Vinnan - 01.04.1992, Blaðsíða 13
13
Litlar sem engar
líkur eru á að orð-
ið verði við þeirri
beiðni, enda er
lágmarksverðið
hér undir því með-
alverði á orku sem
önnur álver í
heiminum greiða.
ÍSAL greiðir
sérstakt fram-
leiðslugjald og
nam það liðlega
100 milljónum í
fyrra. Frá árinu 1980 hefur ÍSAL greitt
yfir 1.700 milljónir í framleiðslugjald
framreiknað til dagsins í dag. Stærsti
hlutinn eða 77,9% rennur í ríkissjóð,
Hafnarfjarðarbær fær 18% og iðnlána-
sjóður 4,1%. Kostnaður við eftirlit með
álsamningnum er greiddur af fram-
leiðslugjaldinu. Þá greiddi ÍSAL að fullu
kostnað við höfnina í Straumsvík en
höfnin er eign Hafnarfjarðarbæjar. Fjár-
festingar ÍSAL hér frá 1989 nema 2,5
milljörðum króna.
A síðasta ári greiddi ÍSAL um 1,4
milljarða í laun og launatengd gjöld og
samkvæmt lauslegum útreikningum má
ætla að um fjögur þúsund íslendingar
hafi lífsviðurværi af ÍSAL með beinum
eða óbeinum hætti.
Mikil umskipti til hins verra hafa orð-
ið á afkomu ISAL síðustu tvö árin.
Hagnaður 1989 var um 1.750 milljónir
króna en var sáralítill 1990. Eiginfjár-
hlutfall lækkaði úr 55,84% í 38,85%.
Tapið í fyrra nam 1,4 milljörðum og í ár
má búast við að tapið verði 1,6 milljarðar
ef álverð hækkar ekki. Hér verður ekki
reynt að reikna út hagnað af ISAL frá
upphafi, en það er á hreinu að þar er um
umtalsverðar fjárhæðir að ræða. Enda
rekur fyrirtæki á borð við Alusuisse ekki
fyrirtæki í góðgerðaskyni. Talið er að
rekstur álversins hér sé einna hagkvæm-
astur allra álvera sem nú eru starfrækt.
Meðallaun starfsmanna ÍSAL árið 1990
voru 2,114 milljónir en þá voru aðeins
örfá fyrirtæki utan útgerðarinnar sem
greiddu yfir 2,5 milljónir í meðallaun á
árinu. Tíu verkalýðsfélög eiga aðild að
samningum við ISAL.
0DEXION
IMPEX - hillukerfi án boltunar sem
hentar m.a. fyrir verksmiðjur, lagera,
geymslur og bílskúra.
Auðvelt í samsetningu með stífingum og
lokun að óskum kaupanda.
LANDSSMIÐJAN HF.
Sölvhólsgötu 13 - Reykjavík - Sími (91) 20680 - Telefax (91) 19199
Öflug stofnun á athafnasvæði
Sparisjóðurinn í Keflavík
Sjóóur suöurnesjamanna
VINNAN