Vinnan


Vinnan - 01.03.1997, Page 2

Vinnan - 01.03.1997, Page 2
1.1' i ll III' i • Lífskjara- jöfnun Atburðarás undanfarinna daga sýnir í hnotskurn þann mun sem er á kjarastefnu Alþýðusam- bands íslands, annars vegar, og stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda, hins vegar. Bæði launastefna síðasta þings ASÍ og sú kjarastefna j sem formenn landssambanda ASÍ kynntu sam- eiginlega til lausnar kjaradeilunum þann 14. febrúar sl. byggja á sömu grunnhugmyndinni: Að nýta svigrúmið sem góðærið í efnahagslífinu I skapar fyrst og fremst til að bæta kjör hinna lægst launuðu og tryggja almenna kaupmáttar- aukningu á næstu árum. Þetta á að gera bæði með breytingum á launakerfi og skattakerfi. Áherslan á að færa taxta að greiddu kaupi og hækka lægstu taxta er liður í að styrkja það ör- yggisnet sem samningar um lágmarkslaun eru launafólki. Um leið hækka laun hinna allra lægst launuðu verulega. Þessi leið mætti mikilli and- stöðu af hálfu atvinnurekenda sem fundu henni flest til foráttu og reyndar gekk hvorki né rak í þeim efnum fyrr en verkalýðshreyfingin hafði boðað aðgerðir til að fylgja eftir kröfum sínum. Fyrir utan þá krónutölubreytingu sem felst í taxtabreytingum lögðu formenn landssambanda ASÍ til að almennar launahækkanir yrðu í krónu- tölu sem aftur tryggja hinum lægst launuðu hlut- fallslega mestar hækkanir. Þessu hafa samtök atvinnurekenda hafnað alfarið og þegar þetta er skrifað hafa allir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið, byggt á prósentuhækkunum eftir krónutölubreytingarnar í taxtakerfunum. Farin er : blönduð leið krónutölubreytinga og prósentu- hækkana. Krafa landssambanda ASÍ um breytingar á skattkerfinu er sett fram til að tryggja að ríkis- sjóður taki ekki til sín bróðurpartinn af þeim launahækkunum sem samið er um. Markmiðið sem ASÍ setti er að létta verulega skattbyrði af fólki með meðaltekjur og draga úr jaðarsköttum. Svar ríkisstjórnarinnar er tillaga að skattabreyt- ingum sem felur í sér almenna skattalækkun. Þegar áhrifin af breytingunum á skatthlutfallinu verða komin fram að fullu, um aldamótin, eru þau ekki ólík því sem ASÍ vildi sjá fyrir fólk með meðaltekjur og lágar tekjur en munurinn er hins : vegar sá, að tillaga ríkisstjórnarinnar skilar hin- um tekjuhæstu mun meiri skattalækkunum. í til- i lögu ríkisstjórnarinnar vantar því þau jöfnunar- áhrif sem ASÍ lagði áherslu á. Sú megin spurning, sem nú þarf að svara, er einfaldlega hvort þessi skattalækkun hinna hærra launuðu sé skynsamlegasta nýting ríkis- sjóðs á þessum fjármunum sem þarna eru til ráðstöfunar. Mætti ef til vill nýta þessa fjármuni til að efla velferðarkerfið og þjónustuna við al- menning, lækka þjónustugjöld eða draga úr sjúklingasköttum? Það er vegna svona lykilspurninga um fjármál ríkisins sem ASÍ leggur megináherslu á að það svigrúm sem er til staðar, til að skila aftur skattahækkunum síðustu ári, verði fyrst og fremst nýtt í þágu þeirra sem helst þurfa á því að halda - þ.e. þeirra hópa sem harðast hafa orðið úti vegna skattahækkana og jaðarskatta síðustu ára - fólks með lágar tekjur og meðal- tekjur. I muninum á leið ASÍ og leið ríkisstjórnarinnar endurspeglast aftur þau átök um lífskjarastefnu sem nú eiga sér stað. Þau standa á milli sam- taka atvinnurekenda og ríkisstjórnar og verka- lýðshreyfingarinnar. Þegar þetta er skrifað er ekki Ijóst hvaða meginlínur í kjaramálum verða ofan á, að loknum samningum aðildarfélaga og sambanda ASÍ í heild, en á næstu dögum og vikum munu þær línur skýrast og þá eru um leið : dregnar upp átakalínurnar fyrir næstu lotu því verkefninu er aldrei að fullu lokið. Útgefandi: Alþýðusamband íslands. Ritnefnd: Ari Skúlason, Halldór Grönvold, Snorri S. Konráðsson. Ritstjóri: Arnar Guðmundsson. Ljósm.: Róbert G. Ágústsson. Útlit: Sævar Guð- björnsson. Prófarkalestur: Hildur Finnsdóttir. Afgreiðsld: Grensás- vegi 16a, 108 Reykjavík. Sími: 581 30 44, fax: 568 00 93. Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen og Guðmundur Jóhannesson, símar: 533 1850, fax: 533 1855. Umbrot: Blaðasmiðjan. Filmu- vinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi flnna Sjöln Jónasdóttir, verkahona í Dags brún, ávarpaði fólaga í Dagsbrún og framsókn í troðfullum sal Bíóborgarinnar þann 27. febrúar sl. og sagði m.a.: -Ég hel ekki efni á því að lara í verkfall. En ég hef alls ekki elni á því að reyna að lifa al þeim launum sem ég hef, fyrir utan þá lítillækkun sem felst í því að fá 60 þúsund krónur á mánuði fyrir 100% starf. Segjum því já við verkfalli! fyrsti sameiginlegi fólagsfundur Dagsbróuar og framsóknar í Reykjavík sprengdi utau af sór Bíóborgina við Snorrabraut, fimmtudaginn 27. febróar. Hvert einasta sæti var skipað og staðið hvar sem auðan blett var að flnua. t>að hrikti í hósinu þegar fundarmenn risu á fætur sem einu maður og samþykklu með dóndrandi lófataki ályktun þar sem félagsmenn voru hvaltir til að hóa sig undir harða haráttu til að fylgja eltir krölum hreyfingarinuar. fundurinn hólst á því að tilkynnt voru úrslit úr atkvæðagreiðslu um boðun verklalls hjá Mjólkursamsöluuni I Reykjavík og ísgerð MS. Tæplega 90% þeirra sem greiddu alkvæða sögðu já við hoðun aðgerða. Niðurstöður fyrstu atkvæðagreiðslu um verklallsboðun gáln tóninn lyrir framhaldið. fólagsmenn Rafiðnaðar samhandsius hjá Reykjavíkurborg fjölmenutu á fund í hósnæði Raf- magnsveitu Reykjavíkur. fll 97 manns á kjörskrá mættu 70 á fundiun og allir sem einn greiddu alkvæði með verklallshoðun hjá Ralmagnsveitu Reykjavíkur, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Hitaveitu og Vólamiðstöð. Samstaðan var 100%. Páll Valdimarsson, trún- aðarmaður sagði um kosninguua á etlir: 100 prósentl Þeim tókst þetta ekki einu sinni í Albauíu. Hentifánasiglingum verði hætt! Strand flutningaskipsins Vikartinds hefur vakið upp spurningar um siglingar íslenskra skipa undir erlendri stjórn, en Vikartindur var skráður í Þýskalandi og var ein- ungis einn íslendingur f áhöfninni. íslenskir sjómenn hafa um árabil barist gegn því að íslensk skip væru skráð er- lendis og um sl. mánaðamót lögðu Verkamannafélagið Dagsbrún og Sjómannafélag Reykjavíkur fram tillögu á aðalfundi Eimskipafélagsins um að hætt verði að gera út skip sambandsins undir hentifánum. Birgir Björgvinsson hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur segir tilganginn hafa verið að vekja menn til umhugsunar og knýja á um að skipin verði mönnuð íslenskum áhöfnum. Það sé ótækt að íslenskir far- menn gangi um atvinnulausir meðan ráðnar séu áhafnir frá er- lendum láglaunaþjóðum. í til- lögunni, sem vísað var til stjóm- ar Eimskipafélagsins, segir meðal annars að hentifánafyrir- komulagið grafi undan menntun og framtíðarstöðu íslenskra far- manna. Reynsla nágrannaland- anna sé einmitt sú að störfum farmanna fækki, stýrimanna- skólar loki og erlendir menn taki við störfum heimamanna. Nú bendi margt til þess að ná- grannalöndin og ESB geri sér grein fyrir afleiðingum þessarar þróunar, þekkingarflótta úr landi og óöryggi í siglingum í þágu þjóðar á eigin skipum með inn- lendri áhöfn. Því bendi margt til þess að nú sé lag að breyta þróuninni. Alþjóðleg barátta gegn hentifánum Alþjóðasamband flutninga- verkamanna hefur lengi barist gegn hentifánasiglingum. Það krefst þess að skip verði skráð í heimalandi eigenda þeirra, svo lög og reglur viðkomandi lands taki til þeirra; skipverjarnir fái greitt skv. kjarasamningum og séu fulltryggðir, vinnuaðstæður þeirra viðunandi og að enginn vafi leiki á að haffærisskírteini séu fullgild. Ástæðan fyrir því að skipafélög skrá skip sín er- lendis er fyrst og fremst lægri skráningargjöld og skattar og frelsi til að ráða ódýran vinnu- kraft til starfa. í nýjasta tölublaði sambandsins er bent á að árið 1995 hafi um fimmtungur allra skipa í heiminum siglt undir hentifána, en jafnframt hafi hentifánaskip átt í hlut í meira en helmingi skipskaða. Baráttan snýst því ekki eingöngu um laun og vinnuskilyrði, heldur og um öryggi sjómanna. Félagsmála- skólinn - 2. önn. Vegna stöðunnar í samningamálunum hefur annarri önn Fé- lagsmálaskóla alþýðu verið frestað. Stefnt er að því að halda önnina dagana 7.-18. apríl á Kirkjubæjarklaustri. Aukið svigrúm gefst því til skráningar en veittar eru nánari upplýsingar og tekið við skráningum á skrifstofu Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu, Grensásvegi 16a eða í síma 533-1818. Um- sóknarfrestur rennur út 1. apríl. Veðlánaflutningar húsnæðislána leyfðir? Húsnæðismálastjórn hefur lagt til við félagsmálaráðherra að hann beiti sér fyrir breytingum á lögum um Bygginga- sjóð ríkisins þannig að Ijóst verði að mönnum sé heimilt að flytja lán sín hjá Byggingasjóði og húsbréfadeild af einu veði á annað, í tengslum við sölu eignar og kaup á annarri íbúð. Hingað til hefur verið ágreiningur um það hvort slíkir veðflutningar séu heimilir og hafa þeir ein- ungis verið leyfðir í undantekningartilfellum. Hjá öllum lánastofnunum hér á landi, nema Byggingar- sjóði ríkisins, fylgja lánin þeim aðilum sem þau voru veitt til upphaflega. Byggingarsjóður lætur hins vegar lánin fylgja veðinu. Það að húsbréfalán em á þennan hátt bundin eignum getur til dæmis komið sér illa fyrir ungt fólk sem er að kaupa í fyrsta sinn. Afföll af lánunum eru há og sem dæmi má taka að lán sem tekið er til 25 ára hefur að 7 árum liðnum aðeins verið greitt niður um 17% vegna af- falla. Það þýðir að á íbúðinni hvílir enn tiltölulega hátt lán en aðeins til 18 ára sem nýir kaup- endur verða að taka yfir. Mun lægri greiðslubyrði yrði fyrir kaupanda ef fólk hefði kost á því að taka húsnæðislánin með sér þegar það skiptir um íbúð. Guðmundur Gylfi Guð- mundsson, hagfræðingur ASI og stjórnarmaður í húsnæðismála- stjórn, segist trúa því að nú sé rétti tíminn til að fá veðlána- flutningana samþykkta, og bendir á að rætt hafi verið um lagfæringar í þá átt alveg síðan húsnæðislánakerfinu var breytt 1986. Veð hafi þó verið flutt milli eigna en aðeins í undan- tekningartilfellum en erfitt hafi verið að móta reglur þar um. Ástæðumar fyrir því að stjómin telji möguleika á að setja um þetta skýrar reglur núna séu þær að lánin eru orðin persónu- bundnari en þau voru og veð- lánaflutningar eru almennt orðnir viðurkennt úrræði í lána- starfsemi. Auk þess hafi emb- ættismenn Húsnæðisstofnunar komist að því að veðlánaflutn- ingar muni ekki hafa í för með sér aukið álag á stofnunina svo neinu nemi. „Heimild til veð- lánaflutninga getur í tlestum til- fellum haft í för með sér spamað fyrir aðila,“ segir Guðmundur. 2 Vinnan

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.