Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Síða 24

Vinnan - 01.03.1948, Síða 24
Á ÖRLAGASTUND Framh. af bls. 49. En ætti hún að segja honum frá sýn sinni í nótt? Segja honum, að hún hefði séð Þorgrínt ástúðlegan og góðan eins og ávallt. Hann lifði, þótt hann væri dáinn og væri kannske hjá þeirn núna. Jú, hún yrði að tala um þetta við einhvern. Og við livern skyldi lnin fremur ræða þetta en prestinn. „Séra Grímur,“ sagði hún án þess að athuga, að hún greip fram í fyrir honum í miðri ritning- argrein. „Eg sá Þorgrím í nótt.“ Séra Grímur leit á Höllu undrandi augum og skilningsvana. „Ég gekk niður að sjó, líklega til að vita, hvort ég sæi ekkert til Þorgríms . . . „Já, en það var svartamyrkur," greip prestur- inn fram í, sem líkaði miður, að liún liafði hug- ann við veraldlega hluti, þegar hann var að út- skýra miskunnsaman tilgang guðs. „Þegar lægði veðrið, dró frá tungli,“ anzaði Halla. Séra Grímur hummaði og fitlaði við digra út- keðju. Af svip hans varð eigi ráðið, hvað honum bjó í brjósti. Halla liélt áfram: „Ég sá hann ganga inn á undan mér. Og þegar ég kom inn, var hann að lilúa að börnunum, eins og hann var vanur, er þau höfðu sparkað ofan af sér teppinu. Þannig var hann ávallt nærgætinn og ósegjanlega góður við okkur öll. Hann var aldrei svo þreyttur, að hann gæfi sér ekki tíma til að'hlúa að börnunum og mér. Ég sá liann eins greinilega og ég sé yður, séra Grímur, og var svo þakklát og glöð yfir jrví, að hann skyldi vera korninn lifandi heim. Og þegar ég ávarpaði hann, rétti hann hendurnar brosandi á móti mér, — en hvarf mér svo . . .“ „Börnin eru yður guðsblessun," greip prestur- inn fram í og talaði síðan um gæzku guðs og hans órannsakanlegu vegu að hjörtum mannanna. Hann leit á úrið og velti því í hendi sinni. „Börnin verða yður til mikillar hjálpar með tímanum. Treystið honum, sem hefur ráð allra í hendi sinni. Látið guðs vegi vera yðar vegi,“ saaði séra Grímur Iirærður og rétti Höllu hönd- ina til kveðju. „Verið þér sælar og guð sé með yður.“ Um leið og hann fór, þyrptust börnin kringum hana. „Hvaða maður var þetta, mamma?“ „Uss, uss, það var presturinn. Þekktuð þið hann ekki aftur?“ „Nei, við höfum aldrei séð hann.“ Halla varð hugsi. Nei, það var víst rétt. Þau höfðu aldrei koniið til kirkju, síðan þau voru skírð, og ekki var von, að þau myndu það. Og presturinn hafði aldrei komið þangað, — fyrr en nú. „Farið nú út og leikið ykkur,“ sagði Halla og klappaði á kollinn á þeim. „Já, en . . . kemur pabbi aldrei?“ Halla, sem hafði ekki treyst sér til að segja börnunum að þau ættu engan pabba lengur, sagði þeim nú, hvað skeð hafði. Börnin voru svo ung, að þau gerðu sér ekki grein fyrir því, hvað dauðinn er. En er þeim skildist, að pabbi þeirra kæmi aldrei aftur, bruztu elztu börnin í sáran grát. Og yngri börnin, sem skildu, að um eitthvað mjög slæmt var að ræða, fóru Jrá einnig að gráta. Mamma þeirra reyndi að hugga þau, en varð að taka á öllu, sem hún átti til að láta sjálf ekki bugast. „Mamma,“ sagði Gróa litla allt í einu og brosti gegnum tárin. „Ég er viss um, að pabbí er ekki dáinn. Mig dreymdi hann svo yndislega í nótt. Hann strauk um hárið á mér og lagaði ofan á mér og talaði við mig. Hann sagði, að ég skyldi reyna að verða sem fyrst stór og dugleg stúlka til að hjálpa þér, mamma. Og hann sagði, að við skyld- um ekkert syrgja, þegar við fréttum, að lrann væri dáinn, og að hann myndi oft verða hjá okkur. Hann hefði ekki sagt þetta, ef hann ætlaði ekki að gera það. Hann lilýtur því að vera lifandi, þó að hafið tæki hann. Er það ekki, mamma?“ spurði Gróa og horfði eftirvæntingarfullum tárvotum augunum á mömmu sína. „Jú, Gróa mín,“ sagði Halla og strauk henni blíðlega um vangann. „Pabbi mun áreiðanlega oft vera hjá okkur, þótt við sjáum hann ekki og oft tala við okkur í draumi.“ Höllu varð hugsað til prestsins. Hvað skyldi hann segja, ef hann vissi, að hún kæmi þessari skoðun inn hjá börnunum? Hún vissi, að bæði hann og margir aðrir myndu dæma sig hart. En þetta var sannfæring hennar. Hún hafði lesið ýmislegt um J^etta og oft hugsað um þetta, og hún gat enga aðra skynsamlega skýringu fengið á fjölda vottfestra fyrirbrigða, og þessi skoðun hennar varð að fullkominni vissu við sýn hennar um nóttina. Hún saknaði Þorgríms og syrgði hann. Hún gat ekki annað. En hún fann, að sorg- in var blandin gíeði, gleði yfir því að vita Þor- grím lifandi á öðru tilverustigi, gleði yfir því að 52 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.