekki nærri útbrunnið. Hún riðaði og féll meðvitundarlaus á gólfið. Hún vaknaði við það, að barið var á dyrnar. Áður en hún áttaði sig til fulls, heyrði hún barið nokkrum sinnum. Þegar hún svo loks reis upp til að svara, varð hún mjög undrandi, er hún sá, að liiin lá á gólfinu í öllum fötum. En allt í einu mundi hún livað skeð hafði. Hún reikaði að dyr- unum og varð að styðja sig, svo að hún hnigi ekki niður. „Hver er það?“ heyrði hún sjálfa sig segja, áður en liún opnaði hurðina, Hún kannaðist varla við sína eigin rödd. Henni fannst röddin vera sér ókunnug og koma einhvers staðar úr fjarska. „Það er ég,“ anzaði einhver fyrir utan. „Ólafur G uðm undsson. ‘ ‘ Halla opnaði og morgunskíman féll inn um dyrnar. Fyrir utan stóðu tveir nienn. Þeir þurftu ekkert að segja. Hún las erindið í svip þeirra. Halla fölnaði, hún riðaði á fótunum, það var eins og kökkur kæmi í hálsinn og röddin varð aðeins veikt hvísl. „Þorgrímur," hvíslaði liún og studcU sig við dyrastafinn. „Eg vissi það.“ Mennirnir lutu höfði til samþykkis og tóku ofan. Þeir höfðu fundið bát á hvolfi. Það var bátur Þorgríms. Halla stóð kyrr í sömu sporum og hallaðist að dyrastafnum. Hún grétt ekki, bara starði fram fyrir sig. Varirnar bærðust, en hún sagði ekkert. Börnin höfðu vaknað og komu nú hálfnakin og óttaslegin fram. Elzta barnið var með hið yngzta á handleggnum. Þau stönzuðu bak við mömmu sína. „Jæja“, sögðu mennirnir að lokum og settu upp húfuna. „Okkur fannst rétt, að þú fengir að vita þetta, þótt það sé sorglegt. Óvissan er ehn verri. Þeir reyndu að segja nokkur hughreystandi orð, en var tregt um mál. Þögull harmur Höllu snerti þá djúpt. Það var svo sorglegt, að Þorgrímur skyldi falla frá. . . Maður á bezta aldri, bráðdug- legur og ágætis maður í hvívetna. En óveðrið þessa daga var eitthvert hið mesta í manna minn- um. Það mátti húast við fleiri sorgarfréttum. Slysavarnafélagið var alltaf að lýsa eftir bátum og skipum. Halla neytti ýtrustu krafta til að láta ekki bugast. Hún þakkaði mönnunum. Nú vildi hún helzt vera ein. Hún átti eftir að segja börnunum þetta. Síðar um daginn kom presturinn. Halla sat þögul og alvarleg. Djúp sorg og sökn- uður spegluðust í andliti hennar. Huggunarorð prestsins lieyrði hún varla. Þau fundu engan hljómgrunn í sál hennar. Framh. á hls. 52. VINNAN 49

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.