Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Page 27

Vinnan - 01.03.1948, Page 27
austur og suður Evrópu. Það leynir sér ekki, að verzlunin hefur hlotið að bera sig, þrátt fyrir mik- il útgjöld, drjúga tolla og stöðuga áhættu á leið- inni, eins og t. d. þá er Michael Kohlhaas varð fyrir. • Á sextándu öld var mikill kjötskortur um alla Evrópu. Bændastyrjaldirnar og loks þrjátíu ára styrjöldin skaðaði kvikfjárræktina hvað eftir ann- að, og auk þess var nú æ meira land tekið til kornyrkju. Samtímis þessu uxu borgirnar. Fólk- inu fjölgaði mikið, og kjötneyzlan óx, því að þá eins og nú neyttu menn meira kjöts í borgum en sveitum. Er leið að lokum nítjándu aldarinnar skipaði Evrópa sama sæti í heiminum og Róma- borg hafði forðum í Rómaríki. Matvælin voru flutt hvaðanæva að til Evrópu. Það varð okkur til hamingju að handan hafsins voru saman komnar ótæmandi birgðir af kjöti. í Evrópu brutu menn heilann um það, hvernig þeir ættu að ná í kjöt, og í löndunum handan hafsins vissu. menn ekki, hvað þeir áttu að gera við það. England var sjálfbjarga með kjötfram- leiðslu sína fram á miðja nítjándu öld, og Eng- lendingar fluttu meira að segja út sauða- og svínakjöt. Efpp frá þessu tóku þeir að flytja inn kvikfénað á fæti, ásamt söltuðu og reyktu fleski frá meginlandi Evrópu og Ameríku. I fyrstunni bætti þessi innflutningur úr þörfinni, en um 1860 fór ástandið að verða ískyggilegt. England var orðið mesta iðnaðarland í heimi. Það varð að afla enskum verkamönnum matar. í þinginu og blöðunum var ekki rætt um annað en kjötskort- inn. Eins og gefur að skilja var skipuð nefnd í málið, og anðvitað var hún ekki skipuð af „Eélagi kjötkaupmanna“, lieldur „Listvinafélagi" (,,So- ciety of Arts“). Nefndin athugaði einkum gaum- gæfilega möguleikana á að afla kjöts frá löndun- um handan hafsins. Verðlaunum var lieitið, leit- að að uppfyndingamönnum og hver einasta til- laga reynd til liins ýtrasta. Yfir 200 einkaleyfi voru gefin. Meðan verið var að rannsaka allar þessar til- lögur í Lundúnum, sátu menn ekki aðgerðar- lausir í Argentínu og Ástralíu. í bvrjun nítjándu aldar höfðu þegar verið gerðar tilraunir með að sjóða niður kjöt. Frakkar riðu hér á vaðið. I fyrstunni geymdu menn kjötið í glösum, sem járndósir leystu af hólmi, því að biikkdósir voru ekki teknar til notkunar fyrr en um 1850. Árum saman fluttu Argentínumenn saltkjöt og fé á fæti til Evrópu. — Þetta voru afurðir frá ,,saladeros“ (sláturhúsunum). Gjörnýtingin hófst þó ekki fyrr en á árunum 1860—70,'' þegar hinn framtakssami verkfræðingur Giebert frá Ham- borg stofnaði hlutafélag í Fray Bentos til fram- leiðslu á kjötkjarna með aðferð Liebigs. Hinn snjalli þýzki könnuður liafði stungið upp á að- ferð til vinnslu og geymslu á kjötkjarna, og bjargaði þannig kvikfjárrækt Argentínumanna frá hruni. Á árunum eftir 1890 var Liebigfélagið eitt þýðingarmesta atvinnufyrirtæki á svæðinu kringum La Plata. Það átti yfir 2.500 ferkílómetra beitiland í Argentínu, Paraguay og Uruguay, og frá sláturhúsum þess komu árlega 200.000 gripa. Árið 1881 slitnaði upp úr störfum nefndarinn- ar í Lundúnum, án þess að nokkur hefði unriið til verðlaunanna, 100 punda, sem heitin voru þeim er fann upp aðferð til kjötgeymslu. En þá var í raun og veru búið að uppgötva þetta, og kjötflutningur var meira að segja hafinn frá Ástralíu. í nær fjörutíu ár liöfðu uppfyndinga- menn alls staðar um heim spreytt sig á sama verkefninu. Nákvæmlega tuttugu árum áður komst fyrsta frystihús veraldarinnar á laggirnar suður í Sidney. Frumkvæði að þessu átti ástralski iðjuhöldurinn Thomas S. Mort og franskur verk- fræðingur, Nicolle að nafni. I upphafi vakti jiað fyrir Mort að finna aðferð til þess að flytja fryst kjöt. Það var eitthvað stórkostlegt við þessa hug- mynd, og Mort var ekki lengi að sjá hvílíka þýð- ingu ltún gæti haft. Það var ekki að ástæðulausu, að liann kallaði þessa hugmynd sína seinna ,,a dialiolical idea“. Sú hiigsun, sem lá að baki jrví að tengja meginlöndin saman með „tilbúnum" kulda og byggja ísbrú yfir miðjarðarlínuna var í þann tíð jafn mikil fjarstæða, eins og ef einhver léti sér detta það í hug nú á tímum að liita upp Grænland eða rækta pálma á Norðurheimskaut- inu. Ástralíumenn sjálfa skorti tilfinnanlega ís. Við þurfum ekki annað en minnast þess, að þeir fluttu um jxer mundir inn ís frá Ameríku. Mort vann í þrjátíu ár að undirbúningi fyrstu freðkjötssendingarinnar 'til Englands. Og þegar allt var komið í kring, og búið var að ferma sér- staklega útbúið gufuskip með kjöti, — kom skyndilega babb í bátinn. Það kom á daginn að allar kælipípurnar höfðu brotnað meðan skijiið lá í höfninni. Kælikerlið var ónýtt, og það varð að liafa hraðar liendur á að skipa kjötinu upp aftur. Tilraunin liafði misheppnast. Mort andað- ist tveitnur árum síðar, árið 1878. Hann liafði varið 80.000 punda af eignum sínum til tilrauna þessara, og 20.000 til „squattes“, sem voru sauð- fjárbú eftir kenningu lians. Eftir dauða Morts kom ekkert af þessu fé fram. FramhalcL VINNAN 55.

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.