Vinnan - 01.06.1988, Side 10
Neytendamál
Reglulegur bíla-
þvottur nauðsynlegur
Nú fer ferðalagatíminn í
hönd, sumirfara útfgrir land-
steinana, aðrir láta sér nœgja
að ferðast um eigið land á ryk-
þurrum og holóttum þjóðveg-
unum. Það þýðir m.a. að bíll-
inn þarf sinn þvott, sem í
/sjálfu sér er ekki eingöngu til
þess að sjá út um rúðurnar,
heldur vegna þess að þvottur-
inn er betri vörn gegn ryði.
Nýlega birtust niðurstöður
rannsóknar sem Neytenda-
samtökin í Svíþjóð gerðu á 11
þús. bíleigendum í þvi skyni
að fá yfirsýn yfir viðhald
bifreiða. M.a. var spurt um
hve oft bifreiðin var þvegin. í
niðurstöðunum kom m.a.
fram að 41% bifreiðaeigenda
þvœr bílinn að minnsta kosti
á hálfs mánaðarfresti, en 14%
aðeins nokkrum sinnum á
ári.
I niðurstöðunum kemur
einnig fram að karlmenn þvo
bíla sína oftar en konur, en
það er ekki hreinlœtisind
vegna heldur það að þeir aka
mun meiraen þœrgera, meiri
akstur krefstþess að þvegið sé
oftar.
Aftur á móti eru línurnar
skýrari þegar tekið er tillit til
aldurs bílanna. Þeir sem eiga
bíla af nýrri gerðinni eru mun
iðnari við þvottinn en aðrir.
Sem dœmi má nefna að með-
al þeirra sem þvo bílinn sinn
a.m.k. á hálfs mánaðar fresti
var hlutfallið í stórum drátt-
um þannig: árgerð '87 65%,
árgerð '83 48% og árgerð '80
35% og fer síðan stigminnk-
andi. Astœðan er einfaldlega
sú að mun meiri virðing er
borin fyrir nýjum bílum og
ívið skemmtilegra að þvo þá
þegar þeir eru glansandi.
Ekki er sama hvaða tegund
bíla er, þvotturinn rœðst oft aj
því. ..Segðu mér hvaða bíl þú
átt, þá get ég sagt þér hve oft
þú þvœrð hann “ var yfirskrift
þessarar könnunar. Sömu-
leiðis var hœgt að snúa setn-
ingunni við. I Ijós kom að eig-
endur Mercedes Benz, BMW
og Citroen CX eru þeir allra
duglegustu. Yfir 80% þeirra
þvo bílinn a.m.k. á hálfs mán-
aðar fresti, en aðeins rúmleaa
30% eigenda Daihatsu
Charade og Lancia 410 Fire.
Athyglisverðar niðurstöður
það.
Ástæða er til að minna
bifreiðaeigendur á að þvo bíl
sinn (eða bíla sína) reglulega,
sérstaklegaþegarslydda er og
salt á götunum. Raki getur
myndast í lakkinu innan-
verðu og ryðgar bíllinn þá
mun fyrr ef óhreinindi fá að
sitja of lengi. Þetta gildir einn-
ig um ryk frá þjóðvegunum.
Að auki er unnt að uppgötva
hugsanlegar skemmdir frá
steinkasti fyrr en ella og þœr
er auðvelt að lagfæra ef þær
eru smávægilegar, segir m.a. í
lokaorðum niðurstaðnanna.
Þetta er því ágætis hugðarefni
fyrir sumarfríið þarsem mikil
hœtta er á steinkasti úti á veg-
unum. Skiptir þá engu máli
hvaða tegund bíllinn er eða
hvaða árgerð hann er og því
síður hvort eigandinn er karl
eða kona.
Adotf H. PofíftM
skrifar um
Ætlar þú að taka
sumarfríið á band?
nokkur orð um myndbandsupptökuvélar
Nú mun vera nokkuð handhægt að nota mynd-
bandsupptökuvélar. Þegar þær komu á markaðinn,
um svipað leyti og mydbandstækin, voru þær
stórar, þungar og klunnalegar miðað við hvernig
þær eru i dag.
Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá einni
hljómtækja- og myndbandaverslun er verðið einnig
mun viðráðanlegra en áður, m.a. varð mikil lækkun
á þeim við tollalækkanirnar um áramótin. Nú
kostar góð upptökuvél á bilinu 55-75 þús. kr. en
þessar stóru kostuðu áður upp undir 150 þús. kr.
Enda hafa vélarnar selst mjög vel undnafarna
mánuði, að sögn eins verslunareigandans.
Vissulega eru margir sem
vilja fjárfesta í vél fyrir sumar-
leyfið, en þá er líka gott að hafa
öll atriði á hreinu. Vélarnar eru
öllu betri í dag en áður, en
myndgæðin eru langt frá því að
vera eins góð og myndin í sjón-
varpi, samkvæmt upplýsing-
um í versluninni. Enn síður eru
vélarnar tilvaldar til að gera
úrvals kvikmydir.
En nú þurfa upptökumenn
ekki lengur að vera þreyttir í
handleggjunum eins og áður
þegar þeir urðu að burðast með
þungar vélarnar. Að auki eru
atriði sem áður varð að gera
með höndum nú orðin sjálf-
virk, t.d. þegar stilla þurfti fók-
usinn. Nú er hann orðinn sjálf-
virkur. Sem sagt, nú er mun
hægara og jafnframt ódýrara
að taka myndir á myndbands-
upptökutæki en á eldri vélar,
hvað þá að talað sé um gömlu
Super 8 vélarnar hljóðlausu.
Myndkerfi
Þrjú myndkerfi eru nú á
markaðinum; VHS og VHS-C
eru algengust en Video 8 er
nokkuð minna notað. Hið síð-
astnefnda er aðallega fyrir
sjálfar upptökuvélarnar, en
mjög sjaldan fyrir myndbands-
tæki. VHS er með stórar spólur,
VHS-C litlar, en sömu spólu-
breidd og VHS. Litlu spólurnar
er hægt að tengja við VHS kerf-
ið.
Stóru VHS spólurnar eru
yfirleitt 30-240 mínútna lang-
ar, en sumar vélar hafa takka
sem stilla á ..Standard Play“ og
,,Long Play“ Hið síðarnefnda
gefur tvöfaldan upptökutima,
þ.e. 60 mínútur, en gæðin verða
ekki eins mikil.
Hljóðið
Gæði hljóðsins á VHS upp-
tökuvélum eru enn sem komið
er nokkuð léleg og suðið er
mikið. Þess vegna benda sér-
fræðingar á Video 8 ef menn
eru sérstaklega kröfuharðir á
hljóðið, en á þeim vélum er svo-
kallað ,,Hi-Fi“ hljóð. Framleið-
endur eru enn að rannsaka
hvernig unnt sé að betrum-
stytting á „picture element“,
sem þýðir að minnsta eining í
myndinni sem unnt er að gefa
lit eða styrkleika óháð öðrum
eingum myndarinnar. Fjöldi
pixel sem myndskynjarinn gef-
ur er yfirleitt gefinn upp í bækl-
ingnum. Því fleiri sem þau eru
því betra. Veljið því upptökuvél
með CCD-skynjara og með
mörgum pixelum.
Rafhlöður
Upptökuvélarnar ganga fyrir
hleðslurafhlöðum, sem virðist
nokkuð einfalt og öruggt. En
reyndin er ekki alltaf sú. Margt
verður að hafa í huga, sérstak-
lega þegar farið er í ferðalag á
suðrænni slóðir. Spennan í
rafmagninu þar er ekki alltaf
sú sama og hér, þ.e. 220 volt.
Rafhlöðurnar eru einmitt gerð-
bæta hljóðið, því hljóðnemarn-
ir eru mjög viðkvæmir, annars
vegar ná þeir ekki samtölum
vel nema í nokkurra metra fjar-
lægð, hins vegar eru þeir við-
kvæmir fyrir utanaðkomandi
truflunum. Reynslan hefur
sýnt að þó hægt sé að bæta
öðrum hljóðnema við þann
sem fyrir er verður hljóðið
ekkert betra.
Ljósnæmleiki
Styrkur ljóssins er mældur í
., Lux“. Til þess að fá nógu góða
mynd þar sem litir eru margir
verður að hafa nægan ljós-
styrk. Hve mörg lux þarf er gef-
ið upp í bæklingnum sem fylgir
vélinni. Því færri lux þvi betra.
En því miður hafa framleiðend-
ur ólíkar skoðanir á því hvað er
,,myndgæði“. Þess vegna er
ekki alltaf gott að bera tölurnar
saman. Eina ráðið er því að
reyna nokkrar tegundir véla og
mynda á dökkan flöt í verslun-
inni. Þannig er unnt að sjá
muninn á ljósstyrk ýmissa teg-
unda. Einmitt þetta atriði ljós-
næmleikinn og ljósstyrkurinn
ku vera algengasta kvörtunin
meðal óánægðra kaupenda.
Myndskynjarinn
Sá hluti vélarinnar sem
breytir „myndáreitinu" í fram-
köllun kallast myndskynjari. í
eldri vélum er um nokkurs
konar myndrör að ræða, en í
þeim nýrri er notaður CCD-
skynjari (Charge Coupled
Devise). Hann tekur út hvert
smáatriði í myndinni og „leysir
þau upp“ í pixel, en það er
10 — VINNAN — JUNI 1988