Vinnan


Vinnan - 01.04.1992, Blaðsíða 10

Vinnan - 01.04.1992, Blaðsíða 10
Straumsvík Dr. Christian Roth, forstjóri ÍSAL, um stöóu álversins: Sparnaður og aukin framleiðsla -Tap á rekstri álversins í Straums- vík nam 1,4 milljörðum króna í fyrra og það stefnir í meira tap á þessu ári. Nú er það um 40 milljónir króna á viku. Til að mæta tapinu og á- framhaldandi lágu álverði hefur ver- ið gripið til margs konar ráðstafana til sparnaðar og hagræðingar í ál- verinu. Reynt er að skera niður kostnað hvar sem því verður við komið um leið og framleiðslan er aukin til að hagræða í rekstrinum. -Því fer víðs fjarri að við einblínum einungis á launakostnað í því sambandi, sagði dr. Christian Roth, forstjóri ÍSAL, í samtali við Vinnuna. Hann er doktor í eðlisfræði og tók við forstjórastöðu ISAL fyrir þremur árum en stýrði áður álverksmiðjunni í Essen í Þýskalandi. -Þetta er eitt af fáum fyrirtækjum á Is- landi sem ekki hafa gripið til þess ráðs að segja upp starfsfólki. Hins vegar höf- um við ekki framlengt starfssamninga við fólk sem hefur verið ráðið hingað til starfa tímabundið og ekki ráðið í öll störf sem hafa losnað. En mig langar til að minnast á örfá atriði af þeim ráðstöfun- um sem við höfum gripið til í spamaðar- skyni. Spörum flutningskostnaö Frá síðustu áramótum greiðum við flutningskostnað á útfluttu áli aðeins til tveggja hafna erlendis, Rotterdam og Hull. í fyrra greiddum við hins vegar flutningskostnað heim að dyrum kaup- enda. Þetta hefur mikinn sparnað í för með sér. I öðru lagi hefur allt súrál frá Astralíu, sem flutt er hingað til vinnslu, farið í gegnum Rotterdam undanfarin ár og verið umskipað. Þetta hafa verið sex til ellefu þúsund tonna farmar. Til að spara flutningskostnað höfum við ákveð- ið að í apríl leggi 37 þúsund tonna skip upp frá Astralíu með súrál og sigli með það beint hingað. Við lækkum flutnings- kostnaðinn verulega með því að taka svona stóra farma beint frá Astralíu. í máli Christians Roth kemur fram að engin rekstrarþáttur fyrirtækisins sé und- anþeginn spamaði og hagræðingu. -ISAL hefur sagt sig úr hinum og þessum fjölþjóðasamtökum sem tengjast álframleiðslu. Við höfum haft gagn af þátttöku í ýmsum þessara samtaka en það hefur hins vegar haft það mikinn kostnað í för með sér að við ákváðum að hætta henni. Þá hefur ferðakostnaður verið skorinn niður og nú em engar ferð- ir farnar nema erindið sé mjög brýnt. Við höfum dregið mjög úr allri risnu og ýms- um viðhaldsverkefnum hefur verið slegið á frest vegna spamaðar. Ég ætla ekki að draga á það dul að á þeim erfiðu tímum sem nú eru þá getum við ekki verið jafn örlátir í garð starfs- fólks og áður. Hér hefur til dæmis verið boðið upp á margs konar námskeið sem ÍSAL hefur kostað. í bili kostum við að- eins þau námskeið sem tengjast fyrirtæk- inu. Á síðasta ári fækkaði starfsmönnum um 30 og þeir eru nú 560 talsins. Á þessu ári er ætlunin að fækka enn frekar. Það verður fyrst og fremst gert með því að ráða ekki í sum störf sem losna en ég útiloka ekki að það þurfi að grípa til upp- sagna í einhverjum tilvikum. í þessu sambandi er mjög mikilvægt að það komi fram, að síðustu þrjú árin höfum við fjárfest hér fyrir 2,5 milljarða króna. Ný tæki og ný tækni auka á sjálf- virkni og kalla á færri starfsmenn í ýms- um greinum. Vinnuslysum hefur fækkoð -Fulltrúar starfsmanna óttast að fækk- un þeirra geti aukið slysahættu. -Það fer ekki hjá því að við ýmis störf hér, sem svo víða annars staðar, þurfa menn að sýna varkárni og aðgæslu. En þar sem starfsmönnum hefur verið fækk- að hafa jafnframt ýmsar breytingar átt sér stað. Til dæmis í kerskálunum þar sem ný lok hafa verið sett á kerin og við áltöku, skautskiptingu og eftirlit eru þau nú opnuð með fjarstýringu. Þetta nýja fyrirkomulag eykur öryggi og sparar Dr. Christian Roth: Á erfiðum tímum getum við ekki verið jafn örlátir í garð starfsfólks og áður. vinnuafl auk annarra tækninýjunga í kerskálunum. Það er hins vegar ekki svo að tæknin ráði vinnuhraðanum heldur ráða mennimir yfir tækninni. Fyrstu mánuði síðasta árs voru fæst vinnuslys í sögu ÍSAL. En síðan urðu átta vinnuslys, ekkert þeirra þó á stöðum þar sem starfsmönnum hafði fækkað. Við getum því ekki komið auga á sam- hengi milli vinnuslysa og fækkunar starfsmanna en hvert slys eða óhapp sem verður er rannsakað ofan í kjölinn til að komast að því hvað olli því að þetta henti. Það er ekki aðeins gert af hálfu fyrirtækisins heldur kemur Vinnueftirlit ríkisins einnig til skjalanna og annast sjálfstæða rannsókn. -Er það ekki rétt að í síðustu samning- um við verkalýðsfélögin hafi verið samið um vissar greiðslur til handa starfsmönn- um vegna framlags þeirra til hagræðing- armála en nú eigi að taka fyrir þessar greiðslur? -Það er rétt að við samþykktum auka- greiðslur ef viss framleiðniaukning næð- ist. Hins vegar var framleiðniaukning sem skapast vegna fjárfestingar í nýjum búnaði ekki í þessu samkomulagi. En það eru dæmi um að starfsmenn hafi not- ið þess í launum ef tilkostnaður hefur lækkað. Gott dæmi um það er súrálskrani hér á bryggjunni. Á honum unnu þrír starfsmenn en aðeins einn þeirra gat unn- ið í einu. Við sögðum verkalýðsfélagi þeirra að við vildum fækka kranamönn- unum um einn þannig að tveir skiptust á um að stjóma krananum og það var sam- þykkt. Á móti nutu kranamenn þess í launum að þarna var um að ræða fram- leiðniaukningu á hvern starfsmann ef svo má að orði komast. I hverju slíku tilviki þar sem ávinningur liggur ljós fyrir erum við reiðubúnir að deila þeim ávinningi með starfsmönnum. Aukin framleiðni án aukins kostnaðar er skilyrði fyrir auka- greiðslum til starfsmanna. Náðu ekki settu marki -Álframleiðsla ÍSAL á síðasta ári nam um 89 þúsund tonnum. Var það ekki í VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.