Vinnan - 01.03.1997, Blaðsíða 12
Ríkisstjórnin leggur til að hátekjuskattur lækki
um 2% en tðkst að kalla það 2% hækkun! Málið
er að almenna skattþrepið á að lækka um 4% en
viðbótarþrep hátekjuskattsins sem leggst ofan á
það aðeins um 2%. Að auki hækka viðmiðunar-
mörkin þar sem hátekjuskattur byrjar að
leggjast á. Hvernig væri að tala bara mannamál?
bllémoyoll
Samningar RSÍ, i: nverkaf ólks og VR
Aðfararnótt mánudagsins 10.
mars voru gerðir þrír kjara-
samningar í kjölfar þess að at-
vinnurekendur féllu frá kröfu
sinni um lækkun yfirvinnu-
álags. Samið var um hækkun
lægstu taxta,færslu taxta nær
greiddu kaupi og að auki al-
mennar launahækkanir á bilinu
12 -13%. Gildistíminn er til
15. október 1999 hjá iðnverka-
fólki en 15. febrúar árið 2000
hjá rafiðnaðarmönnum og
verslunarmönnum.
Kjarasamningur milli Iðju, félags
verksmiðjufólks, og Landssam-
bands iðnverkafólks, annars vegar,
og Vinnuveitendasambands íslands
og Vinnumálasambandsins, hins
vegar, felur í sér að 1. mars 1999
verður lægsti taxti allra sem hafa
eins árs starfsreynslu eða eru 22 ára
og eldri kominn í 70.000 krónur.
Samið er um nýtt kauptaxtakerfi þar
sem taxtar eru færðir nær greiddu
kaupi með hækkun dagvinnulauna.
Stéttarfélag
getur ekki gert
tilkall til eigna
landssambands
Hæstiréttur hefur staðfest
dóm undirréttar í máli Vél-
stjórafélags íslands gegn Far-
manna- og fiskimannasam-
bandinu. Vélstjórafélagið, sem
var eitt stofnfélaga Farmanna
og fiskimannasambandsins,
sagði sig úr sambandinu árið
1991 og gerði í kjölfarið tilkall til
hluta af eignum þess. Dómur-
inn féllst ekki á kröfur Vélstjóra-
félagsins og dæmdi það til
greiðslu málskostnaðar. í niður-
stöðu dómsins segir meðal
annars að eignir sambandsins
hafi myndast áþekkt því sem
algengast er í stéttarfélögun-
um, og virðast ekki vera aðrar
en þær sem tengja megi við
venjulegt starf að almennum til-
gangi sambandsins. Véistjóra-
félagið geti ekki sannað að þær
hafi orðið til með þeim hætti að
byggja megi á sérstakt tilkall til
þeirra og geti ekki sýnt fram á
að venjuleg eignarréttarleg
sameign hafi myndast með
aðildarfélögunum.
Lokaorðifl
Varlega! í bráfum sem berast Irá
reykmettuðum bakherbergjum
Karphússins, í skjóli nætur, geta
leyust óvæntar sendingar.
Til viðbótar eru almennar launa-
hækkanir sem hér segir: Frá og með
1. mars 1997 hækka öll laun og
launataxtar um 4,2%, 1. janúar 1998
um 4,0% og um 3,5% 1. janúar
1999.
Mikilvægasti þátturinn í samningi
Landssambands iðnverkafólks er að
grundvallaratriði kjarastefnu lands-
sambanda ASI um 70.000 króna
lágmarkslaun og færslu taxta að
greiddu kaupi nær fram að ganga að
mati Guðmundar Þ Jónssonar, for-
manns Li. Lægstu taxtar hækka úr
tæplega 50 þúsund krónum á mán-
uði og upp í um 70 þúsund en að
sögn Garðars Vilhjálmssonar, skrif-
stofustjóra Iðju, eru hlutfallslega
flestir á þessum lágu töxtum innan
Landssambands iðnverkafólks, sam-
anborið við hin landssamböndin
innan ASI. Þá náðist fram flýting á
auknum orlofsrétti og réttur til að
sækja starfsmenntanámskeið í
vinnutíma en á móti eru nám-
skeiðsálög almennt felld inn í taxta.
Gjörbreytt kauptaxtakenfi
Kjarasamningur Rafiðnaðarsam-
bands íslands við VSÍ, VMS og
Landssamband íslenskra rafverk-
taka felur í sér að lægstu launataxtar
rafiðnaðarmanna verða komnir í
90.000 krónur 1. janúar 1999.
Taxtar eru færðir að greiddu kaupi
og auk þess eru almennar launa-
hækkanir sem hér segir: Öll laun og
launataxtar hækka um 4,7% frá
undirskriftardegi, um 4% 1. janúar
1998 og um 3,65% 1. janúar 1999.
Grunntölur afkastahvetjandi launa-
kerfa taka sömu prósentuhækkun-
um.
Kjarasamningur VR við VSI og
VMS felur í sér nýtt kauptaxtakerfi,
sérstaka hækkun lægstu launa auk
ramma um fyrirtækjasamninga. Öll
laun og launataxtar hækka um 4,7%
frá undirskriftardegi, urn 4% 1. jan-
úar 1998 og um 3,65% 1. janúar
1999.
Hamstrað fyrir verkfall. Dagsbrúnarmenn í Mjólkursamsölunni lögðu niður vinnu á miðnœtti þann 9. mars, en hátt í 90% þeirra höfðu greitt atkvæði með
verkfallsboðuninni.
Starfsmenn MS stöðva dreifingu mjólkur til Hagkaupa
Tveimur dögum áður en verkfall starfsmanna Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík skall á, var öll dreifing mjólkur til verslana Flagkaupa stöðvuð
tímabundið. „Það sem gerðist var að Flagkaupsmenn voru búnir að flytja
mikið magn af mjólkurvörum að norðan til að byrgja sig upp fyrir verkfallið,"
segir Ólafur Ólafsson trúnaðarmaður starfsmanna í Mjólkursamsölunni.
„Við höfum talið að við séum með samninga um mjólkurdreifingu og þeim
fylgi forgangsréttur. Því töldum við ekki hægt að líða þetta og ákváðum að
stöðva mjólkursendingar til þeirra fram eftir degi.“ Ólafur bendir á að starfs-
fólk mjólkurbúanna fyrir norðan standi fyllilega með starfsmönnum MS en
hins vegar hafi það ekki getað veitt aðstoð fyrr en verkfall væri hafið.
Ólafur ítrekar að aðgerðirnar hafi átt að vekja athygli á alvöru kjaradeiln-
anna, hvorki hafi átt að skaða Mjólkursamsöluna né Flagkaup. Mikil sam-
staða sé meðal starfsmanna MS og menn fyllilega tilbúnir í slaginn, enda
hafi hátt í 90% stutt tillöguna um verkfall í kosningum.
Mikilvægur sigur í Félagsdómi
Félagsdómur hefur úrskurðað
að þátttaka sjómanna í kvóta-
kaupum, svokölluð tonn á móti
tonni viðskipti, séu óheimil þar
sem sjómenn fái ekki hlut af
hæsta verði aflans eins og
kjarasamningar kveða á um.
Sjómannasambandið fagnar
niðurstöðu dómsins og telur
hana marka tímamót í barátt-
unni gegn kvótabraski.
Tonn á móti tonni viðskiptin fara
þannig fram að útgerðin semur
um peningagreiðslu fyrir hluta aflans
en tekur kvóta upp í sem hluta af
greiðslu. Skiptahlutur sjómanna er þá
ekki reiknaður af heildarverðmæti
aflans, eins og kjarasamningar kveða
á um, heldur aðeins af þeim hluta
sem greitt er fyrir með peningum.
Þessari kjaraskerðingu hefur Sjó-
mannasamband Islands mótmælt
harðlega. Sævar Gunnarsson, for-
maður Sjómannasambandsins, segir
niðurstöðu dómsins mjög þýðingar-
mikla. „Þetta staðfestir að við höfum
haft rétt fyrir okkur sl. 5 ár, bæði
hvað varðar tonn á móti tonni við-
skiptin og bein kvótakaup. Önnur
niðurstaða hefði þýtt að stoðunum
hefði verið kippt undan kjarasamn-
ingum sjómanna.“ Sævar segir að
túlkun LÍÚ á niðurstöðu dómsins sé
hrein markleysa. „Þeir líta svo á að
með því að fá skriflegt samþykki
áhafnarinnar fyrir kvótakaupum sé
málið leyst. Það er ekkert til í því,.
við höfum hæstaréttardóm (mál nr.
416/1994) sem féll sjómönnum í vil
þrátt fyrir að fyrir lægi skriflegt sam-
þykki áhafnarinnar fyrir kvótakaup-
um og eins er skýrt kveðið á urn það í
kjarasamningum að sjómenn eigi að
fá skiptahlut af heildarverðmæti afla.
Félagsdómur hefur nú staðfest þetta
enn frekar.“
Sjómannasambandið hefur krafist
þess að allur afli fari á fiskmarkað og
segir Sævar að þessi niðurstaða ýti
sterklega undir kröfur sambandsins.
,,Nú er ekkert eftir nema að klára
þessa deilu sem við höfum staðið í
frá ‘90-’91,“ segirhann.
4ÉÉí
PIZZA PASTA
554 6600
„Þeir eru með bestu pizzur sem ég hef
nokkurn tímann smakkað“
Edward Becker
Sama símanúmer fyrir báða staðina
Hlíöasmára - Austurströnd
Æk
pizza yB8r pasta
554 6600
RAFRUN
Smiðjuvegi 11 e - 200 Kópavogur
Sími 564 1012
Myndriti 5641021
Alhliða rafvirkjaþjónusta