Vinnan - 01.12.1974, Blaðsíða 21

Vinnan - 01.12.1974, Blaðsíða 21
IÐJA 40 ARA Núverandi stjórn Iðju, talið frá vinstri: Herberg Kristjánsson, Magnús Guðjónsson, Guðmundur G. Guðmundsson, Gunnlaugur Einarsson, Guðmundur Þ. Jónsson, Runólfur Pétursson, Bjarni Jakobs- son, María Vilhjálmsdóttir, Ragn- heiður Sigurðardóttir og Klara Georgsdóttir. Á myndina vantar Steina Sævar Þorsteinsson. Iðja 40 ára Framh. af bls. 19 staða ráðamannanna hefur óneitanlega torveldað kjarabaráttu iðnverkafólksins og framan af tafði hún fyrir því að iðn- verkafólkið sæti við sama borð og aðrir, en þó hægt hafi miðað, hefur eitthvað áunnist með hverjum kj arasamningi sem gerður hefur verið, þó að þeir á- fangar verði ekki raktir hér. Ég vil þó aðeins nefna nokkur atriði, sem ekki snerta launakjörin beinlínis, og er þá fyrst að minnast á lögin um atvinnuleys- istryggingar, sem náðust fram eftir verkfallið 1955, sem er að mínum dómi, með þeim breytingum sem síðar hafa verið gerðar á þeim, einn merkasti á- fanginn í baráttusögu íslensku verka- lýðssamtakanna. Þá var tilkoma sjúkra- og orlofssjóðanna einnig merkur á- fangi. Hinir almennu lífeyrissjóðir fé- laganna orka meira tvímælis, meðan þeir eru ekki verðtryggðir, en baráttan fyrir verðtryggingu þeirra hlýtur að verða meðal næstu verkefna félaganna. Hitt skal þó viðurkennt að þeir hafa, í því formi sem þeir nú eru, sem almenn- ir lánasjóðir, hjálpað mörgum til að koma þaki yfir sig og sína. Ymis fleiri hagsmuna- og réttindamál mætti nefna, sem náðst hafa fram fyrir atbeina verkalýðssamtakanna þó það verði ekki gert hér. Því verður ekki neitað, því miður, að allmikil deyfð virðist vera ríkjandi í samtökum verkafólksins. Þáttur hins al- menna félagsmanns í starfi félaganna er hverfandi lítill, félagsfundir alltof illa sóttir og þáttur félagsmanna í um- ræðum og afgreiðslu mála mikils til of lítill. Þetta sinnuleysi leiðir það óhjá- kvæmilega af sér að hin raunverulegu völd í félögunum færast meir en góðu hófi gegnir inn á skrifstofur félaganna, sem á engan hátt getur talist æskilegt. Það er því ósk mín til Iðju, í tilefni 40 ára afmælis hennar, að á þessu verði sú breyting að meðlimir hennar verði virkari í starfi félagsins, sæki hetur fundi og taki virkari þátt í afgreiðslu mála og stefnumótun félagsins. Ræki meðlimirnir þessar skyldur sínar við félagið, mun því vel farnast.“ Björn Bjarnason. samþykkt á stjórnarfundi ETUC í Briissel í júlí með 21 atkvæði gegn 7, og greiddu atkvæSi gegn aðildinni Vestur-Þýska samband- ið (DGB), franska sosíal-demó- kratasambandið (FO) og kristi- legu samböndin CSC (Belgíu), CNG (Sviss) og LCGB (Luxem- bourg). Með þessari útvíkkun er Evr- ópusambandið orðið mestu fjöldasamtök álfunnar með 37 milljónum meðlima, og því afl, sem taka verður tillit til m. a. af Efnahagsbandalaginu og stofnun- um þess og hinum alþjóðlegu fyr- irtækjum og hringum. VINNAN Sjelepin í heimsókn til NFS Nú í október var Aleksander Sjelepin, formaður sovéska al- þýðusambandsins, væntanlegur í heimsókn til Stokkhólms á veg- um NFS, norræna Alþýðusam- bandsins. Mun hann þar heim- sækja aðalstöðvar NFS og hitta að máli fulltrúa frá aðildarsam- böndum þess. Sjelepin er með þessu að end- urgjalda heimsókn sendinefndar frá NFS til Sovétríkjanna í júlí s.l. I viðræðum við leiðtoga sov- éska alþýðusambandsins náðist samkomulag um aukna samvinnu á sviði verkalýðsmála, einkum á sviði starfsumhverfis (arbeids- miljö), sem verður aðalumræðu- efni á ráðstefnu „austurs og vest- urs“, sem halda á í Genf í jan- úar á næsta ári. För sendinefndarinnar og kynn- isferð hennar til Moskvu, Kiev og Leningrad 1.-6. júlí, fékk mikið rúm í sovéskum fjölmiðlum. Henni lauk með sameiginlegri yfirlýsingu, þar sem áhersla var lögð á aukna samvinnu sovéska alþýðusambandsins og NFS, m. a. með kynnisferðum sérstakra sendinefnda NFS til Sovétríkj- anna og með þátttöku sovéskra fulltrúa á ráðstefnum og nám- skeiðum NFS. HörS gagnrýni Ekki eru allir á eitt sáttir um aukin samskipti austurs og vest- urs á sviði verkalýðsmála. Á 12. þingi Force Ouvriére í Toulouse í Frakklandi í júní kom fram hörð gagnrýni á þróun mála á þessu sviði undanfarið og bland- aðist upptaka ítalska sambands- ins CGIL nokkuð inn í þær um- Framh. á bls. 24 21

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.