Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Page 25

Vinnan - 01.03.1948, Page 25
vita hann hjá þeim öðru livoru, og gleði yfir því, að sá tími kæmi, er þau hittust aftur og fengju þá ef til vill að starfa saman á ný. Höllu leið miklu betur eftir að háfa talað við börnin og eftir þessar hugleiðingar sínar. Gróa og Steinar fóru út með yngri börnin. ,,Börnin eru yður guðsblessun,“ hafði prestur- inn sagt. Það var satt. Hvernig liefði hún afborið þetta án þeirra? Skyndilega varð hún gripin angist yfir því, að ef til vill kynni hún einnig að missa þau. „Guð minn góður, láttu þau ekki henda neitt. Nú eiga þau engan að nema ntig.“ Snögglega reis hún upp og sagði við sjálfa sig: „Nei, það er bezt að minna hann ekki á neitt, sem mér er kært.“ Hún sá bjargarlaust heimili og neyð framundan. Hvernig ætti hún að bjarga börnunum frá sulti. Skyldi það ekki enda með því, að hún yrði að láta börnin til ókunnugra? Hafði jafnvel guð ekki gleymt henni. Var annars að vænta? Hví skyldi hann rnuna þá, sem hafa jafn lítið samband við hann og hún Iiafði liaft. Hún hafði gleymt að þakka honum, að börnin voru hraust og efnileg og að Þorgrímur hafði alltaf komið lieill af sjónum með björg í briið. Vað það þá svo undarlegt, þó að hún fengi harða áminningu, ef verða mætti, að augu hennar opn- uðust? En hefði það nokkru breytt, þótt hún hefði beðið á hverjum degi? Halla lá fram á borðið. Grannur og magur líkami hennar skalf af ekka sorgar oa: örvæntinsr- ar. Hún horfði inn í vonlausa framtíð. -¥ Þetta var síðasta skipti, sem Halla hafði tíma til að gefa sig sorg sinni á vald. Hún ákvað líka að láta ekki bugast, en henni var ekki ljóst, hvern- ig hún ætti að afla fæðis og klæðis handa öllum hópnum. Að visu var Steinar litli farinn að afla í soðið. Hann fór oft með færið sitt niður á varar- kampinn og veiddi smáufsa og þyrskling. En veið- in var fulllítil til að metta marga munna. Höllu datt í hug að reyna að fá atvinnu við að baka fyrir fólk, þvo gólf og þvotta. Og nú fyrir jólin þurftu margir að fá hjálp til eins og annars. Hún hafði þvegið fyrir fólk, þegar hún var ekki í fiski, sumarið, sem hún kynntist Þorgrími. „Þér eruð svo góð og dugleg stúlka,“ hafði blessaður gamli presturinn sagt, er þau Þorgrírp- ur giftu sig. „Þið komist alltaf áfram,“ hafði hann svo bætt við. Jú, hún skyldi komast áfram, vegna barnanna og vegna Þorgríms. . . VINNAN r---------------------------------------N SKRÝTLÚR k.______________________________________y Bóndi nokkur stóð niðri á bryggju í þorpinu og kallaði til skipstjórans: — Hvað kostar farið til Reykjavíkur. — 50 krónur. — Og hvað má ég hafa mikið með mér? Eins mikið og ég get borið? - Já- — Jæja, ég kem þá með. Hvarf nú karl, en kom að vörmu spori aftur og hélt þá á kellu sinni í fanginu og vatt sér um borð. Sjómaður nokkur símaði til læknis og bað hann um að skreppa heim til sín, þegar tírni gæfist til. „Er þetta nokkuð alvarlegt, sem gengur að þér?“ spyr læknirinn. „Onei, sei, sei. nei, ekki getur það nú talizt svo. Ég marði mig dálítið, en það er á nokkuð afskekktum stað, circa í kompáslandnorð- ur af stórutánni.“ Ungur Ameríkumaður flutti í fyrsta sinn ræðu opinberlega á ráðstefnu í París. Þótti honum srirt í broti, hve litlar undirtektir ræðan hlaut: var ekki einu sinni klappað fyrir honum. Næstur stóð upp Frakki og hélt ræðu á móðurmáli sínu. Var ræðu hans fagnað með dvnjandi og almennu lófa- klappi, og klappaði Ameríkaninn hvað rnest. Hvíslaði þá sessunautur hans að honum: Ég mundi nú ekki vera að klappa væri ég í yðar sporum. Þessi náungi var að þýða ræðuna yðar á frönsku. Mannvonzka. A. : Það vildi ég að þú misstir allar tennurnar nema eina. B. : Hvers vegna ekki þessa einu? A.: Svo þri gætir fengið tannpínu í hana. „Eg myndi fara viljugur í stríðið," sagði ítali einn, „ef ég væri neyddur til þess“. Prófessorinn var svo utan við sig, að hann kyssti eggið, en barði í hausinn á konunni sinni með teskeiðinni. I anddyri kvikmyndahúss eins erlendis er óska- brunnur. Maður einn, sem verið hafði að horfa á ameríska mynd, kastaði pening í brunninn og sagði: „Ég óska, að ég hefði ekki séð þessa mynd!“ 5&

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.