Vinnan - 01.03.1997, Síða 8
E r 1 e 11 0
Ráðist gegn hreingerninga-
mafíunni í Danmörku
Félag starfsfólks í hótelum og
veitingahúsum í Danmörku
krefst nú pólitískra aðgerða
gegn svartri atvinnustarfsemi í
hreingerningum. Félagið er
ósátt við nýfallinn dóm í máli
sem snertir hina svokölluðu
hreingerningamafíu og telur að
dómurinn þýði að höfuðpaurar
hennar verði látnir f friði, þrátt
fyrir að vitað sé að þeir lifi f
vellystingum af peningum sem
þeir hafa stungið undan frá
dönskum skattborgurum.
Dómurinn sem um ræðir féll í
máli hreingemingastjórans Marianne
Madsen en fyrir tveimur árum kom
hún fram í sjónvarpsþættinum
„Hrein mafía“ og afhjúpaði risastórt
net „skúringasjóræningja“. Sjóræn-
ingjamir, sem einkum vom egyptar,
snuðuðu danska ríkið um tugi millj-
óna króna í skatttekjur með svörtum
skúringum á hótelum og veitinga-
stöðum. Marianne þekkti starfsemina
til hlítar þar sem hún var sjálf þátt-
takandi í svindlinu sem forstjóri sjó-
ræningjafyrirtækisins Ideal Service
Eftr. ApS„ en megnið af gróða þess
fyrirtækis endaði í vasa Egyptans
Ohmars Hamza. Ohmar býr nú í
Kaíró og lifir í vellystingum af öllum
milljónunum sem hann hafði af
danska ríkinu.
Marianne var dæmd í eins og
hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og
240 tíma samfélagsvinnu, ásamt 400
þúsund króna sekt, en tekið var tillit
til þess að hún átti sjálf þátt í að
koma upp um svindlið. „Það er gott
fyrir Marianne að hún skyldi ekki
lenda í fangelsi. En hún var fundin
sek um öll ákæruatriðin og þar með
hefur dómurinn vísað því frá að ein-
hverjir aðrir standi á bak við þessa
starfsemi," segir Thorkild Holmboe,
varaformaður félags starfsfólks í
hótelum og veitingahúsum í Dan-
mörku. „Þessi skilaboð eru afleit fyr-
ir félagsmenn mína, því í þeirra aug-
um fríjar dómurinn hina raunveru-
legu sökudólga. Allir sem starfa við
þetta vita að það eru erlendir höfuð-
paurar á bak við þetta allt saman.“
Thorkild hefur unnið að því, síð-
astliðin sex ár, að afhjúpa þetta um-
fangsmikla svindl því hreingern-
ingamafían gerir félagsmönnum hans
lífið leitt. Mörgum þeirra hefur verið
hótað uppsögn ef þeir hafa neitað
svartri vinnu eða farið fram á samn-
ingsbundin réttindi. Samkeppnin frá
sjóræningjafyrirtækjunum hefur auk
þess komið illa niður á heiðarlegu
fyrirtækjunum sem greiða laun eftir
kjarasamningum. Thorkild segir að
tími sé kominn til að stoppa þessa
starfsemi og vill að málið verði tekið
upp í skattanefnd eða vinnumarkaðs-
nefnd Þjóðþingsins. „Það þarf að
þrengja löggjöfina á þessu sviði, við
höfum reynt að finna lausn á málinu
með atvinnurekendum og skattayfir-
völdum en ekkert hefur gerst og því
þarf þingið að taka í taumana,“ segir
Thorkild Holmboe.
Byggt á Det Fri Aktuelt, 42/97.
IMN Pl’N UQQUR. f IOFT1NU
ER RAKASTIGIÐ ORUGGLEGA I LAGI A
ÞINNI SKRIFSTOFU EÐA ÞÍNU HEIMILI?
RAKATÆKIN FRÁ BIONAIRE EIMA
VATNIÐ OG ÞVÍ ENGIN HÆTT/^Ý SÝKLAMYNDUN.
Raka- og hitamælir
Verð kr. 1.9?4
BIONAIRE CM-2 RAKATÆKI
UMWÐSMENN
UM MT LANÞ
Verð frá kr. 5.715
3 0MO LuASTiiílU
I I I
BIONAIRE - FYRIR ÞINA HEILSU
Völuteigur 3, Mosfellsbær. Sími 566-8300
' ><•;. •
' ■
Árangursrík bar-
átta gegn svartri
vinnu í Noregi
LATTU OKKUR LYSA ÞER LEIÐ
RAFBUÐ , Bíldshöföa 16, er einn stærsti
innflytjandi lampa á íslandi.
Hjá okkur færðu allar gerðir af lömpum, fyrir allar
gerðir af Ijósgjöfum. Allt frá „rússneskum
Ijósakrónum" upp í fjarstýrða hátæknikastara -
fyrir allar aðstæður - svo sem skrifstofur, verslanir,
skóla, íþróttahús, sjúkrahús, landbúnaðar- og
iðnaðarhúsnæði og heimili.
Komdu og kynntu þér úrvalið! Það er fjölbreyttara
en þig grunar og verðið er hvergi hagstæðara.
Heildsala, smásala.
^fRAFBUÐ
Bíldshöfða 16
Sími 567 1820, fax 567
Helstu umboð:
Fagerhult
Hoffmeister
Lival
Velux
Hillebrand
JL Electronics
Sische
Simes
Sawada
Raak
Diehl
Fáar herferðir hafa hlotið jafn-
víðtækan stuðning í Noregi og
„Herferðin gegn svartri at-
vinnustarfsemi“ sem nú er ný-
lokið. Fáir efuðust um að þörf
væri á að grípa til aðgerða og
voru ástæðurnar margþættar,
eða eins og aðstandendur her-
ferðarinnar orðuðu það: „Sam-
félagið þarf á þessum tekjum
að halda, svört vinna veikir
samkeppnina í atvinnulífinu og
kemur niður á löghlýðnu fyrir-
tækjunum. Hún veikir einnig
stöðu launafólks, heilsu þess,
umhverfi og réttindi. Málið
snýst um virðingu fyrir reglum,
réttlæti og siðferði. Þess
vegna getum við ekki liðið
svarta atvinnustarfsemi!“
Með þetta að leiðarljósi hrintu
norsk stjómvöld „Herferðinni gegn
svartri atvinnustarfsemi" af stokkun-
um árið 1992, en herferðin var liður í
aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn
fjárglæpum. Á lokaráðstefnunni í
janúar sl. var niðurstaðan skýr: Her-
ferðin þótti hafa verið mjög árang-
ursrík en halda þyrfti starfinu áfram.
Boðskapur herferðarinnar um að í
raun tapi allir á svartri atvinnustarf-
semi lítur út fyrir að hafa náð eyrum
fólks, bæði þeirra sem
vinna svart og þeirra sem
kaupa svarta þjónustu.
Nú eru það ekki aðeins
skattayfirvöld sem telja
mikilvægt að berjast gegn
svartri vinnu. I greinum
þar sem mikið hefur verið
um svarta vinnu, eins og í
hótel- og veitingageiran-
um, hreingerningum og
byggingariðnaði telja 70
af hundraði það mjög
mikilvægt að berjast gegn
svartri vinnu og 24%
segja það nokkuð mikil-
vægt. Tölur sýna einnig
að svört vinna er ekki eins
sjálfsögð og hún var. 11%
Norðmanna segjast hafa
fengið tilboð um svarta
vinnu. Árið 1992 sögðu
22% já, en fjórum árum
síðar tóku aðeins 6% til-
boðinu.
Ein þeirra stétta sem
virkilega hafa fundið fyrir
herferðinni er leigubíl-
stjórar. Meira en 10 millj-
arðar íslenskra króna
breyttust úr „svörtu í
hvítt“ á þeim fjómm árum
sem herferðin stóð yfir. I
Osló einni svarar upphæðin til 5
milljarða íslenskra króna, en þar hafa
uppgefnar tekjur af akstri aukist um
94% og laun um meira en 200%.
Skýringamar eru margar. Fyrir það
fyrsta tók stéttin höndum saman með
yfirvöldum um að uppræta svarta
vinnu. Eftirlit hefur verið hert, regl-
um breytt og komið á upplýsinga-
skyldu. Það er bæði erfiðara og á-
hættusamara að svíkja undan skatti
en áður.
Skatturinn er næstum því helm-
ingur af tekjum sveitarfélaganna í
Noregi og því hafa þau liðið mjög
fyrir svarta vinnu. Sveitarfélögin sáu
sér því leik á borði og tóku virkan
þátt í herferðinni. Flest hafa þau til
dæmis sett sér reglur um innkaup
sem fela í sér að krafist er skattavott-
orðs af þeim sem skipt er við, en
með því hefur stórlega dregið úr
skattsvikum. Einnig hafa verið settar
reglur varðandi samninga um bygg-
ingarvinnu og hreingerningar sem
draga eiga úr skattsvikum.
Norðmenn telja engan vafa leika
á því að herferðin gegn svartri
atvinnustarfsemi hafi tekist vel og
þótt henni sé opinberlega lokið eru
samstarfsaðilarnir sammála um að
halda samstarfinu áfram.
Byggt á LO-Aktuelt, nr.3,1997.
Evrópureglur
um opinber
útboð
r
Avegum Evrópusambandsins
er nú unnið að reglum um
opinber útboð sem fela meðal
annars í sér að inn í útboðsgögn
beri að setja bindandi félagsleg
skilyrði. Þetta er í samræmi við
það álit ESB að opinber útboð
séu öflugt tæki til að áhrif á fé-
lagsleg réttindi launafólks á
vinnumarkaði. í þessu sambandi
er bent á skilyrði um að öll rétt-
indi séu tryggð, vinnuverndar-
mál séu í góðu lagi og að fyrir-
tæki sem fær verk í útboði hafi
ekki brotið af sér gagnvart
launafólki eða stjórnvöldum.
Bindandi skilyrði af þessu tagi
geta verið mjög öflugt vopn í
baráttunni gegn svartri atvinnu-
starfsemi. Þá er einnig verið að
skoða þann möguleika að lög-
legt sé að setja ákvæði um
vinnu fyrir fatlaða, atvinnuátak
fyrir konur, minnihlutahópa og
fleira.
8
Vinnan