Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Qupperneq 31

Vinnan - 01.03.1948, Qupperneq 31
Nýr kjarasamningur á Hvammstanga Þann 9. febr. s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkalýðsfélagsins Hvatar á Hvammstanga og Kaupfélags Vest- ur-Húnvetninga. Samkvæmt samningnum hækkaði grunnkaup verkamanna i almennri dagvinnu úr kr. 2,45 í kr. 2,60 á klst. og grunnkaup verkakvenna og drengja 14—16 ára úr kr. 1,80 í kr. 1,91 á klst. Samningurinn gildir til 1. febr. 1949. Uppsagnar- frestur er tveir mán. Kauphækkun í Borgarnesi Þann 4. febr. s.l. var undirritað samkomulag milli stjórnar Verkalýðsfélags Borgarness og atvinnurekenda um þessar breyt- ingar á samningi aðilja frá 22. sept. 1946: Grunnkaup verka- manna í almennri vinnu hækki úr kr. 2,65 í kr. 2,80 á klst., við uppskipun á kolum, salti, sementi o. fl. úr kr. 3,00 í kr. 3,15 á klst. og grunnkaup verkakvenna og drengja 14—16 ára úr kr. 1,85 í kr. 2,00 á klst. og aðskilnaður á slátri í kr. 2,15 á klst. Kaupbreyting þessi gildir frá 1. febr. s.l. Verkalýðsfélag Borgarness samþykkti á aðalfundi í vetur að segja upp samningnum frá 22. sept. 1946 og átti hann að ganga úr gildi 22. marz n.k. Nýr kjarasamningur á Þórshöín Snemma í janúar var undirritaður nýr kjarasamningur rnilli Verkalýðsfélags Þórshafnar og atvinnurekenda þar. Samkv. hinum nýja samningi hefur verkalýðsfélagið í fyrsta sinn feng- ið viðurkenndan 8 stunda vinnudag. Grunnkaup í almennri dagvinnu karla hækkaði úr kr. 2,20 í kr. 2,45 og grunnkaup verkakvenna og drengja 14—16 ára úr kr. 1,40 í kr. 1,60 á klst. Grunnkaup í skipavinnu sé 15% hærra en í almennri vinnu, en var áður aðeins 10% hærra. Samningurinn gildir frá síðustu áramótum. Nýr kjarasamningur í Slykkishólmi Þann 27. febr. s.l. náðist samkomulag í kjaradeilu milli Verkalýðsfélags Stykkishólms og atvinnurekenda þar. Sam- kvæmt hinurn nýja samningi hækkaði grunnkaup verkamanna i almennri dagvinnu úr kr. 2,45 i kr. 2,60 á klst. og grunnkaup verkakvenna og drengja 14—16 ára úr kr. 1,72 í kr. 1,85 á klst. Verkfall hafði staðið yfir í Stykkishólmi frá hádegi 24. febr. Hinn nýi samningur gildir frá 1. marz. Nýr samningur strætisvagnastjóra Þann 29. febr. var undirritaður nýr samningur milli Bif- reiðastjórafélagsins Hreyfils og Reykjavíkurbæjar um kaup og kjðr strætisvagnastjóra. Samkv. samningnum verður nú aðeins einn launaflokkur í stað þriggja áður og fá mi allir vagnstjór- arnir það hæsta grunnkaup sem áður gilti, án tillits til starfs- aldurs, en það er kr. 612,50 á mán. Þá fá vagnstjórarnir greidda alla helgidagavinnu, en það tíðkaiiist ekki áður. Er grunnkaup í helgidagavinnu kr. 6,80 á klst. Vagnstjórarnir höfðu boðað vinnustöðvun frá og með 1. marz, eu til hennar kom ekki þar eð samningar tókust á siðustti stundu. AÐ ALFUNDIR Aðalfundur Hreyfils Bifreiðastjórafélagið Hreyfill hélt aðalfund tinn 29. jan. s.l. í stjórn voru kosnir: Ingimundur Geslsson, form., Halldór Björnsson, Jón Jóhannsson, Magnús Einarsson, Birgir Helga- son, Ólafur Jónsson og Magnús Einarsson (tveir alnafnar í stjórninni). Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Samþykkt var að hækka árgjald félagsmanna úr 75 kr. í 100 kr. Samþvkkt var að verja 70% af happdrættistekjum félagsins til húsbygg- ingarsjóðs og 30% í vinnudeilusjóð. Þá.var og samþykkt að veita fræðslu- og málfundafélagi bifreiðarstjóra „Kyndli" 1000 kr. styrk. Aðalfundur Dagsbrúnar Aðaífundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar var haldinn 26. jan. s.l. Á fundinum var lýst úrslitum stjórnarkosningar, er fram fór í félaginu að viðliafðri allsherjaratkvæðagreiðslu dagana 24. og 25. jan. Höfðu komið fram tveir listar, A-listi, borinn fram af uppstillingarnefnd og trúnaðarráði Dagsbrúnar og B-listi borinn fram af Sig. Guðmundssyni o. fl. Urslit urðu þau, að A-listi hlaut 1174 atkv., en B-listi hlaut 512. Allir frambjóðendur A-Iistans voru þvi kjörnir í stjórn, varastjórn. endurskoðendur og trúnaðarráð. Stjórn Dagsbrúnar er skipuð sömu mönnum og s.l. ár, en þeir eru: Sigurður Guðnason, for- maður, Hannes M. Stephensen varaformaður, Eðvarð Sigurðs- son ritari, Erlendur Ólafsson gjaldkeri, Gunnar Daníelsson fjármálaritari, Ingólfur Gunnlaugsson og Skafti Einarsson með- stjórnendur. Aðalfundurinn var 500. fundur félagsins og vav þess sérstaklega minnzt á fundinum, en aðalfundarstörfum frestað að undantekinni skýrslu stjórnarinnar. Kjartan Ólafs- son, einn af stofnendum Dagsbrúnar og heiðursfélagi, minntist í ræðu fyrstu starfsára félagsins og rakti þróun þess og sigra á liðnum árum. Ingólfur Gunnlaugsson, einn af yngri meðlimum félagsins, flutti og bráðsnjalla ræðu um þróun og verkefni verkalýðssamtakanna. Þessi aðalfundur var haldinn á stofn- degi Dagsbrúnar, en fél. var sem kunnugt er stofnað 26. jan. 1906. Aðalfundur Málarasveinafélags Reykjavíkur Málarasveinafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn 25. jan. s.l. í stjórn voru kosnir: Þorsteinn B. Jónsson formaður, Ást- valdur Stefánsson varaformaður, Ingólfur Árnason ritari, Guð- mundur Einarsson gjaldkeri, Sigfús Sigfússon aðstoðarritari. Aðalfundur Verkalýðsfélags Borgarness Verkalýðsfélag Borgarness hélt aðalfund sinn 28. jan. s.l í stjórn voru kosnir: Jón Guðjónsson formaður, Ingimundur Einarsson ritari og Eyvindur Ásmundsson gjaldkeri. Auk þess kjósa deildir félagsins hver sinn fulltrúa í stjórn. Aðalfundur Freyju Þvottakvennafélagið Freyja hélt aðalfund sirni 29. jan. s.l. Stjórnin var öll endurkosin og skipa hana: Þuríður Friðriks- dóttir formaður, Petra Pétursdóttir varaformaður, Áslaug Jóns- dóttir ritari, Sigrxður Friðriksdóttir gjaldkeri og Kristín Ein- arsdóttir meðstjórnandi. Aðalfundur Iðju, Reykjavík Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík. hélt aðalfund sinnr 29. jan. s.l. Stjórn félagsins var öll endurkosin og skipa hana: Pétur Lárusson formaður, Arngrímur Ingimundarson vara- form., Halldór Pétursson ritari, Guðlaug Vilhjálmsdóttir gjald- keri, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Páll Einarsson og Rannveig Guðmundsdóttir. Fundurinn mótmælti einróma launaráns- lögum ríkisstjórnarinnar, dórni Félagsdóms i vísitölumálinu og skipulagningu atvinnuleysis í iðnaðinum. VINNAN 59

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.