Vinnan - 01.06.1988, Side 6
reyndir eins og þær eru og
draga af þeim ályktanir. í öðru
lagi að hafa í huga þá pólitísku
og félagslegu stefnu sem æski-
leg er.
Þegar núverandi húsnæðis-
kerfi var í mótun voru aðstæð-
ur í þjóðfélaginu þannig að
krafan um úrbætur í húsnæð-
ismálum var forgangskrafa
verkalýðsfélaga; stofnuð höfðu
verið sérstök samtök til að berj-
ast fyrir þessu og ef dagblöðum
frá þessum tíma er flett er aug-
ljóst að í hugum margra var
ástandið orðið svart.
Þá voru lán Byggingasjóðs
ríkisins mun lægri en þau eru í
dag og það þýddi að fólk fjár-
magnaði húsnæðiskaup og
byggingar að verulegu leyti
með skammtímalánum á
markaðsvöxtum. Fólk lagði
óheyrilega vinnu af mörkum á
örskömmum tíma til að festa
sér húsnæði.
Þegar misgengi launa og
lána bættist ofan á fyrri raunir
húsbyggjenda gekk hér yfir
alda nauðungaruppboða. upp-
lausnar fjölskyldna og fjöl-
margir stóðu uppi eignalausir.
Það ófremdarástand sem þá
ríkti skal ekki rakið frekar hér,
enda sjálfsagt mörgum í fersku
minni því enn í dag eru hundr-
uðir fjöldskyldna ekki enn
komin út úr skuldasúpunni
sem þá var stofnað til. Mér þyk-
ir hins vegar við hæfi að vitna
nokkuð í nýlegan bækling
..Mannvernd" eftir Ólaf Ólafs-
son, landlækni. í þessum
bæklingi fjallar hann um
hvernig nútíma þjóðfélagið
hefur leikið börnin, hvernig bú-
ið er að þeim af foreldrum og
þjóðfélaginu öllu.
Ólafur skoðar stöðu foreldra,
félagslega, efnalega og at-
vinnulega og síðan börnin.
Hvernig þau standa sig í skóla,
heilsufar þeirra, líkamlegt og
andlegt svo og afbrotatíðni.
Efni bæklingsins verður ekki
rakið hér, enda hefur áður verið
fjallað um hann í Vinnunni.
„Erfiðleikar foreldra, hjóna-
skilnaðir og minnkandi fjöl-
skyldufesta auka á óöryggi og
þar með vanliðan margra
barna. Börnum sem koma frá
sundruðum heimilum fer fjölg-
andi. Vegna mikils vinnuálags
ekki síst á mæðrum, eru tengsl
foreldra og barna mun minni
en áður. Börnin verða oft út-
undan vegna strangrar lífsbar-
áttu eða vegna óska um aukna
velmegun." Síðar í lokakafla
bæklingsins segir: „Streitu-
vandamál og ýmsir sjúkdómar
virðast mjög tengd erfiðleikum
ungs fólks vegna vinnuálags
við að koma þaki yfir höfuðið."
Mótun félagslegrar stefnu
hlýtur að draga lærdóm af
þessu. Hingað til hefur þótt
félagslegt böl á íslandi hvað
öflun húsnæðis er erfið og
krefst mikillar vinnu á stuttum
tíma og einnig hversu lítið
framboð hefur verið á öruggu
leiguhúsnæði.
Það má því segja að á meðan
lögin um kaupleiguíbúðir
ganga i rétta átt í þessu tilliti,
þ.e. þau ættu að auðvelda fólki
enn frekar en nú er að eignast
húsnæði og dreifa greiðslum á
langt tímabil í stað þess að
greiða húsnæðið nánast upp á
örfáum árum, ganga hug-
myndir vinnuhóps félagsmála-
ráðherra í snaröfuga átt.
— JÚNÍ 1988
Með þeim hugmyndum er
stefnt að lækkun lána, sem
aftur krefst þess að stærri hluti
íbúðakaupa sé fjármagnaður
með skammtímalánum, það er
stefnt að hækkun vaxta sem
auðvitað þýðir aukna greiðslu-
byrði. Þannig boðar vinnuhóp-
urinn í raun afturhvarf til fyrra
Afturhvarf til
ófremdar-
ástands
nokkuð í nýlegan bækling
„Mannvernd" eftir Ólaf Ólafs-
son, landlækni. í þessum bækl-
ingi fjallar hann um hvernig
nútíma þjóðfélagið hefur leikið
börnin, hvernig búið er að þeim
af foreldrum og þjóðfélaginu
öllu.
Ólafur skoðar stöðu foreldra,
félagslega, efnalega og at-
vinnulega og síðan börnin.
Hvernig þau standa sig í skóla,
heilsufar þeirra, líkamlegt og
andlegt svo og afbrotatíðni.
Efni bæklingsins verður ekki
rakið hér, enda hefur áður verið
fjallað um hann í Vinnunni.
„Erfiðleikar foreldra, hjóna-
skilnaðir og minnkandi fjöl-
skyldufesta auka á óöryggi og
þar með vanlíðan margra
barna. Börnum sem koma frá
sundruðum heimilum fer fjölg-
andi. Vegna mikils vinnuálags
ekki síst á mæðrum, eru tengsl
foreldra og barna mun minni
en áður. Börnin verða oft út-
undan vegna strangrar lífsbar-
áttu eða vegna óska um aukna
velmegun." Síðar í lokakafla
bæklingsins segir: „Streitu-
vandamál og ýmsir sjúkdómar
virðast mjög tengd erfiðleikum
ungs fólks vegna vinnuálags
við að koma þaki yfir höfuðið."
Mótun félagslegrar stefnu
hlýtur að draga lærdóm aí
þessu. Hingað til hefur þótt fé-
lagslegt böl á íslandi hvað öflun-
húsnæðis er erfið og krefst
mikillar vinnu á stuttum tíma
og einnig hversu lítið framboð
hefur verið á öruggu leiguhús-
næði.
Það má því segja að á meðan
lögin um kaupleiguíbúðir
ganga í rétta átt í þessu tilliti,
þ.e. þau ættu að auðvelda fólki
enn frekar en nú er að eignast
ir hins vegar við hæfi að vitna
húsnæði og dreifa greiðslum á
langt tímabil í stað þess að
greiða húsnæðið nánast upp á
örfáum árum, ganga hug-
myndir vinnuhóps félagsmála-
ráðherra í snaröfuga átt.
fyrirkomulags og gott betur.
Á komandi þingi ræðst vænt-
anlega hvort félagslegu sjónar-
miðin verði undir í baráttu við
markaðsöflin og frjálshyggj-
una; hvort reka á félagslega.
húsnæðisstefnu eða húsnæðis-
stefnu sem lýtur lögmálum
fjármagnsmarkaðarins í einu
og öllu.
Það sem vinnuhópurinn
virðist hafa gert er að gefa sér
að núverandi kerfi sé svo stór-
gallað að því sé ekki viðbjarg-
andi. Forsendur þeirrar út-
komu eru ekki með öllu galla-
lausar. En að fenginni þessari
niðurstöðu, sem eins og áður
segir byggir að miklu leyti á
hæpnum forsendum, er kerfið
tekið til endurskoðunar og fé-
lagslegum þáttum þess kastað
fyrir róða.
Núverandi kerfi, þó það sé
ekki gallalaust, hafði það að
meginmarkmiði að lána fólki
sem var að kaupa eða byggja í
fyrsta sinn, það háa upphæð að
næmi 70% af verði viðmiðun-
aríbúðar. Þegar þetta birtist er
þessi lánsfjárhæð tæpar 3
milljónir króna. Með þessa
upphæð í vasanum og ein-
hvern eigin sparnað að auki,
eiga fasteignaviðskipti að vera
fólki viðráðanleg.
Er þetta
fjölskyldustefna
í þessu kerfi var ekki gerður
greinarmunur á því hvort fólk
væri að kaupa eða byggja.
Lánsrétturinn var háður Jdví
hvort um fyrstu eða önnur fast-
eignaviðskipti fólksins var að
ræða. þannig að allir fengju
tækifæri til að fá svo hátt lán
einu sinni. Þetta þótti m.a.
nauðsynlegt vegna þess að
eldri íbúðir voru í mjög mörg-
um tilfellum nánast skuldlaus-
ar, vegna fyrra fyrirkomulags
þegar kaupendur hálfdrápu sig
á vinnu og nánast greiddu
íbúðir sínar í botn á nokkrum
árum, og því jafnerfitt að kaupa
þær og að byggja frá grunni.
Þetta voru félagslegu mark-
mið kerfisins. En kerfið reynd-
ist ekki gallalaust frekar en
önnur mannanna smíðisverk,
og var reyndar bent á í upphafi
af mörgum, t.d. á síðum Vinn-
unnar. að gefa þyrfti kerfinu
4-5 ár til að ná jafnvægi.
Nú tveimur árum síðar
stendur til að kasta því fyrir
róða og við skulum líta á hverj-.
ar eru helstu ástæður þess að
stjórnarliðar telja það sem allir
stærðu sig af fyrir siðustu kosn-
ingar, nú svo gallað að því sé
ekki við bjargandi.
I skýrslu vinnuhópsins eru
eftirtalin atriði talin helstu gall-
ar kerfisins.
Hið nýja kerfi skapar um-
frameftirspurn, að mati vinnu-
hópsins. Algengara væri að
telja mikla eftirspurn eftir
nýrri þjónustu merki um að
brýn þörf hafi verið orðin á
þjónustunni, en vinnuhópur-
inn telur það af hinu illa að þús-
undir íslendingar sem áður
hafa eí til vill ekki eygt mögu-
leika á því að kaupa eigið hús-
næði, hafi sótt um lán til Hús-
næðisstofnunar.
Síðan er nauðsynlegt að taka
tvo hluti einnig til greina. Á ár-
unum áður en nýja kerfið gékk
í gildi hafði kaupmáttur verið
minni en t.d. 1982 og 1986.
Samdráttur í kaupmætti þýðir
alltaf samdrátt í t.d. fasteigna-
viðskiptum og annari fjárfest-
ingu almennings. Það þýðir
hins vegar ekki að þörfin
minnki, heldur einfaldlega
frestar fólk framkvæmdum þar
til síðar. Þetta kemur berlega í
ljós ef litið er á töfluna hér til
hliðar sem sýnir fjölda nýbygg-
inga síðustu ár. Þar kemur
samdráttarskeiðið eftir að
kjaraskerðingarinnar 1983 fer
að gæta, berlega í ljós.
Þá ber á það að líta að hús-
næðiskerfið varð til í febrúar
1986 og var þá kynnt. Það var
hins vegar ekki fyrr en í sept-
ember sem farið var að taka við
umsóknum samkvæmt hinu
nýja kerfi og því var talsverður
hópur sem beið með umsóknir
sínar þar til hið nýja kerfi gékk
í gildi. Því má loks bæta við að
það er fullkomlega óvíst hvaða
áhrif upphrópanir ýmissa
1982 1983 1984 1985 1986 1987
Fjöldi G lána 2.132 1.895 2.115 1.956 2.530 2.254
Fjöldi F lána 1.182 1.087 1.479 1.404 1.206 669
Samtals 3.314 2.982 3.594 3.360 3.736 2.923
Meðaltal 6 ára er því 3.318 lán og 1986 þvf 12.6% yfir meðaltali en 1987 12%
undir meðaltali.
stjómmálamanna um að kerfið
væri sprungið, nánast áður en
það tók til starfa, hafði.
Vegna „umframeftirspurnar-
innar" skapast biðraðir, sem
vinnuhópurinn telur óviðun-
andi. Þess má geta að fyrir daga
nýja húsnæðiskerfisins voru
dæmi um að fólk biði í 18 mán-
uði eftir fyrirgreiðslu, svo bið-
raðir í húsnæðiskerfinu eru
ekki nýtt fyrirbrigði.
29 mánaða
biðtími
Biðtími í núverandi kerfi
mun vera að meðaltali 29 mán-
uðir þegar þetta er skrifað. Það
þýðir að biðtími þeirra sem búa
við þröngan húsakost, eru að
kaupa í fyrsta sinn og annara í
forgangshópum er styttri,
annara lengri.
Það hlýtur alltaf að vera
matsatriði hvað sé hæfilegur
biðtími eftir fyrirgreiðslu sem
þessari. Biðtími þarf hins vegar
ekki að vera af hinu illa. Það er
t.d. ljóst að ungt fólk fer ekki út
í fasteignaviðskipti án einhvers
eigin sparnaðar. Þeim sparnaði
verður vart náð nema á 2-3 ár-
um. Það ætti því að vera hægur
vandinn að sækja um lána-
fyrirgreiðslu um svipað leyti og
sparnaður hefst og ákvörðun
hefur verið tekin um að kaupa
eigið húsnæði.
Að ofan kom m.a. fram að síð-
ustu ár fyrir nýja kerfið var
samdráttur og skýrir það að
vissu leyti aukna ásókn og
þannig langa biðröð. Allar
áætlanir sýna að búast má við
að biðröðin verði lengst um 3
ár, 1990 til 1993, en fari síðan
að styttast aftur.
Biðtíminn fer hins vegar
algerlega eftir því fjármagni
sem til ráðstöfunar er og
hversu margir eiga rétt á láni.
Það er því engin leið til að stytta
biðraðir nema með því að
fækka þeim sem fá lán, lækka
lánin eða auka fjármagn. Bið-
röðin er því ekki afleiðing kerf-
isins heldur ræðst af ofan-
greindum þáttum.
Hið nýja húsnæðiskerfi
hækkaði fasteignaverð og olli
hækkun útborgunar við fast-
eignakaup, segir vinnuhópur-
inn, og hefur nákvæmlega ekki
neitt fyrir sér varðandi þetta
atriði.
Fasteignaverð
svipað og var
Staðreyndin er sú að fast-
eignaverð á liðnu ári var svipað
og meðaltal síðustu sex ára og
lægra en það var 1982, eða síð-
asta ár fyrir kaupmáttarskerð-
ingu. Á liðnum áratugum hef-
ur fasteignaverð breyst í takti
við kaupmátt almennings. Því
var það mjög lágt á árunum
1983-1986, en við batnandi
kaupmátt i kjölfar samning-
anna 1986 fór fasteignaverð
hækkandi.
En hvað er það sem getur
valdið hækkuðu fasteigna-
verði? í fyrsta lagi er það eftir-
spurn, og þess vegna er eðlilegt
að skoða hvort snarauknu fjár-
magni hafi verið dælt inn á fast-
eignamarkaðinn með nýju lög-
unum. Svo reynist ekki vera,
eins og sjá má af meðfylgjandi
töflu reyndist ekki vera veruleg
aukning í fasteignaviðskipt-
um, þ.e. álíka margar íbúðir
skiptu um eigendur og á árun-
um fyrir nýja kerfið. Þar sem
fasteignaverð er jafn meðal-
verði síðustu ára má því draga
þá ályktun að jafnmiklum pen-
ingum hafi verið eytt í fast-
eignaviðskiptum og áður. Eini
munurinn er sá að kaupandinn
fékk eitt hátt lán á hagstæðum
vöxtum í stað þess að kaffæra
sig í skammtímaskuldum eins
og áður var gert.
Vaxtamunur er of mikill, seg-
ir vinnuhópurinn. Núna tekur
Húsnæðisstofnun fé að láni hjá
lífeyrissjóðunum á 6-7% vöxt-
6 — VINNAN