Vinnan - 01.12.1974, Blaðsíða 20

Vinnan - 01.12.1974, Blaðsíða 20
AF ERLENDUM VETTVANGI Erlend verkalýðshreyfing Frá Austurríki Verkalýðssamband Evrópu Fjölskyldubætur Lög um fjölskyldubætur frá 1%7 kveða á um mánaðarlega greiðslu fjölskyldubóta til barna- fjölskyldna skv. umsóknum. Skv. lögunum geta allir (erlendir verkamenn einnig) sótt um fjöl- skyldubætur vegna barna undir 19 ára aldri, ef börnin hafa ekki eigin tekjur, sem fara fram úr kr. 5.300,- á mánuði. Börn í „æðri“ skólum eiga rétt á bótum til 27 ára aldurs, fötluð og vangefin börn án ald- ursmarka. Upphæðir fjölskyldubóta eru: Fyrir 1 barn ísl. kr. 1.437,00 2 börn — — 3.180,00 — 3 börn — — 5.645,00 — 4 börn — — 7.553,00 -— hvert barn umfram 4 — 2.067,00 Hinar mánaðarlegu fjölskyldu- bætur eru greiddar út 14 sinnum á ári. (Tvöföld greiðsla í júní og desember). Greiðslur eru innt- ar af hendi af „Fjölskyldubóta- sjóði“, sem fjármagnaður er með 6% launaskatti og öðrum sér- sköttum. Að auki á hver móðir rétt á fæðingarstyrk að upphæð kr. 27.200,00 að því tilskildu að hún geti sannað, að hún hafi undir- gengist allar læknisskoðanir fyrir móður og barn, sem áskildar eru af heilbrigðisyfirvöldum. Endur- bætur á þessu kerfi eru í bígerð. Orlof í Austurríki Allir launþegar í Austurríki eiga rétt á árlegu orlofi á laun- um. Lengd orlofs er: 20 Æskufólk að 18 ára aldri ............... 24vinnud. Verkafólk og skrifstofufólk: Með samfellda vinnu að 10 árum .......... 18vinnud. Með samfellda vinnu 10-25 ár ........... 24vinnud. Með samfellda vinnu yfir 25 ár ............ 30vinnud. Skrifstofufólk, sem skiptir um vinnu, fer aftur yfir á 18 vinnu- daga orlof, en eftir 2 ár í nýja starfinu er allt að fimm árum af hinu fyrra reiknað með, þannig að eftir 5 ár í nýja starfinu er á- unninn réttur aftur 24 vinnudag- ar. Fyrir almenna verkamenn eru í sumum samningum ákvæði um viðurkenningu á vissum árafjölda í eldra starfi, þegar lengd orlofs er reiknuð. Allt verkafólk og fastlaunafólk fær greidd áfram venjuleg laun í orlofi, verkafólk með breytileg laun (ákvæðis- vinnu, bónus) fær meðaltal síð- ustu 13 vikna. Að auki hafa nær aliir samningar í Austurríki á- kvæði um orlofskaupauka (í flestum tilfellum eins mánaðar laun, eða þriggja, eða tveggja vikna laun). Sérstakar reglur gilda fyrir verkamenn í byggingariðnaði, sem oft skipta um vinnustað nokkrum sinnum á ári. Atvinnu- rekendur þeirra greiða vikulega inn í „Orlofssjóð byggingar- manna“ sem eftir 46 vikulegar greiðslur er tilbúinn að greiða hin reglulegu vikulaun og orlofs- kaupaukann til byggingarmanns- ins. (ÖGB-Report, júlí ’74). Verkalýðssamband Evrópu (ET- UC) var stofnað 7.-8. febr. 1973 og voru stoifnendur þess þau verkalýðssambönd álfunnar sem aðild eiga að Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfél. (ICFTU). Evrópusambandið starfar þó sem sjálfstieður aðili, en er ekki svæðissamband innan ICFTU. Fljótlega eftir stofnun þess sýndu evrópsk aðildarfélög Heimssam- bands verkalýðsins (WCL, sem að uppruna er samband kristi- legra verkalýðsfélaga) áhuga á inngöngu. Þann 7. mars s. 1. fengu svo eftirtalin 7 aðildarsambönd WCL inngöngu í ETUC: Con- federation Francaise Democra- tique du Travail (CFDT) í Frakk- landi; Nederlands Katholiek Vakverbond (NKV) Hollandi; Lötzebuerger Chreschtleche Ge- werkschaftsbond (LCGB) Lux- embourg; Confederation des Syndicats Chrétiens de la Suvisse í Sviss; Schweizerischer Verband Evangelischer Arbeitnehmer (SV- EA) einnig í Sviss; Confedera- tion des Syndicats Chrétiens (CSC) í Belgíu og Christelijk National Vakverbond (CNV) í Hollandi. Auk þeirra fengu inn- göngu finnska og írska alþýðu- sambandið og Solidarité des Travailleurs Basques, sem er verkalýðssamband spönsku Baska- héraðanna, starfandi á franskri grund. Enda þótt kristilegu sambönd- in yrðu þannig fullgildir með- limir Evrópusambandsins, breyt- ir það í engu aðild þeirra að WCL, heimssambandi kristilegu verkalýðssambandanna, þannig að þau standa áfram utan ICFTU. Evrópusambandið ráðfærði sig við ICFTU fyrir inngöngu þessara sambanda og lagðist það ekki í gegn aðild þeirra að ETUC. ítalska CGIL gengur í Evrópusambandiö Tvö ítölsk verkalýðssambönd voru meðal stofnaðila ETUC: UIL, samband sósíalista, sósíal- demókrata og lýðveldissinna með 500.000 félaga, CISL, sem er að- allega samband kristilegra demó- krata (2.500.000 félagar) og eru þau bæði einnig meðlimir í ICFTU. Stærsta sambandið á Italíu CGIL, samband kommún- ista og sósíalista, hefur hins veg- ar verið aðili að WFTU, Al- þjóðasambandi kommúnista. S.l. fimm ár hafa þessi stærstu verka- lýðssambönd Ítalíu tekið upp æ nánari samvinnu sín á milli, komið upp fastri samstarfsnefnd og stefna að sameiningu. Helstur þrándur í götu var sá, að ekki tilheyrðu öll sama heimssam- bandi. Á þingi WFTU í Varna í Búlgaríu í október 1973 breytti CGIL aðild sinni í aukaaðild, þannig að WFTU geti ekki fram- vegis lagt því neinar skyldur á herðar, en CGIL mun hafa á- heyrnarfulltrúa á þingum þess, og í helstu stofnunum. Jafnframt sótti CGIL um aðild að Evrópu- sambandinu. Um þetta urðu miklu meiri deilur en aðild kristilegu sam- bandanna. Koma þar einkum til möguleg áhrif aðildar CGIL á þróunina í Frakklandi, en þar hefur pólitískur fjandskapur hinna ýmsu verkalýðssamtaka frá dög- um klofnings heimssamtakanna 1948/1949 reynst miklu lífsseig- ari en á Italíu. Niðurstaðan varð þó sú, að umsókn CGIL var VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.