Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Page 26

Vinnan - 01.03.1948, Page 26
J U R I S E M J O N O F F : AUÐUR JARÐAR Sjóræningiar Eyjan Haíti, innrásarstöð hinna spænsku sigur- vegara, var ekki aðeins fyrsti staðurinn í nýja heiminum, þar sem Evrópumenn náðu fótfestu, lieldur einnig fyrsti staðurinn, sem búpeningur var fluttur til. Mjólkurpeningurinn kunni strax vel við sig á hinum grænu engjum eyjarinnar, þar sem hvergi var rándýr og allt vafið í grasi. Á seytjándu öld tóku Frakkar, Englendingar og Hollendingar að þyrpast til Vesturindía. Spán- verjar vöktu yfir réttindum sínum með mikilli afbrýðisemi. I>eir hindruðu aðflutning annarra evrópskra landnema, og dfápu þá blátt áfram, ef nauðsyn bar tif. Á smáeyjunni Tortuga, sem liggur við norðvesturströnd San DómingÖ, evði- fögðu Spánverjar fyrstu nýlendu Hollendinga. I’eir landnemanna, sem af komust gengu í banda- lag við franska og enska ævintýramenn og stofn- uðu nýja nýlendu, sem var að vísu með allt öðr- um hætti: Það var sjóræningjanýlenda, en vík- ingarnir réðust á og hruðu skip, sem sigldu milli Kúbu og Spánar. Bækistöð sína höfðu þeir á lítilli eyju, Tortuga við vesturströnd Haíti, en þar eru hafnir góðar. Sjóræningjarnir öfluðu sér matar af gripahjörðunum á Haíti, og vopnin fengu þeir frá enskum herskipum, er voru þar á sveimi „af hendingu“. I öllum þessum ræningjaleiðangrum, reið rnest á nautpeningnum. Verkaskiptingu hafði verið komið á í sjóræningjaríkinu. Nokkur hluti íbú- anna dvaldist á landi til þess að veiða og slátra dýrunum og ganga frá kjötforðanum. Kjötið var þurrkað á tréristum að Indíánasið. Indíánar nefndu þessar ristar „búcak“ og vistastjórarnir voru nefndir eftir þeim og kaflaðir „búkanérar”. — Nafn þetta er ennþá notað um sjóræningja bæði í Englandi og Ameríku, og stundum einnig um kauphallarbraskara. Aðrir af borgurum sjó- ræningjaríkisins „unnu“ á sjónum og voru kall- aðir „flibustarar“ („sjóræningjar") — af enska orðinu „fly boats“ eða hollenzka orðinu „Vlie“, sem er nafn á smábæ einum í Hollandi, en þar tíðkuðust bátar af sömu tegund og þeir, sem sjóræningjarnir notuðu. Allt heyrir þetta fortíðinni til. Sjóræningjarnir hurfu, þegar Englendingar höfðu ekki lengur not fyrir þá. En á seytjndu öld voru þeir voldugir, og rómurinn um afrek þeirra barst víða. Frá Vesturindíum bárust nautgripirnir fyrst til grassléttanna í Mið-Ameríku. Þess var skannnt að bíða, að þeir kæmust alla leið til preríanna, og gerðust þar hálfvilltir. Seinna fluttu hollenzkir og sænskir landnemar nýjar hjarðir taminna nautgripa frá Evrópu til Norðausturstrandar Ameríku. Spánverjar fluttu nautgripi til Brasilíu, og þaðan breiddust þeir út yfir graslendur Argen- tínu. í öllum löndum Mið- og Suður-Ameríku fylltist allt af nautum. Skepnunum var slátrað miskunnarlaust til þess að ná húðunum. Kjötinu var fleygt eða það Var þurrkað til eldsneytis. Á seytjándu öld þurftu jesúítar að láta skera út altaristöflu til nýrrar kirkju. Listaverkið kostaði 30.000 reals eða naut. Hvert naut hefur þannig verið eins reals virði, sem eftir þeirra tima pen- ingareikningi gilti eitthvað svipað og fimmeyr- ingur. Á átjándu öld fluttu Evrópumenn nautgripi til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Þeim fjölgaði brátt. Senn var svo komið, að suðurhelmingur jarðar var orðinn mesta „kjötforðabúr“ heimsins. Djöfullegt uppátæki Kjötverzlun var þegar orðin allmikil meðal Forn-Grikkja. Ef trúa má frásögum sagnaritar- anna, voru til götusalar, sem seldu Hellenum „heit bjúgu“. En í Rþmaborg var það þó enn mikilvægara viðfangsefni fyrir ríkisstjórnina að afla borgarbúum kjötforða. Kjötöflunin varð þó fyrst verulega aðkallandi þegar líður fram á mið- aldirnar. Hvað eftir annað kom það á daginn, að Evrópumenn voru ekki sjálfbjarga af eigin fram- leiðslu. Stundum hækkaði kjötið upp úr öllu valdi. í lok miðalda voru stórar nautgripahjarðir reknar vestur á bóginn frá Póllandi og víðar úr 54 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.