Vinnan - 01.12.1974, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.12.1974, Blaðsíða 8
ÞING OG ÁLYKTANIR Starfsgreinasambönd þinga Frá þingi vorubifreiðastjóra. I vetur héldu nokkur sérsambönd ASÍ þing sín, þar sem fjallaS var um hin ýmsu mál. Þing þessi eru haldin annað hvort ár og eru mótandi fyrir starf og stefnu sambandanna. Þar sem nokkuS er um liðiS síðan þingin voru háð og ályktana þeirra hefur verið getið í dag- blöðum og víðar mun VINNAN aðeins geta helstu atriði varðandi þingin og málefni þeirra. Björn Jónsson forseti ASÍ flutti öllum þingunmn kveðjur og árnaði þeim heilla í starfi. Þá átti INSI áheym- arfulltrúa á þingum SBM og MSI. Landssamband vörubifreiðar- stjóra Þing Landssambands vörubifreiðastjóra sem var það ellefta í röðinni, var haldið í Reykja- vík 16. og 17. nóv. Þingið var sett af for- manni sambandsins, Einari Ogmundssyni. Forsetar þingsins voru kjörnir Guðmundur Snorrason, Akureyri og Guðmann Hannesson, Reykjavík. Meðal mála sem þingið tók til meðferðar má nefna: Efnahags- og kjaramál, landhelgismál, umferðamál, umhverfisvernd og samgöngumál. Ályktun þingsins um efna- hags- og kjaramál er á þessa leið: „11. þing Landssambands vörubifreiðastjóra fordæmir harðlega hinar harkalegu aðgerðir ríkisvaldsins gagnvart samningsrétti laun- þegasamtakanna í landinu. Það er skoðun þingsins að algjör forsenda fyrir vinnufriði sé að verkalýðshreyfingin haldi óskertum rétti til frjálsrar samnings- gerðar. Fyrir því mótmælir þingið harðlega lög- boðinni skerðingu kaupgjaldsvísitölunnar, sem hefur haft í för með sér að fjöldi laun- þega hefur engra vísitölubóta notið frá 1. mars s.l. þrátt fyrir hratt vaxandi dýrtíð. Þar að auki er Ijóst að stórfelld kaupmáttarrýrn- un er nú framundan, ef ekkert verður að gert. Þingið leggur jafnframt áherslu á ríka nauðsyn þess að haldið verði uppi fullri at- vinnu, því enginn kjaraskerðing er svo þung- bær sem atvinnuleysi. Vörubílstjórastéttin, sem gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnulífinu, hefur að undan- förnu mátt þola þungar álögur sem einungis er unnt að standa undir með því móti að næg atvinna og óskert launakjör séu til staðar. Þingið álítur það mjög mikilvægt að engar meiriháttar efnahagsráðstafanir verði gerðar á næstunni aðrar en þær sem verkalýðshreyf- ingin getur sætt sig við.“ I ályktun þingsins um umhverfisvernd segir: „11. þing Landssambands vörubifreiðastjóra skorar eindregið á alia félagsmenn sína og alla bifreiðaeigendur í landinu að gæta hófs í umgengni við viðkvæma gróðurbletti og hafa ávallt í huga að skertur gróður af völdum umferðar getur áður en varir orsakað uppblástur lands. Þingið leggur áherslu á að Landssamband vörubifreiðastjóra heitir Land- verndarsamtökunum fullum stuðningi við þeirra merku störf.“ Og í ályktun um 'samgöngumál segir ennfremur: „Það er eindregin skoðun þingsins að ekki megi draga úr vegaframkvæmdum, heldur auka þær stórlega, enda er bætt vegakerfi mikilsverður þáttur í auknu umferðaöryggi, auk hins þjóðhagslega hagnaðar, sem um er ræða með því að koma á varanlegum vegum um landið. Því skorar 11. þing Landssambands vörubif- reiðastjóra á Alþingi og ríkisstjórn að veita stórauknu fjármagni til vegaframkvæmda á næstu árum, svo séð verði fyrir endann á því mikla þjóðfélagslega vandamáli, sem hið ó- fullkomna og þar af leiðandi dýra vegakerfi hefur verið og er þessari þjóð.“ I stjórn sambandsins voru kjömir: Einar Ogmundsson formaður, varaformaður Guð- mundur Kristmundsson, aðrir í stjórn eru: Jónas Guðbjörnsson, Guðmundur Helgason, Björn Pálsson, Skúli Guðjónsson og Helgi Jónsson. Málm -og skipasmiðasam- band íslands Þá héft MSI sitt 6. þing í Reykjavík dag- ana 15.-17. nóvember. Þingið setti Snorri Jóns- son, formaður sambandsins. Þingið sóttu 72 fulltrúar frá 18 sambandsfélögum. Forsetar þingsins voru Kristján Guðmundsson og Kristján Ottósson. Þingið afgreiddi fjölda mála. Bar þar hæst atvinnu- og kjaramál, vinnuverndarmál og fræðslumál. Sérstakar samþykktir voru gerðar um orkumál og Líf- eyrissjóð málm- og skipasmiða. Miðstjórn MSI skipa nú: Snorri Jónsson formaður, Guð- jón Jónsson varaformaður, Sigurgestur Guð- jónsson ritari, Ásvaldur Andrésson vararitari, Helgi Arnlaugsson gjaldkeri og meðstjómend- ur eru Kristján Ottósson og Halldór Haf- steinsson. 8 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.