Vinnan


Vinnan - 01.03.1997, Blaðsíða 1

Vinnan - 01.03.1997, Blaðsíða 1
Jöfnuður? Fyrstu tillögur ríkisstjórnar í skattamálum eru líkar því sem búist var við. Almenn skattalækkun á næstu árum kemur vissulega þorra launafólks til góða og um aldamót verða áhrifin fyrir fólk með lágar tekjur og meðal- tekjur því ekki fjarri því sem ASÍ lagði áherslu á. En skattabreyting ríkisstjórnarinnar skilar hinum tekjuhæstu langmestum skattalækk- unum. Spurningin er einfaldlega hvort þeim fjármunum ríkissjóðs megi ekki verja með skynsamlegri hætti, t.d. til lækkunar þjónustu- gjalda eða uppbyggingar velferðarkerfisins? Ovissa í kjaramálum Mihil Mtttaka lietur verið á fundum Alþýðusamiiandsfálaganna um kjaramál að undanförnu. Samstaða fálagsmauna hefun verið þétt ug rneun reiðubúuir eð fylgja kröfum sínum fast eftir. Hjá jteim félögum sem þegar hafa kosið um verkfallsboðun hefur samstaðan verið allt að 100%. Kjursúkn í atkvæðagreiðslu Dagsbrúnar og Framsáknar um allsberjarverkfall 23. mars, bafi ekki samist fyrir þann tíma, var mjög gúð fyrstu tvo daga kjörfundarins. Á milli þrjú og fjögur bundruð kusu fyrsta daginn. Myndin er tekin á sameiginlegum félagsfundi Dagsbrúnar og Framsóknar í Reykjavík sem breinlega sprengdi utan af sár Bíáborgina við Snorrabraut. Hvert einasta sæti var skipað og staðið hvar sem auðan blett var að liuna. á að nýta svigrúmið? Mikil óvissa ríkir í kjaramálun- um eftir að kjarasamningar Landssambands iðnverkafólks, Rafiðnaðarsambandsins og Verzlunarmannafélags Reykja- víkur náðust um sfðustu helgi. Forystumenn þessara sam- banda og félaga segjast hafa náð í gegn öllum meginkröfum sínum en samningarnir hafa verið gagnrýndir af öðrum for- ystumönnum verkalýðshreyf- ingarinnar, einkum vegna þess að í þeim eru engin ákvæði sem tryggja að kaupmáttar- markmið samninganna nái fram að ganga, auk þess sem samið hafi verið áður en skatt- kerf isbreytingar stjórnvalda lágu á borðinu. Samningaviðræður lágu að mestu niðri allan þriðjudaginn en fundir voru boðaðir á miðvikudag. Öllum ber saman um að samningamir breyti stöðu þeirra sem ekki hafa samið enn og að það kosti átök að gera samn- inga með öðm sniði en þá sem fyrir liggja og ná til rúmlega fjórðungs af félagsmönnum ASI. Forysta Dagsbrúnar segir samn- ingana engin áhrif hafa á stefnu fé- lagsins eða kröfugerð og þar á bæ var haldið áfram atkvæðagreiðslu um Gerviverktaka borgar sig ekki erviverktaka er útbreitt vandamál. Ekki er nóg með að fólk afsali sér réttindum með því að gerast gerviverktakar heidur er það yfirleitt að lækka tekjur sínar þegar allt er reiknað með. í Vinnunni í dag er fjallað um svarta atvinnustarfsemi og úttekt er gerð á gerviverktöku, en opnuna um gerviverktöku má setja upp sem veggspjald. boðun allsherjarverkfalls. Félög innan Verkamannasambandsins hafa verið að meta aðgerðir. Rætt hefur verið um að ná samstöðu milli þeirra aðila sem ekki hafa samið og reyna með því móti að knýja fram samn- inga. Samráðsfundir hafa verið haldnir. Þegar Vinnan fór í prentun var enn óljóst með framhaldið - hvort hér stefni í enn frekari átök eða hvort samningar muni takast á svipuðum forsendum og þeir sem þegar hafa verið gerðir. Sjá nánar um samninga RSÍ, Li og VR á baksíðu og umfjölluo um kjaramálin í leiðara Hvernig Meginmunurinn á tillögum ríkis- stjórnarinnar að skattabreytingum og þeim markiniðum sem formenn landssambanda ASI kynntu sam- eiginlega er sá, að ríkisst jórnin skil- ar hinum tekjuhærri mun meiri skattalækkunum en landssambönd ASI lögðu áherslu á, þ.e. að nýta svigrúmið fyrst og fremst í þágu þeirra sem hafa lágar tekjur og meðaltekjur en halda óbreyttu skattkerfi þar fyrir ofan. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, segir fyrstu viðbrögð sín vera þau að hann treysti ekki stjórnvöldum í svona langan tíma. Þá séu fyrstu breytingar að takmörkuðu leyti launafólki í hag: - Mér sýnist það vera mjög lítið sem stjórnvöld ætla að leggja inn í skattalækkanir í ár. Ég veit ekki hvort það nær einu sinni þeirri upphæð sem tekin var af fólki um síðustu áramót þegar persónuafsláttur var frystur, segir Björn Grétar. Líkt og í umræðunum um kjara- samninga Landssambands iðnverka- fólks, Rafiðnaðarsambandsins og Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur mikið verið rætt um tryggingar fyrir því að þær breytingar, sem stjómvöld boða, haldi í raun. Þá hef- ur mjög verið gagnrýnt, bæði innan verkalýðshreyfingarinnar og á Al- þingi, að svigrúmið skuli nýtt fyrst og fremst í þágu hinna hærra laun- uðu. Þetta á ekki aðeins við um breytinguna á skatthlutfallinu heldur einnig vaxtabætumar. Vaxtabótaskerðing láglaunafúlks Fyrstu útreikningar á breyttu vaxta- bótakerfi, þar sem tekjuskerðing er lækkuð um helming en í staðin tekin upp frádráttur á vaxtagjöldum sem nemur 1,5% af fasteignamati, sýna að áhrifin af þeirri breytingu komi fyrst og fremst hinum tekjuhærri til góða. Samspil tekna og fasteignamats í til- lögum ríkisstjómarinnar þýðir að séu fjölskyldutekjur á ári nákvæmlega helmingi lægri en fasteignamat hús- næðis koma breytingamar út á sléttu. Séu tekjurnar lægri en þetta kemur fram skerðing vaxtabóta og hún er því meiri sem tekjurnar eru lægri. A sama hátt skilar breytingin öllum sem hafa hærri tekjur en þetta hækkun vaxtabóta. Þetta á að sjálfsögðu að- eins við að því gefnu að viðkomandi eigi rétt á vaxtabótum. Forystumenn í verkalýðshreyfing- unni sem Vinnan ræddi við voru á einu máli um að spumingin snerist um grundvallaratriði þeirrar kjara- stefnu sem reka á hér á landi. A að nýta svigrúm ríkissjóðs til að lækka sérstaklega skatta þeirra sem hafa hæstar tekjumar eða nýta það fyrst og fremst í þágu þeirra sem hafa lágar tekjur og meðaltekjur? Má ef til vill nýta þá fjármuni sem ríkisstjórnin hyggst verja í skattalækkanir til hinna hæstlaunuðu með öðrum hætti í þágu launafólks, t.d. með eflingu velferð- arkerfísins? Þetta eru spumingar sem brunnu á forystumönnum verkalýðs- hreyfingarinnar þegar Vinnan fór í prentun. Bætur almannatrygginga bækka Á fundi forseta ASI með ríkis- stjórninni 10. mars sl. var krafist svara við því hvort stjórnvöld hygðust hækka bætur aldraðra, öryrkja og atvinnulausra í samræmi við launahækkanir. Þau svör fengust að það yrði og því virðast bætur þessara hópa í höfn eins og krafist hefur verið. Megin breytingar: Tekjuskattshlutfallið lækki um 1,1% frá 1. janúar 1997,1,9% í ársbyrjun1998 og 1% í ársbyrjun 1999. Alls lækkar tekjuskattur því úr 41,98% niður í 37,98%. Skatt- leysismörk hækki um 2,5% í ársbyrjun 1998,1990 og 2000. Hátekjuskatturinn lækkar um 2% og að auki á hann að leggjast á við hærri tekjumörk en nú eru I gildi. Barnabætur verði tekjutengdar að fullu en skerð- ingarhlutföllin lækka á móti. Tekjuskerðing vaxtabóta lækkar um helming en í staðinn kemur frádráttur sem er 1,5% af fasteignamati. .UYUNDJll R TðlVUTIIBOD! IIYUNDAI Pentium margmiðlunartölvur þekktar fyrir gæði og rekstraröryggi Tæknival Skeifunni 17 108 Reykjavík Sími 550 4000 Fax 550 4001 Netfang: Reykjavíkurvegi 64 220 Hafnarfirði Sími 550 4020 Fax 550 4021 Netfang: mottaka@taeknival.is fjordur@taeknival.is

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.